Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 12

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 12
I JGHN GICKSON CARR: G Aftáfi A" Ný spennandi framhaldssaga um mannraunir, hetjudáðir og ástir Fylg ist með frá byrjun! I. KAFLI. / skugga gálgans. EÐ morgninum átti að hengja Diek Darwent í gálg- ann fyrir utan Newgate fangelsið. Enginn mundi lieyra örlagaþrungið hljóð í þessu tilefni fyrr en í birtingu, ekki einu sinni dauðahring- ingu frá Saint Sepulchre — kirkju hinnar heilögu grafar. Með birtingu mundu áhorfendurnir heyra hljóminn í járnuðum hesthófum yfirgnæfa skröltið í þungum hjólum, um leið og gálginn yrði keyrður fram frá aðalhliðinu. Hann stóð á stórum aftökupalli, tólf feta háum og svo breiðum, að tíu pör hefðu getað dansað samtímis á honum. Hinar kassalöguðu hliðar aftökupallsins voru málaðar við- kunnanlega svartar. Undir stjórn böðulsins, John Langleys, myndi gálganum verða komið fyrir utan við „Afbrotamanna- hliðið". Klukltan var enn varla hálf ellefu þetta sumarkvöld, áður en Dick Darwent átti að dingla í gálganum, en það lá samt þegar við þrengslum meðal áhorfendanna í hinum mjóu strætum kringum Newgate. „Þetta verður svei mér fyrsta flokks aftaka,“ sagði rámur fangavörður, sem var á verði i skýlinu við aðalhliðið. Hann teygði höfuðið út um gluggann og glápti niður i myrkrið á Old Eailey. Annar böðull,. sem aðeins hafði haft stöðuna á hendi i einn mánuð, þótt rauði frakkinn hans sýndist næstum eins óhreinn og kámugur og frakki embættisbróður hans, flýtti sér að glugganum. ,,Hér verður ekkert uppþot,“ sagði yngri fangavörðurinn þrjóskulega. „Hvers vegna ekki?“ „Fólkir.u líkar vel við Dick. Því finnst hann vera góður piltur.“ Eldri böSullinn, sem var kallaður Jarðarberið, vegna rauða nefsins, beygði sig út yfir vegginn og klappaði hinum hrjúfa múrvegg fangelsisins, þar sem hann kunni auðsjáanlega vel við sig. Rödd hans var í senn hás og skrækróma. „Fólkið var líka vingjarnlegt í garð Halloway og Haggerty, þegar Brimskil lét hengja þá 1807, en samt sem áður voru 28 af þeim, sem komu að sjá aftökuna, troðnir niður fyrir framan aftökupallinn, að ég tali ekki um alla hina, sem voru bæði særðir og limlestir. Og þetta er eins satt og guSspjallið.“ Yngri böðullinn, hinn hái, granni Jamy, færði sig frá glugganum. Hann vissi vel, að eldri böðullinn sagði satt. „Og sjáðu til, það varð ekki einu sinni uppþot," hélt Jarðarberið áfram. „Ekki það sem maður með réttu kallar uppþot. Nei, uppþot byrja jafnvel áður en sá, sem á að taka af lífi, er kominn út um hliðið, og þeir hrópa allir: „Takið ofan!“ Þeir byrja áður en mann yfirleitt grunar nokkuð." „En hvers vegna?“ spuroi Jamy. Jeirðarbeirið velti fyrir sér spurningunná og hélt stöðugt áfram að strjúka vegginn. „I fyrsta lagi eru þeir flestir fullir.“ Hann sló þessu föstu sem eðli- legri staðreynd. „Þegar birtir byrja þeir að öskra og hrópa og syngja hver í kapp við annan. Ef til vill er þar hundur, sem bítur einhvern í fótinn. Ef til vill er einhver konan kramin til dauða, eða er hrædd um að hún verði það. Og svo . . .“ Jarðarberið pataði i allar áttir. Rödd hans, sem næstum þvi hafði verið alvarleg, breyttist nú og varð glaðlegri. „En bezta skemmtunin — jafnvel þó að fólkið kunni ekki beinlínis við liana —- er samt sem áður, þegar böðullinn er líka fullur." „Það get ég ekki þolað, það veit sá sem allt veit!“ hrópaði Jamy hneykslaður. Jarðarberið sneri sér frá glugganum. Bláar rákir breiddust út yfir andlitið eins og net út frá hinu stóra, rauða nefi. „Og hversvegna ekki, ræfillinn?" hrópaði hann ákafur. „Eg hef séð Erunskil gcmla, sem sagt áður en Langley tók við stöðunni, svo auga- fullan af koníaki, að hann ætlaði að setja kaðalinn um hálsinn á prest- inum í staöinn fyrir á afbrotamanninum! Og þetta er eins satt og guð- spjallið." Jarðarberiö þagnaði snögglega. Böðlarnir urðu órólegir og kvíðafullir. Þeir fundu það báðir, en hvorug- ur þeirra vildi tala um óvissuna sem hvíldi eins og mara yfir huga þeirra — eitthvað, sem á engan hátt átti skylt við aftöku morgundagsins. Það var ekkert óvenjulegt, hvorki fyrir þá né aðra, að maður væri hengdur, það var satt að segja mjög ánægjuleg dægrastytting. Hræðsla þeirra stóð í sambandi við stjórnmálatíðindin, sem hvíldu eins og mara yfir landinu þennan þriojudag — 21. júní 1815. Það glumdi í bjölíu, sem hékk á einum veggnum. „Það er innri hurðin," muldraði Jarðarberið. „Einhver þarf að komast út, og það er orðið mjög áliðið. Ef þú annars veizt hvað klukkan er orðin, drengur minn, þá getur þú orðið þér úti um dálaglegan drykkjuskilding fyrir ónæðið." Jamy flýtti sér niður vindustigann með lyklakippuna skröltandi við hlið sér. Gesturinn, sem svo seint var á ferð, stóð við miðhliðið, næstum falinn í skugganum, þegar Jamy lyfti upp hinu sótuga ljóskeri sínu. Gesturinn fitjaði upp á nefið og fann að líkindum til leiða og ógleði við dauninn frá Newgate. Frá þeirri álmunni, sem hýsti verstu afbrotamenn- ina, heyrðust óljós öskur og gauragangur. Þar gátu menn keypt vín eftir vild og drukkið allan sólarhringinn. „Það er orðið áliðið, herra," rumdi i Jamy, sem reyndi að stæla hina grófu rödd Jarðarbersins. „Klukkuna vantar nákvæmlega fimmtán mínútur í ellefu," svaraði gest- urinn þurri cg rólegri röddu. Þetta var lítill, borginmannlegur náungi í frakka með mörgum herða- slám; en hann var í svörtum hnébuxum og spennuskóm, sem höfðu verið í tízííu fyrir fjölda ára. Þctta er gamaldags og slóttugur karl, hugsaði Jamy um leið og hann mætti hinu kænlega augnaráði gestsins bak við litlu gullspangargleraugun. Gesturinn, sem hafði bundið grátt hár sitt aftur í stífa hnakkafléttu, stakk peningi í hendi Jamys, þegar böðullinn opnaði rimlahurðina fyrir honum. „Afsakið að ég spyr, herra," sagði Jamy, „en er nokkuð nýtt?“ „Ekkert, því miður. Aðeins orðrómur!" Þegar rimlahurðin lokaðist stóð hr. Crockit kyrr augnablik, meðan hann virti fyrir sér húsið hinum megin við götuna. Nú var myrkur. En 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.