Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 15

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 15
í GRANADA... Framhald af bls. 7. dauðarefsing lögð við því að bera rauðu kollhúfurnar, sem tyrkneskir karlmenn höfðu not- að öldum saman. Austurlensk hljómlist var líka bönnuð og frá og með 1. janúar 1935 var kristnum nunnum og prestum harðbannað að sýna sig á göt- um úti í klæðnaði reglu sinnar. Fyrir stríð voru menn sekt- aðir í Tékkóslóvakíu, ef þeir sáust stíga ut úr strætisvagni meðan hann var á ferð. Og ef karl eða kona varð fyrir þeirri óheppni í Júgóslaviu að detta í á eða stöðuvatn, var gengið út frá því sem vísu, að viðkom- andi hefði verið að reyna að fremja sjálfsmorð og honum síð- an umsvifalaust varpað í tugt- húsið. Aumingja fanginn mátti síðan gjöra svo vel að reyna að sanna það, að hann hefði ekki ætlað að stytta sér aldur! Hetja í sumarleyfi Framhald af bls. 6. ekki villzt á þeim. Kona me3 rauðan stráhatt, önnur svartklædd með sting- andi augu og tvær telpur. Ég starði á hann. — Þú ferð ekki að eyðileggja sum- arfríið fyrir erfiðisvinnumanni, sem er búinn að hafa svo mikið fyrir því. Fimmtíu vikur á ári tek ég öllu með mestu þolinmæði. Gleymdu þvi ekki. Lestin er að hægja ferðina. Nú eða aldrei! . Hann tróð bréfinu í hendina á mér og var horfinn áður en ég gat áttað mig. Eg sá hann stíga út úr lest- inni og beið í tíu mínútur, áður en ég fór að leita að konunni með rauða hattinn. Ég fann klefann. — Þetta sæti er upptekið, sagði konan. — Maðurinn minn er frammi. — Hann ætti það skilið að missa það, sagði tengdamóðirin. Eg fékk þeim bréfið og forðaði mér áður en óveðrið skall á. Því næst fór ég inn í klefann minn, sem var ennþá nær vélinni. — Hvar hefurðu eiginlega verið allan þennan tíma? — Ef okkur hefði nú vantað eitt- hvað, þá . .. Eg veit ekki hvor sagði hvað, kon- an min og móðir hennar, því ég er fyrir löngu hættur að veita slíkum smámunum athygli. — Ég var, satt að segja, að tala við þann hugrakk- asta mann, sem ég hef nokkurn tima hitt. Hann er sannkölluð hetja, sagði ég- — Þið hljótið að hafa stungið í stúf hvor við annan. Eftirlitsmaðurinn gekk fram hjá og ég kallaði: — Stanzar lestin nokk- urs staðar fyrr en í Goombe Regis. I-Iann svaraði því neitandi. Eg seig aftur niður í sætið. — Já, þú hefur rétt fyrir þér, góða min, eins og allt- af. Við áttum ýmislegt sameiginlegt, þessi ókunni maður og ég — en ekki þegar á átti að herða. Lestin hélt áfram ferðinni. Tvennar hendur eru ónauðsynlegar Við meðferð og niðursetningu á báruðum aluminíum-plötum vinnur sérhver maður á við tvo. Vegna léttleika þeirra og meðfærileika getur einn maður borið margar slíkar plötur, sem þýðir minni kostnað við niðursetningu. Báraðar aluminíum-plötur eru öflugar og tærast hvorki af seltu né reyk. Þær þola hverskonar veðurfar og rotna ekki né ryðga. Báraðar aluminíum-plötur eru fáanlsgar í eftirfarandi stærðum: Breiddir: 26 tommur með átta 3 tommu bárum — 32 — — átta 3 — — — 26 — — níu 2% — — — 31 — — ellefu 2% — — Lengdir: 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 fet. Þykktir: 20, 22, 23, 24, 26 (nr. I.S.W. G.) Ofangreindar plötur fást einnig bognar (á bragga) í öllum þykktum nema 26. ALUMINIUM UNION LIMITED THE ADELPHI, STRAND LONDON W. C. 2 Umboðsmenn: REYKJAVÍK 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.