Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 14

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 14
Hinum megin götunnar Framháld, af bls. h- hinn fjörlegi, hamingjusami og áhuga- sami svipur hans. Hann horfði á málar- ann með aðdáun lítils barns. Þetta var svipurinn, sem málarinn var að reyna að ná. Honum hafði næstum tekizt það, þegar sólin hvarf skyndilega bak við þakskeggið og barnið hvarf í skuggann. — Ef veðrið verður gott á morgun, þá get ég lokið myndinni, hugsaði málarinn og fór út til að fá sér vínglas. — Þarna sérðu, hvort ég hef ekki heppnina með mér, sagði hann daginn eft- ir við konu sína. — Enn einn sólskins- dagur. En þegar hann kom inn í vinnustofuna sína, sást drengurinn hvergi, og málar- inn kom auga á stórt ský yfir Notre Dame kirkjunni. Skýið var dökkt og bar greinilega við himininn. Með því að horfa á skuggann, sem teygði sig yfir húsaþök- in, var hægt að fylgjast með því, hvernig það færðist yfir borgina. __ Flýttu þér, litli minn, tautaði mál- arinn óþolinmóður, já meira að segja æstur, þegar hann horfði á þetta ógnandi ský nálgast. Svo sneri hann sér að glugg- anum. Barnið var þar. Litli drengurinn gat ekki séð skýið, sem var á bak við húsið hans. Hann lék sér áhyggjulaus í hlýjunni og birtunni eins og þannig yrði það til eilifðar. Móðir hans, sem stóð á bak við hann eins og venjulega, horfði niður á vinnu sína, þvottinn, sem hún var að strjúka, eða eitt- hvað annað, sem hún tók heim til sín, til að vinna sér inn einhverja peninga. Hún leit oft ástúðlega á son sinn, gældi við hann með augnaráðinu og lét sólina, hreint útiloftið og alla sína hjartahlýju leika um hann. — Myndin er búin! sagði málarinn sigri hrósandi. Og hann kallaði til konu sinnar: — Komdu og sjáðu! Ég var að ljúka við myndina og litli drengurinn er ennþá þarna. En um leið og kona málarans kom þjótandi inn í herbergið, teygði skýið sig yfir götuna, eins og risahendi, og huldi hana skugga. Aftur varð glugginn auður. Þar sást ekkert nema andlit móðurinnar, sem virti fyrir sér breytinguna á veðrinu. — Æ, hann er farinn aftur, sagði kona málarans. — Það gerir annars ekkert til. Lyftu upp málverkinu, svo að móðir hans geti séð myndina, sem þú ert búinn að mála. Málarinn lyfti upp myndinni, konan gekk nokkur skref og horfði á hana. En þá byrjaði skyndilega að rigna, svo hún lokaði glugganum í flýti. — Þetta sannar bara, hvað fólk kann illa að meta málverk, sem standa því næst, sagði málarinn bitur. __ Ég held að hún hafi ekki séð það, svaraði konan hans. — Það dimmdi svo skyndilega. Þegar málarinn fór með nýju myndina til listaverkasalans morguninn eftir, var honum sagt, að hún væri afbragðs góð og auk þess mjög alþýðleg. — Þetta tvennt fer ekki oft saman, sagði listaverkasalinn að lokum brosandi. Málaranum þótti vænt um að heyra þetta. Hann lagði því af stað heimleiðis í bezta nkapi og keypti gleymméreija-vönd á leið- inni. — Blómin eru alveg eins á litinn og augu drengsins, hugsaði hann og vonaði 730. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 klaki — 4 rökkur — 8 verzlun — 12 skap- heita — 13 hrúga — 14 vöruheiti (sápa) — 15 grænmeti — 16 maður — 18 bátar — 20 þyngdar- eining — 21 mót — 23 stórfljót — 24 fugl — 26 karldýr — 30 melgras- hól —• 32 skelfiskur — 33 forskeyti — 34 utan — 36 vandræði — 38 hnoð — 40 fangamark félags — 41 skyld- menni — 42 í tónverki — 46 ræktunarstarf — 49 leiða — 50 söngur — 51 tónverk — 52 ferskur — 53 tilkynnum — 57 elds- neyti — 58 nægilegt — 59 jurt — 62 vík — 64 fjárleit (forn ritháttur) — 66 sepi — 68 skyggni — 69 hlýðin — 70 ung- viði — 71 skáldskapar- einkenni — 72 úrgangur 73 biautlendi — 74 tíma- bil. Lóðrétt skýring: 1 hljóð —- 2 hjálparsögn — 3 gera máttlausan — 4 samneyti — 5 heilar — 6 klossar — 7 for — 9 ræktað land — 10 gæfa — 11 bára — 17 af- leiðsluending — 19 tala — 20 skrift — 22 hemill — 24 farsótt — 25 dráp — 27 hreyfingu — 28 vísir — 29 vindur — 