Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 7

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 7
nálgast landamæri Kansas, ganga þjónar milli vagnanna og biðja farþegana að gjöra svo vel að slökkva í sígarettunum, sem þeir kunna að vera að reykja. Fyrir stríð voru bílar bannað- ir í Granada og á Bahama-eyj- um, og enn þann dag í dag er fjöldi þeirra mjög takmarkaður . með lögum. í Granada er -lög- reglunni auk þess heimilt að mæla síddina á stuttbuxum kvenna, til þess að ganga úr skugga um, að buxurnar séu ekki ólöglega og syndsamlega stuttar! Hver vildi ekki vera í lögreglunni þar ? Annars er það upp og ofan, hve hátíðlega heimskuleg lög eru tekin. Oft eru þau dauður bókstafur, þótt þau séu ennþá 1 — Sinn er siður í landi hverju — 1 Granada mega yfirvöldin mæla stuttbuxur stúlknanna Íiljið þér gera svo vel að gefa mér eldspýtu, senor?“ spurði lög- regluþjónnimi kurteis- lega norskan ferðalang í Lima. „Vissulega J “ N orð- maðurinn stakk hendinni í'vas- ann, dró upp eldspýtnastokk og rétti hann fram. „Þakka yður fyrir,“ sagði lög- regluþjónninn, „en þetta eru út- lendar eldspýtur. Viljið þér nú vera svo vænn að koma með mér á lögreglustöðina?“ Hvernig átti Norðmaðurinn að vita, að það varðaði við lög •að eiga útlendar eldspýtur í Peru! Ferðamenn erlendis vara sig kannski ekki nægilega vel á því, að „sinn er siður í landi hverju“. Stundum kemur þetta þeim í Þær gefa undir fotinn með því að blása á eldspýtu slæman bobba. Til dæmis kom- ust yfirvöldin í Tokyo fyrir skemmstu að þeirri niðurstöðu, að bridge væri fjárhættuspil. Afleiðing: Það varðar nú við lög að spila bridge þar í borgó Á svipaðan hátt hefur spænska lögreglan gefið út ströng (og heimskuleg) fyrir- mæli um baðfatnað. Þar er á- kveðin síddin á sundbolum kvenna og iagt við því blátt bann, að konur gangi í tvískipt- um sundbolum. Þetta bitnar að sjálfsögðu einkum á Spánverjum. Þó hefur fleiri en einn útlendingur brennt sig á þessari íhaldssömu og forneskjulegu reglugerð. En útlendingurinn á víðar víti að varast en hjá Franco. Engl- endingur, sem ferðaðist til Búlgaríu fyrir stríð, fór á dans- leik í smábæ einum og dansaði tvisvar í röð við sömu stúlkuna. Þegar hann ætlaði að fara að bjóða henni upp í þriðja skipti, korn búlgarskur kunningi hans á h'arða hlaupum. „Gerirðu þér ljóst,“ sagði hann og var, mikið riiðri fyrir, „að þú ert þegar búinn að dansa tvisvar við stúlkuna?“ „Hún er einstaklega lagleg. Ég ætla að bjóða henni upp enn.“ „Svo já. Veistu þá, að þú ert þegar búinn að koma henni í -vanda og að ef þú dansaðir við hana í þriðja skiptið, samsvar- aði það bónorði?“ Hrifning Englendingsins breyttist í skelfingu og hann forðaðist stúlkuna eins og heit- an eldinn það sem eftir var nætur. I Þýzkalandi kváðu stúlkurn- ar sumstaðar gefa karlmönnum undir fótinn með því að biðja þá um eld og blása að því loknu á eldspýtuna. Það þýðir: Mér líst vel á þig og þú mátt gjarnan kyssa mig! Sumstaðar í Kansas í Banda- ríkjunum varðar það við lög að reykja sígarettur utan dyra, þó að menn megi reykja pípu eða vindla. Þegar járnbrautarlest lögbókunum. Iðulega hafa þau cinhverntíma gert sitt gagn; tímarnir og mennirnir hafa ein- faldlega breytst og nú cru þau úrelt. Það er ólöglegt að reka geitur um Parísargotur — já, það cru til