Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 11

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 11
Off hefur mikið oltið á — Mugrehhi hraðbaðans EIRRA er sjaldan getið í fréttunum — og þó lenda þeir vafalaust í fleiri ævintýrxun en flestir menn. Það er nærri aldrei sagt frá ferð- um þeirra — og þó ferðast þeir víðar og tíðar en flestir menn. Þeim er sára sjaldan þakkað opinber- lega — og þó inna þeir af höndum feikn- mikilvægt starf. Hverjir eru þessir menn ? Þetta eru hraðboðarnir, sem erlendar ríkisstjórnir nota til þess að koma mikilvægum skjöl- um og skilaboðum til scndisveita sinna í útlöndum. Einn af hraðboðum brezka ut- anríkisráðuneytisins áætlar, að hann hafi á undanförnum átta árum alls ferðast yf- ir milljón mílur í opinberum erindagerð- um. Það eru óskráð lög, að hraðboði megi aldrei skilja þau skjöl við sig, sem hann hefur í fórum sínum. Því var það, að þeg- ar Sir Henry Johnson, einn af hraðboð- um brezku krúnunnar, var fyrir skemmstu staddur í flugvél, sem varð fyrir vélarbil- un yfir Andesfjöllum, þá hugsaði hann fyrst og fremst um það að vernda skjöl- in, sem hann átti að skila í Peru. Flugmanni vélarinnar tókst að nauð- lenda í óbyggðum. Hjálparleiðangur komst ekki á staðinn fyrr en mörgum klukkustundum síðar. Það var frost og stormur. En Sir Plenry hreyfði sig ekki úr sæti sínu. Hann hafði viðað að sér hin- NÚTÍMINN 'T'yggigúmmíframleiðendur í Banda- rikjunum hafa lengi haft af því áhyggjur, hve sjaldan menn með falskar tennur nota varning þeirra. Eitt hinna stærri fyrirtækja hefur * árum saman — og árangurslaust — reynt að framleiða jórturgúmmí, sem ekki festist við falskar tennur. En nú er fundin bráðabirgðalausn að minnsta kosti. Fyrirtækinu hefur tek- izt að smíða falskar tennur, sem fest- ast ekki við venjulegt tyggigúmmí! Japanskur vísindamaður að nafni | Choichi Tsukada hefur fundið upp f brynju, sem hann fullyrðir að geti | varið menn fyrir hinum hættulegu í geisla-áhrifum atomsprengjunnar. — i Brynjan er búin til úr þunnum vír, j sem síðan er þakinn með blýi. Hún i kostar í kringum 700 krónur. um mikilvægu skjalatöskum sínum og hélt á þeim í fang- inu þegar hjálpin barst. Hættulegustu sendiferðirn- ar hafa að sjálfsögðu verið farnar á stríðsárunum, þeg- ar mikið getur oltið á því, að leynilegar orðsendingar komist til skila — og mikið verið í húfi fyrir óvinaríkið að hindra för hraðboðans. Fátt eitt hefur enn verið látið uppskátt um ferðir hrað- boðanna í síðustu heimsstyrjöld. En hafi þær verið eins ævintýralegar og í heims- styrjöldinni fyrri, þá mun ekkert skorta þar á spennandi frásagnir. Sir Parlc Goff var ef til vill frægastur og slingastur allra brezkra liraðboða. Hann ferðaðist tugþúsundir mílna í þjón- ustu utanríkisráðuneytisins, ýmist með járnbrautum, bílum, skipum, kafbátum eða jafnvel sleðum. I styrjöldinni 1914— 1918 fór hann áttatíu sinnum yfir Ermar- sund, þrjátíu sinnum yfir Norðursjó og tuttugu og tvisvar sinnum yfir Miðjarð- arhaf. Hann særðist illa, þegar skip, sem hann var með, varð fyrir tundurskeyti. Þó neit- aði hann með öllu að setjast í helgan stein. Hraðboðar brezku krúnunnar hafa ver- ið mjög farsælir í starfi sínu. Það hefur sárasjaldan komið fyrir, að skjöl þeirra hafi lent í höndum óviðkomandi manna. Eitt óhapp af því tagi átti sér stað fyrir fimmtíu árum, þegar hraðboði, sem var að flytja mikilvæg opinber skjöl til Ítalíu, varð veðurtepptur í sæluhúsi uppi í fjöllum. Hann beið þess með óþreyju að geta haldið ferð sinni áfram, og varð því mjög