30 háma — 31 bæta — 31 stjórnin — 35 húsdýr — 37 stórfljót — 39 skyld- menni — 43 leiði — 44 tímamark — 45 á fingri — 46 verkfæri — 47 forfeöur — 48 fæði — 53 flokkur — 54 gláp — 55 samkoma — 56 mett — 57 jurt — 60 botnfall — 61 kona — 63 fjöldi — 64 stillt — 65 stilltur 67 kvendýr. Lausn á krossgatu nr. 729. Lárétt: 1 þrá — 4 lagstur — 10 rif — 13 vart — 15 sækir •— 16 lána — 17 ostar — 19 rof — 20 lofar — 21 kapal — 23 gítar — 25 lafafrakk- ar — 29 re — 31 rl. — 32 úir — 33 nn — 34 fa — 35 eik — 37 ýsa — 39 fáa — 41 hik — 42 frelsi — 43 krauma — 44 lit — 45 inu — 47 eim — 48 guð — 49 ar — 50 mn — 51 rár — 53 ag — 55 ra — 56 hugarburður — 60 Danir —• 61 sumar — 63 lagin — 64 áta — 66 rakin — 68 ögur — 69 stirð — 71 raði — 72 kar — 73 titraði — 74 rat — Lóðrétt: 1 þvo — 2 rask •— 3 ártal — 5 as — 6 gær — 7 Skorri —- 8 tif — 9 ur — 10 ráfar — 11 inar — 12 far — 14 tapar — 16 lotan — 18 raflýsingin — 20 líknarmaður — 22 la — 23 GK — 24 treflar — 26 fúa — 27 arf — 28 bak- aðar — 30 eirir — 34 fimar — 36 ket — 38 sin 40 Áki — 41 hug — 46 urr — 47 eru — 50 munir — 52 ábætir — 54 gumar — 56 hagur — 57 ar — 58 rs — 59 rakar — 60 daga — 62 riða — 63 lök — 64 átt — 65 Ara — 67 nit — 69 Si — 70 ðð — um leið, að hann hefði náð þeim jafn- skærum. Vissulega gætu þessi bláu augu skynjað hinn dularfulla tilgang lífsins, kjarna málverksins, sem listamennirnir eru sífellt að leita að, en því miður árangurslaust. Niðursokkinn í þessar hugsanir sínar, lét málarinn hugann reika þangað til hann kom í götuna, þar sem hann átti heima. En þá hrökk hann upp úr hugsunum sín- um, því hann sá andlit, sem hann kann- aðist við. — Þarna er móðir litla drengsins, sagði hann við sjálfan sig. — Hefði ég ekki málað myndina, þá hefði ég aldrei þekkt hana svona úti á götu. Hún var svolítið þreknari en hann hafði ímyndað sér af því að sjá aðeins höfuð hennar og herð- ar. Þegar betur var að gætt, þá var í raun og veru þunglyndissvipur á andlit- inu og kringum munninn. Hann gekk í veg fyrir hana og veifaði blómavendin- um. • — Frú, sagði hann. — Ég hef haft þá ánægju að mála son yðar. Eg verð að fá að þakka yður fyrir. Konan stanzaði. Hún horfði fyrst hreyf- ingarlaus á gleymméreijarnar og síðan með eftirvæntingu eða öílu heldur brenn- andi þrá í hin bláu augu málarans. Svo sneri hún sér á hæli, um leið og hún sagði hljómlausri, örvæntingarfullri röddu: — Litli drengurinn minn dó fyrir einu ári, fyrir nákvæmlega einu ári og fjór- um dögum. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og lieimilisfangi kostar 5 krónur. GUÐLAUG BJÖRNSDÓTTIR (við pilta 16—19 ára) og ERLA BJÖRNSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 14—15 ára), báðar á Karlsbraut 9, Dal- vík, — SIGRlÐUR K. GUÐMUNDSDÓTTIR og EMELlA JÓNASDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 18—21 árs), starfsstúlkur á Sjúkrahúsinu, Húsa- vík. — GlSLI GUÐJÓNSSON (við pilta eða stúlkur 15—16 ára), Vestmannabraut 51B, Vest- mannaeyjum. — HAUKUR ÞORGILSSON (við pilta eða stúlkur 15—16 ára), Kirkjuveg 31, Vest- mannaeyjum. — ÓSKAR BJÖRNSSON (við stúlk- ur 20—24 ára), m/b Bjarna Ólafssyni, Kefla- vik. — ÞURÝ MAGNUSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 20—25 ára), og MAGNEA MAGNÚS- DÓTTIR (við pilta eða stúlkur 16—19 ára), báðar að Innra-Ósi, Hólmavík, Strandasýslu. — Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: 1. William Bendix, kvikmyndaleikari. 2. Kári Sölmundarson. 3. Kyrrahafið er blárra en Atlantshafið saltara. 4. a) Hinn sænski foringi sultargöngumann- anna, b) Italska leikkonan, sem lék í ,,Nafn- lausar konur“ og „Gyðingurinn gangandi" c) Norðmaðurinn, sem færði Alþingi mál- verk frá Sognbúum. 5. Ef maki eða börn eru á iifi má aðeins ráð- stafa % af eigunum meö erfðaskrá. 6. Lichtenstein. 7. Nei, hann fór í gegnum Magellan-sund. 8. Andantino er heldur hægara. 9. 14. júlí. 10. Sinn líka. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.