Vikan


Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 4

Vikan - 02.09.1954, Blaðsíða 4
iitnum megin fjibíunnut' EGAR málarinn fyrst kom auga á litla drenginn, varð hann mjög undrandi. Hann hafði oft horft á kvistglugg- ana þrjá hinum megin við götuna, og hann hélt að hann vissi, hverjir byggju bak við þá alla. Til dæmis bjó gömul kona við gluggann með strigagluggatjöld- unum lengst til vinstri. Og í glugg- anum hægra megin bjó nemandi, sem sat öllum stundum yfir bók- unum sínum. Hann leit aldrei upp. Brúnt hárið hékk fram fyrir aug- un á honum og kom sýnilega í veg fyrir, að hann sæi neitt af því, sem gerðist í kringum hann. En það var í miðglugganum, sem málar- inn sá barnið. Hann hafði haldið, að í miðherberg- inu byggi einmana og þunglynd kona. En dag nokkurn, þegar löngum vetri var að ljúka og fyrstu geislar vorsólarinnar skinu á kvistgluggana hinum megin við götuna, var barnið komið þarna fyrir innan gluggann, eins og blóm, sem skyndi- lega springur út. Málarinn gat ekki unnið á morgnana, þegar sólskin var, því úr norðri barst engin birta inn til hans. Vinnustofan hans var í austurhluta borgarinnar og fyr- ir ofan húsaþökin, við hliðina á kvistun- um hinum megin við götuna, sá hann Notre Dame kirkjuna. Vinnustofan var ekki fullkomin, en hún var það skársta, sem hann hafði getað fundið í hinni allt of þéttbýlu Parísarborg, og hann hafði verið harðánægður með að setjast þar að haustið áður. Þennan fyrsta vordag stóð hann nokkra stund fyrir framan málaragrindina sína og nagaði pensilinn. Um þessar mundir hafði hann einmitt verið haldinn óþreyju- fullri sköpunarþrá, en veðurbreytingin hafði slæm áhrif á hann. Birtan í her- berginu hafði breyzt. Það var einhver suða í eyrunum á honum. Kannski var blóðið í honum orðið þykkt eftir vetur- inn og árstíðaskiptin settu það nú á hreyf- ingu. Hann gekk út að glugganum, opnaði hann og: hallaði sér út. I sama mund skein sólin á þakið á móti og hann kom auga á litla drenginn, sem lék sér í hlýjum geislum hennar. Barnið var sennilega f jögurra ára gam- alt og var með svuntu. Eyrun stóðu út í loftið, út úr kringluleitu andlitinu, eins og á litlum hundi. Það voru regluleg drengjaeyru. Það voru rauðir dílar í kinn- unum á honum, eins og oft koma á við- kvæma húð ljóshærðra barna, sem jafn- vel veikustu sólargeislar lita. Augun voru blá. Málarinn var ekkert sérlega hrifinn af börnum, og þó hann væri giftur, var hann næstum ánægður með að eiga engin. En það var eitthvað við þennan litla dreng, sem olli honum heilabrotum. Ef til vill sá Eftir THEODORU KEOGH hann í þessum bláu augum minningar frá sinni eigin æsku. — Ég ætti að ná einmitt þessum lit- brigðum, sagði hann við sjálfan sig. Og allt í einu fannst honum, að svona ljós- hærð börn ein gætu skynjað, eins og hann hafði áður skynjað, hið sanna upphaf sköpunarinnar. Hann sá heiminn í gegn- um efni, sem var ennþá tærara en loftið, hinn fljótandi bláma augnaráðs þeirra. Án þess að hika lengur, setti málarinn léreft á málaragrindina sína og byrjaði að mála miðgluggann, þar sem litli dreng- urinn lék sér í sólinni. Lengra inni í herberginu, í skugganum, sá hann. daufa mynd af móðurinni, þar sem hún beygði sig yfir einhverja vinnu. Andlitið eitt var ekki í skugga. Og nú skildi hann, að það, sem hann hafði álit- ið þunglyndissvip, var í raun og veru viðkvæmnislegur blíðusvipur. — Hún hefur auðvitað misst manninn sinn, hugsaði hann — og nú á hún ekk- ert annað eftir en litla drenginn. Þau voru sannarlega bæði fallegar fyr- irmyndir. Sólargeislarnir léku í hári barns- ins og unga konan stanzaði hvað eftir annað við vinnu sína, til að horfa á það ástúðlejgum móðuraugum. Þau hlutu að vera fátæk, því annars hefðu þau ekki þurft að búa í þessu litla herbergi uppi undir þaki. Það hafði vafalaust verið kalt þar í vetur. En nú var vorið komið og nú stóð allt til bóta. Málarinn vann af kappi og hafði gam- an af því, sem hann var að gera. Þegar fyrirmynd hans hljóp skellihlægjandi frá, þá brosti hann. Móðirin leit líka til hans gegnum opinn gluggann. Hún virtist loks- ^iheodora Keogh, barna- barn Roosevelts forseta, hefur skrifað nokkrar vin- sælar skáldsögur. Hug- myndina að þessari dular- fullu sögu fékk hún af mál- verki, sem maðurinn henn- ar, Tom Keogh, málaði. Og það er einmitt mynd af því, sem við birtum hér á síð- unni. ins vera farin að venjast honum. Málverk- inu hafði líka verið komið þannig fyrir, að hún gat ekki séð það. Eftir svolitla stund kallaði málarinn á konu sína, sem var inni í hinu herberginu. — Komdu og sjáðu, sagði hann, þegar hún opnaði hurð- ina. — Það er drengur þarna hinum meg- in við götuna og ég er að mála hann. Kona málarans gekk nær, en um leið fór drengurinn inn í herbergið og hvarf í skuggann. Móðir hans var ein eftir og beygði sig yfir vinnu sína. — En sú óheppni! hrópaði málarinn. Hann hefur séð þig og orðið feiminn. Ég vona að hann komi aftur, svo ég geti hald- ið áfram að vinna. En barnið kom ekki aftur þennan dag- inn. Enda hvarf sólin brátt á bak við þak- skeggið og málarinn sá ekki annað á kvistinum á móti en stórt svart gap. Þá kom konan til að loka glugganum. Aftur virtist svipur hennar vera þunglyndisleg- ur. En það var kannski bara vegna rökk- ursins, sem lagðist svo snemma yfir þessa mjóu götu. Daginn eftir var enn gott veður. Þeg- ar sólin fór að skína á húsið hinum megin götunnar, hlaut málarinn sín laun fyrir biðina, því þá sá hann að litli drengur- inn var aftur kominn í gluggann, önnum kafinn við að leika sér. Það hlaut að vera kassi eða hilla undir glugganum, því hendur hans, sem alltaf voru á hreyfingu, sáust ekki. Málarinn ímyndaði sér, að barnið væri með kubba, sem það byggi úr alls konar hluti og hefði fyrir hitt og þetta, og það skapaði sér þannig alltaf ný viðfangsefni. Stundum leit drengur- inn við og horfði á móður sína. Þá hló hann svo hátt, að málarinn heyrði það. Það komu hrukkur við litla nefið, sem leit út eins og hnappur, og þegar hann sneri í hann vanganum, vottaði fyrir svolítilli undirhöku. Og enn einu sinni breyttist Framhald á bls. nh 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.