feginn, þegar ókunnur maður bauð honum sæti í sleða sínum. En þeir höfðu ekki farið langt, þegar sá ókunni sveigði hestana allt í einu til hliðar og spyrnti hraðboðanum um leið út úr sleðanum. Hann meiddist í fallinu og mátti horfa upp á það, að „velgerðarmað- ur“ hans hyrfi út í buskann með hin dýr- mætu skjöl. Þau fundust aldrei. Annar hraðboði varð fyrir slæmu óhappi, þegar kafbátur stöðvaði skipið, sem hann var að ferðast með frá Grikk- landi. Strax og hann gerði sér grein fyr- ir hættunni, fleygði hann skjalatösku sinni fyrir borð. Menn geta ímyndað sér, hvernig honum varð innanbrjósts, þegar taskan tók upp á því að fljóta — og flaut beint til kafbátsmanna. Það er vegna þessa atburðar sem skjala- töskur brezkra hraðboða eru nú þannig gerðar, að þær sökkva örugglega. Þótt illa færi fyrir þessum hraðboða, hefur mörgum af starfsbræðrum hans tekist að bjarga sér úr hinum ótrúlegustu erfiðleikum. Alfred Custance majór — mjög fræg- ur hraðboði — tók eitt sinn að sér að koma mikilvægum hernaðarlegum skjöl- um frá Plollandi til Bretlands. Þar sem sennilegt þótti, að óvinirnir mundu stöðva lim ævintýramenn í opinberri fijéiiustn skipið, ef þeir vissu, að hann væri meðal farþega, lét hann smygla sér um borð í kassa, sem á var letrað: Smjörlíki. Sir Hugh Walpole rithöfundur var hrað- boði um skeið. Hann lenti í ýmsum ævin- týrum í rússnesku byltingunni. Eitt sinn, þegar hann ætlaði að fara að spyrja lögregluþjón til vegar í Péturs- borg, var eins og því væri allt í einu hvísl- að að honum að gera það ekki. Nokkrum andartökum síðar hóf leyniskytta skot- hríð á lögregluþjóninn og hann féll örend- ur til jarðar. Annars var það aldrei heiglum hent að taka að sér sendiferðir um Rússland. Einn hraðboði var hætt kominn, þegar sleðanum, sem hann var í, hvolfdi. Ekill- inn rotaðist og báðir hestarnir fótbrotn- uðu. Hraðboðinn varð að skjóta þá. Þá upp- götvaði hann sér til mikillar skelfingar, að hungraðir úlfar voru byrjaðir að koma út úr skóginum í nánd. Hann átti aðeins sex kúlur eftir, svo að útlitið var allt ann- að en skemmtilegt. Hann þreif veiðilúður, sem lá í sleðan- um, og þeytti hann af öllum kröftum. Það bjargaði lífi hans og ekilsins. Sltógar- höggsmenn, sem voru þarna í nágrenninu af mestu tilviljun, heyrðu til hans og komu honum til hjálpar. Öðrum hraðboða tókst að bjarga sér úr klóm mexikanskra stigamanna. Hann hót- aði að stytta sér aldur, ef þeir tækju skjöl hans, og gat sannfært þá um, að þegar brezka stjórnin frétti lát hans, mundi hún örugglega hefna hans. Þetta hafði þau áhrif á bófana, að þeir létu hann lausan. Eitt sinn var hraðboði handtekinn í Suður-Ameríku sem njósnari og dæmdur til dauða, þótt hann gæti raunar sannað, að hann væri opinber erindreki. Hann bjarg- aði lífi sínu með því að troða hinum opin- beru skjölum inn á sig og lýsa yfir því, að ríkisstjóriv hans mundi eflaust taka til sinna ráða, þegar hún uppgötvaði, að skjöl- in væru blóðug. Hann fékk eftir mikið þras að halda ferð sinni áfram. Konur eru sjaldan ráðnar til hraðboða- starfa. Þó var það kona, sem tólc að sér eina mikilvægustu og hættulegustu sendi- ferðina í sögu brezku hraðboðanna. Henni var falið í stríðinu að koma sýn- ishornum af feiknöflugu sprengiefni frá Svíþjóð til Englands. Henni tókst þetta, Fyrir bragðið gátu Bretar gert mjög mikil- vægan sanming við sænska framleiðendur um sprengiefnakaup, einmitfc á þeim tima, þegar sltofcfærabirgðir bandamanna voru ískyggilega litlar. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.