Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 10

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 10
RITSTJÓRI: ETilN PALMADÓTTIR Hausttízkan NÝLEGA byrjuðu stóru tízkuhúsin í London sýn- ingar á haustfötum. Enginn veit hve mikið af hinum nýju litum og línum þeirra á eft- ir að ná útbreiðslu og vinsæld- um, en líklegt er að eitthvað af þeim berist hingað fljótlega með öllum þeim tilbúna fatn- aði, sem streymir'inn í landið. Mest áberandi litirnir voru rafgult og bleikt. Rafgulflekk- óttar tweeddragtir, rafgulir satínkjólar, eyrnalokkar, arm- bönd og hálsfestar settu svip sinn á sýningarnar. En mestan fögnuð vakti þó nýr bleikur litur á hálfsíðum tjullkjól. ,,Hann var í sama lit og brjóst- sykurinn, sem börnin koma fyrst auga á,“ sagði einhver fréttaritarinn, sem sagt „æp- andi bleikur“. Dragtirnar voru svipaðar og í fyrra. Víðir jakkar niður á mjaðmir og þröng pils, eða stuttir aðskornir jakkar. En pilsin eru 2—3 sm. síðari. Hardy Ámies (sá sem saum- ar fötin á Elizabethu drottn- ingu) kvað upp þann úrskurð, að ensku haustfötin yrðu yfir- lettt ,,þægilegri“ en áður. Og til að leggja áherzlu á það, hefur hann á sumum fötum sín- um ermar, sem eru víðar að ofan og ganga hátt upp á öxl- ina, svo flík-in verður víðari og frjálslegri yfir brjóstin. Hann sýndi líka mikið úrval af skyrtublússum í skærum lit- um, sem notaðar voru með víðu tweeddragtunum, en fram- an á jakkaermunum hafði hann líningar í sama lit og blússurn- ar. Mattli sýndi skemmtilegar stólur, sem ekki geta runnið til oða dottið af manni, því þær e "u bundnar með stórum slauf- ura um upphandlegginn. Tohn Cavanagh sýndi mikið af jökkum, víðum í bakið, sem enduðu í bogdreginni línu rétt neðan við mittið. Bros og göngulag FEGURÐARDROTTNINGA TVTIKIÐ hefur verið rætt um fegurðardrottningar að undanförnu og ekki ætla ég að bæta neinu við um það efni, af þeirri einföldu ástæðu að cg var ein af. hinum mörgu gcstum (og þar af leiðandi dóraari) í Tivoli, sem aldrei sá neina af fegurðardrottningar- efnunum. Aftur á móti hitti ég nokkra stóra menn, sem höfðu séð þær eða a. m. k. ofan á koll- ana á þeim og kváðu þetta allra laglegustu stúlkur. Þegar ég kom heim, fór ég aS blaða í ensku blaði og rakst þá á grein um fegurðarsamkeppni, eftir Jeanne Heal, sem kemur oft fram í brezka sjónvarpinu. Hún hafði sýnilega verið heppnari en ég, þó mér sé ekki kunnugt um það hvort hún kom tveimur tímum áður en oýningin átti að hefjast eða hvort fyrirkomulagið var betra á fegurð- arsamkeppninni, sem hún fór á. En þar sem ég held að enginn hafi gam- an af því, þó ég lýsi fallega köfl- ótta tweeedjakkanum, sem maður- inn fyrir framan mig var í, þá verð ég að fá að láni hjá henni skoðan- ir hennar og lýsingu á fegurðarsýn- ingunni. Hún segir: Um daginn fór ég á fegurðarsam- keppni og þar varð mér það betur ljóst en nokkru sinni áður, hve miklu máli djarfleg framkoma og reisn í fasi skiptir fyrir þær stúlkur, sem vilja sýnast fallégar. Eg sat við endann á löngum palli, sem stúlkurnar komu gangandi eft- ir. Þar heilsuðu þær áhorfendum og sneru svo við. Þetta var vissulega hörð raun fyrir þær, ekki sizt þar sem samkeppnin fór fram undir ber- um himni, þær voru í síðum og víð- um kjólum og það var svolítil gola. En samt var undir eins hægt að sjá, að sumar stúlkurnar gátu aldrei komið til greina sem sigurvegarar, þó þær væru bæði laglegar og vel vaxnar, því þær vöktu enga hrifn- ingu og drógu ekki að sér athygli neins. Göngulagið var