lög um það cnn þann dag í Sumstaðar geta blómvendir samasem samsvarað bónorði dag! Reiðhjól eru bönnuð í f jallahéruðum Andorra. Lög um þetta voru sett þegar reiðhjól höfðu heldur lélegar bremsur, með þeim árangri, að margir létu lífið, þegar þeir hentust bremsulausir fram af björgum. Nú eru bremsurnar í góðu lagi, en enginn hefur sinnt því að breyta lögunum. Sovétstjórnin bannaði dans á veitingahúsum upp úr 1930, en bannið var afnumið 1936. Á Gullströndinni getur maður unn- ið til hýðingar fyrir að tala illa um tengdamóður sína. I Tyrklandi úir og grúir af furðulegum lögum. Þegar Tyrk- land varð lýðveldi, var gamla tyrkneska stafrófið bannað og Framliáld á bls. 15. * I sfuttu máli ÞEGAR nýgiftu, ungu hjónin komu upp í hótelherbergiS pitt, gáfu þau þjónustustúlk- nnni tíu krónur og sög'ðu: „Mikið þætti okkur vænt um, að þér segðuð engum að við værum ný- gift.“ Malla lofaði öllu fögru, þakkaði fyrir sig og gekk út í ganginn, þar sem hún mætti gamalli kjafta- skjóðu, sem spurði: „Eru þau kannski nýkomin í hjónabandið þessi í innsta herberginu?" Malla minntist loforðs síns og svaraði: ,,Nei, frú, þau eru bara góðir kunningjar." BOB HOPE (sjá bls. 9) segir frá kvikmyndamönnum, sem lögðu leið sína út í eyði- mörk Arizona, til þess að vinna þar að myndatöku. Á fyrsta degi kom Indíáni til leikstjórans og sagði: ,,Á morgun rigning!" Dag- inn eftir rigndi. Næsta dag kom Indíáninn á ný. ,,Á morgun sólskin," sagði hann og reyndist aftur sannspár. Leikstjóranum þótti þetta held- ur merkiiegt, og þar sem hann sá í hendi sér, að hann mundi geta sparað þúsundir dollara með þvi að vita alltaf fyrirfram, hvernig veðrið yrði til myndatöku, réði hann rauöskinnann samstundis til sín sem veðurspámann. Daginn eftir sást hann þó hvergi. I-Iinn kviðni leikstjóri fann hann loks eftir mikla leit. „Hvar hefurðu eiginlega haldið þig, maður? Og hvernig er veður- spáin fyrir morgundaginn ? “ öskr- aði hann. „Veit ekki,“ var svarið. „Htvarp bilað.“ >V ÞÁÐ var fyrsta boðið, sem unga húsmóðirin efndi til í nýju ' ibúðinni sinni, og hún hafði búið sig vandlega undir hinn mikla viðburð. Allt gekk líka eins og í sögu, þar til skömmu eftir að gengið var til borðs, þegar einn gestanna hvíslaði brosandi að henni: „Getur það verið, að mið- inn í baðherberginu hafi verið ætl- aður okkur?“ Andartak skildi hún ekki, hvað hann átti við, en svo stokkroðnaði hún, þegar hún mundi eftir mið- anum, sem hún hafði fest á eitt handklæðið og steingleymt að fjarlægja. Hann var ætlaður manninum hennar og var svohljóð- andi: ..Ef þú óhreinkar handklæð- in, veistu hvað þú færð!“ TVEIR kunningjar fóru á rjúpnaveiðar snemma morg- uns. Annar hafði meðferðis fullan hitabrúsa af kaffi, en hinn var að smásúpa á viskýflösku, sem hann geymdi í vasanum. Loks, eftir margra klukku- stunda göngu, sást ein rjúpa fram- undan. Kaffimaðurinn lyfti byssu sinni, miðaði og skaut. Rjúpan var hin sprækasta eftir sem áður. Kunningi hans lagði þá frá sér viskýflöskuna, miðaði byssu sinni og felldi fuglinn i einu skoti. „tleyrðu, þetta er nokkuð vel skotið á svona löngu færi,“ sagði kaffimaðurinn. „Nei, nei,“ hikstaði hinn. „Þegar maður rekst svona á rjúpuna í hópum, þá getur maður varla komist hjá því a-ð hitta eina.“ 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.