Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 9

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 9
Sumir verða forríkir ÞEGAR ÞEIR FTA SIG EGAR Christine Hargreaves gekk fyrir skcmmstu að eiga myndasmið að nafni Peter Waugh í London, hlaut hún þá brúðargjöf frá föður sínum, sem tryggði það í eitt skipti fyrir öll, að hana þyrfti aldrei að skorta peninga til heimilislialdsins. Hinn vellauðugi faðir hennar — for- stjóri og aðaleigandi tveggja fyrirtækja, sem virt eru á yfir 60 milljónir króna — fékk þá flugu í höfuðið að gefa hinni 21 árs gömlu, rauðhærðu dóttur sinni hús- haldspeninga til æviloka! Síst að furða þótt breskar húsmæður öfunduðu hana, þegar blöðin sögðu tíðindin. Önnur heppin brúðhjón, sem líka kom- ust í blöðin, bjuggu í Skotlandi. Meðal brúðargjafanna var 500 ára gamall skosk- ur kastali og feiknverðmætt gamalt skips- líkan úr silfri. í Bandaríkjunum — landi olíukóng- anna — getur það líka borgað sig að gift- ast. Þcgar Hclen McLaughlin giftist lækni að nafni A. P. Carroll í Brooklyn, fengu þau svo margar gjafir, að f jóra stóra vöru- bíla þurfti til þess að flytja þær frá húsi föður hennar, þar sem brúðkaupsveizlan fór fram. Meðal gjafanna var borðbúnaður úr gulli, hálsband úr níu karata demöntum og ávísanir upp á nokkur hundruð þúsund- ir dollara. Þegar dóttir milljónamæringsins Pier- point Morgan giftist, gaf hann henni skuldabréf upp á rúmlega níu milljónir króna, höll við Hudson-fljót, feiknverð- mæta skartgripi o. fl. Menn rok í rogastans, þegar blöðin birtu fregnir af öðrum gjöfum brúðhjónanna. Svo margar voru þær, að naumast varð þverfótað fyrir þeim á heimili Morgans. Meðal gripanna voru skrín úr gulli og silfri og veggtjöld, sem virt voru á hundr- uð þúsunda króna. Presturinn, sem gaf brúðhjónin saman, fékk 20,000 krónur fyrir ómakið, og brúð- arkakan vóg 250 kíló! Hvað má telja rausnarlegustu brúðar- gjöfina, sem um getur? Hún nam hvorki meira né minna en 380 milljónum króna og var gefin í desem- bcr 1923. Brúðhjónin, scm lirepptu auðinn, hétu Alexander Thay- er og Marjorie Bourn. Þau áttu ekki von á þessu og höfðu ekki hugmynd um hið yfirvofandi gullregn, fyrr en rétt á eftir hjónavígsluna, þegar lögfræðingur til- kynnti þeim og gest- um þeirra tíðindin. — Paðir Marjorie, flug- ríkur Bandaríkjamaður, sem dó 1919, hafði gert ráð fyrir brúðargjöfinni í erfðaskrá sinni. Mörg stúlkan hefur eflaust öfundað Harriet Stewart Brown, þegar hún las um gjafaflóðið, sem rigndi yfir Harriet, þegar hún gekk að eiga bankastjóra einn í New York. Meðal gjafanna voru ávísanir upp á nærri fimm milljónir, forkunnarfagurt armband með 200 demöntum og sex bílar. Gull- og silfurmunirnir einir saman þökktu sjö stór borð! Það fer að sjálfsögðu mjög eftir kring- umstæðum, hversvegna brúðargjafir eru helzt gefnar. Segja má líka, að þær séu tízkufyrirbæri: það, sem er í tízku að gcfa í ár, kann að vera ,,gamaldags“ að ári. í stríðinu gaf fólk erlendis oft nýgiftum hjónum skömmtunarseðla, og þóttu það í scnn rausnarlegar gjafir og þarflegar. — Einkum varð þctta vinsælt í Englandi, þar sem svo naumt var skammtað, að fólk átti í rnestu vandræðum með að ganga sóma- samlega til fara. Líka eru til ýmsar sögur um óvenjuleg- ar brúðargjafir. Reynið að ímynda ykkur, hvernig ykkur yrði innanbrjósts, ef þið fengjuð legstein í brúðargjöf. Það kom fyrir í Massachus- etts og var legsteinninn sendur heim til HÉR er uð því leyti óvenjuleg mynd af himim heims- þekktr skopieikara Bob Hope, að hann er ekki Mirgja.ndi. Með hoiuina er Franeis Langford leikkon®. Þau virSost vera, önmua kafin við að skrifa á einhverskonar korfc. brúðarinnar. Ekki að furða, þótt hún tár- aðist — því á steininum var nafn hennar! ÞAÐ var ekki fyrr en að hveitibrauðs- dögunum loknum, að það komst upp, hver sent hafði þessa ,,gjöf“. Það var ung- ur maður, sem stúlkan hafði hryggbrotið tveimur árum áður en hún kynntist þeim, sem hún giftist. Sá hryggbrotni lést vera að hefna sín. Kannski það sé ekki nema eðlilegt að Ijónatemjari fái skrítnar brúðargjafir. -— Ljónatemjari í Midlands varð þó ekki sér- lega hrifinn, þegar honum bárust þrjár kyrkislöngur og fimm krókódílar tveimur stundum eftir giftinguna. Það bætti ekki úr skák, að krókódílarnir sluppu út úr kcssum sínum um nóttina og einn komst inn í svefnherbergi þeirra nýgiftu. Þau sváfu í gamaldags rúmi með sæng- urhimni yfir, og svo óttaslegin varð brúð- urin, að hún klifraði þangað upp og kom ekki niður, fyrr en ófreskjunni hafði verið náð. Til allrar hamingju hvarflaði það ekki að henni, að það sem eiginmaðurinn hafði mestar áhyggjur af meðan á þessu stóð, var að krókódílarnir kynnu að vekja kyrkislöngurnar! — ASHLEY BROWN. Pabbinn: Jœja, þá erum viö búnir að sá frœjunum úr síðasta, pakkanum. Lilli: En hvað þessi eru falleg. Það gljáir á þau eins og silfur. Mamman: Hefurðu séð perlwniar mínar, elskan ? Pabbinn: Nei, hvar léztu þœr síðast. Mamman: Festin slitnaði og ég setti perlurnar í tóman frœþakka. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.