Ijótt, þær höfðu sýnilega ekki æft sig í að heilsa áhorfendum og laglegu and- litin voru alveg sviplaus. Níu af þrjátíu stúlkum komu til úrslita. Þegar þær gengu fram aft- ur og við höfðum betri tima til að skoða þær lið fyrir lið, þá komumst við að raun um að þetta voru alls ekki fullkomnustu stúlkurnar, sem við höfðum séð. En þær brostu, framkoma þeirra dró að sér athygli áhorfenda en ekki fallegu kjólarnir þeirra, þær höfðu sýnilega ákveðið það fyrii’fram hvernig þær ætluðu að heilsa og að lokum litu þær djarflega framan í dómarana, svo að þeir sáu að þær höfðu „eitthvað við sig“. Eg er yfirleitt mótfallin fegurð- arsamkeppnum. Stundum verður lag- leg stúlka, sem vinnur i slíkri sam- keppni óþolandi montin og tilgerðar- leg og það eyðileggur hana. En ef slíkar keppnir geta kennt okkur að brosið og göngulagið skiptir meira máli fyrir útlitið en meðfædd feg- urð, þá geta þær orðið til góðs. Þetta sagði Jeanne Heal. Og vonandi verður pallurinn í Tivoli lengri og hærri á næstu fegurðarsamkeppni og stúlk- urnar látnar koma oftar fram, svo ég geti komizt að raun um hvort ég er henni sammála. Á myndinni eru nokkrir snotrir telpukjólar. LENGST TIL VINSTRI: Blússa með flibbakraga úr flúneli. Á átta ára gamla telpu þarf 65 sm. af 140 sm. breiðu efni í hana. Pilsið er úr skozku ullarefni, fellt og fest á breiðan streng, serm smekknum er hneppt undir. 1 pilsið þarf 1,65 m. af 140 sm. breiðu efni, en 35 sm. í viðbót, ef smekkurinn er hafður með. KJÓLLINN i MIÐIÐ er úr þunnu köflóttu ullarefni. Pilsið er ská- sniðið í fjórum stykkjum. Á því eru tveir vasar. Blússan er líka skásniðin, nema miðstykkið að framan. Á átta ára gamla telpu. þarf 3, 75 m. af 90 sm. breiðu eða 2,50 af 140 sm. breiðu efni. Kragi og uppslög eru úr hvítu piqué (60 sm. af 90 sm. breiðu efni). LENGST TIL HÆGRI er röndóttur léreftskjóll. Blússan er lang- röndótt og rykkt undir þverröndótt berustykki og snúra lögð með saumum. Pilsið er líka rykkt undir langröndótt mjaðmastykki, en með þeim saum er líka lögð snúra. Á átta ára telpu þarf 2,70 m. af 90 sm. breiðu efni og 2,40 m. af snúru. Kragi og uppslög úr hvítu piqué (30 sm. af 90 sm. breiðu efni). Snyrtilegar augnabrúnir EF augabrúnirnar eru svo gisnar að þær sjást varla, þá verður andlitið sviplaust. Ef hárin vaxa mjög dreift, J)á verður andjitið ósnyrtilegt og stundum verður svip- urinn frekjulegur. Af þessum ástæðum skulið þið gæta þess að hafa augabrúnirnar vel snyrtar og báðar eins, segir Max Factor. Á flestum konum liggur efri rönd augnabrúnanna samsíða efri beinboganum í augnatóftunum og þannig eiga þær líka að vera. Til að snyrta slíkar augabrúnir þarf að- eins að kippa burtu nokkrum auka- hárum. En það er þó nokkuð algengt að hreinsa þurfi burtu hár, sem vaxa dreifð niður að augnalokinu. þó efri lína augabrúnanna sé eins og hún á að vera. Auk þess sem augabrúnirnar verða snyrtilegri, þegar kippt er burtu aukahárunum milli augabrúnanna og augnalokanna, þá stuðlar það líka að því að augun sýnist stærri. Séu augabrúnirnar varla sjáan- legar, þá á að miða við efri boga augnatóftanna, þegar þær eru mál- aðar. En þó augabrúnirnar séu þykkar og óviðráðanlegar, þannig að þær standa í allar áttir, þá er ekki þar með sagt, að það þurfi að kippa burtu hárunum. Þá er gott að venja sig á að bursta þær í þá átt, sem þær eiga að venj- ast. Ef það dugar ekki, þá gétur verið gott að bera á þær krem eða olíu og bursta þær svo. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.