Vikan


Vikan - 17.05.1956, Side 3

Vikan - 17.05.1956, Side 3
ALDREI HEFUR LÖGREGLU- >» • • MAÐUR LENT I OÐRU EINS! ÞAÐ ER EKKERT SPAUG AÐ GANGA I SVEFNI - Eftir JOHM ST. CLARE ROBERT LEDRU, einn af kunnustu starfsmönnum frönsku leynilögregl- unnar, var í fríi í Le Havre. Hann hafði verið veikur upp á síðkast- ið. Hann hafði lagt of hart að sér við vinnuna og fengið taugaáfall. Læknir hans hafði ráðlagt honum að taka sér að minnsta kosti mánaðar frí frá störfum. Einn morguninn, þegar Ledru vaknaði af tólf tíma svefni, uppgötvaði hann, þeg- ar hann byrjaði að klæða sig, að sokk- arnir hans voru rakir. Honum fannst það skrítið, en hugsaði ekki meira um það í það skiptið. Nokkru eftir hádegisverð fékk hann skeyti frá yfirmanni sínum í París. I skeytinu var honum tjáð, að maður hefði verið skotinn til bana á ströndinni við Saint Addresse. Hinn myrti hafði sýnilega ætlað að fá sér sjóbað um miðnætti. Leynilögreglan spurði, hvort Ledru vildi taka að sér að aðstoða lögregluna á staðn- nm, við lausn málsins. Ledru komst að því, að hinn myrti hafði ekki verið ríkur og að hann hafði átt marga vini en enga hatursmenn. Fötin hans lágu þar sem hann hafði skilið við þau á baðströndinni; það voru peningar í vasa hans og gullúr, en hvorugt hafði verið snert. Morðið virtist framið gjör- samlega að tilefnislausu. Það eina, sem lögreglan hafði við að styðjast, voru fótaför, sem augljóst var að voru eftir morðingjann. Förin voru mjög skír 1 sandinum, og svo var að sjá sem maðurinn, sem þau tilheyrðu, hefði verið á sokkaleistunum. Skotvopnasérfræðingar upplýstu, að morðkúlunni hefði verið skotið úr Luger skammbyssu, algengri byssutegund, sem lögreglan meðal annars notaði. Ledru athugaði förin — og svo greip hann ægilegur uggur. Á annað fótafarið vantaði tá — tá á hægri fæti. Nú skildi hann hversvegna sokkamir hans höfðu verið rakir. Hann smeygði H ALLÍ )! Það hefst ný framhaidssaga í dag á bls. 16. Fylgist með heniii frá byrjun; hún er vel þess virði. Ilún heitir: í skugga gál gans sér tafarlaust úr skónum og steig öðr- um fæti niður við hlið fótafars morð- ingjans. Förin voru nákvæmlega eins! Ledru lét sækja kúluna, sem fundist hafði í líkinu, tók skammbyssu sína, skaut úr henni í poka, sem fylltur hafði verið með fiðri, og bar síðan þær kúlur saman við morðkúluna. Það var ekki um að vill- ast: öllum hafði verið skotið úr sömu byss- unni. Hann flýtti sér til Parísar og gekk taf- arlaust á fimd yfirmanns síns. ,,Ég veit hver myrti Andre Monet,“ tjáði hann honum, ,,og ég hef nægar sann- anir fyrir sekt hans, en ég hef ekki hug- mynd um, hversvegna morðið var framið.“ Ledru lagði síðan fram sönnunargögn sín og yfirmaður hans neyddist að lok- um til að trúa honum. Við framhaldsrann- sókn kom í ljós, að Ledru hafði farið sof- andi út úr hóteli sínu, gengið sofandi niður á ströndina, skotið Monet sofandi, snúið aftur heim til hótelsins, farið úr hinum blautu sokkum og lagst fyrir — án þess að hafa hugmynd um, hvað hann var búinn að gera. Ledru var ekki ákærður fyrir morð. Þess í stað var hann sendur til dvalar uppi í sveit, þar sem vörður var hafður yfir honum, því að hann var hættulegur almenningi — en aðeins þegar hann svaf. Hann andaðist fyrir skemmstu 85 ára gamall, eftir nærri 50 ára dvöl á sveita- bæ, þar sem gát var aðeins höfð á hon- um, þegar hann var steinsofandi! Fyrir nokkrum mánuðum gerðist það í Kentucky, að 16 ára gamla stúlku að nafni Jo Ann Kiger dreymdi, að innbrots- þjófar höfðu brotist inn í hús hennar og voru að myrða foreldra hennar og syst- kini. Hún fór fram úr rúminu, greip tvær skammbyssur og byrjaði að skjóta. Hún skaut als tíu skotum í þessu „drauma- stríði“, drap föður sinn og sex ára gaml- an bróður og særði móður sína hættulega. Stúlkan var handtekin og sökuð um morð, en verjandi hennar sannaði óhrekj- anlega, að hún hefði oft fengið martröð áður og hvað eftir annað gengið í svefni. Þessi framburður, og auk þess sú stað- reynd, að ákærandinn gat ekki bent á neina ástæðu fyrir ,,morðunum“, hafði það í för með sér, að hin ógæfusama stúlka var sýknuð. Jafnfurðulegt var mál Johns nokkurs Cooke í Colorado í Bandaríkjunum, en hann særði sjálfan sig fjórum djúpum hnífstungum í svefni. Nokkrum mínút- um áður en hann gaf upp öndina, vaknaði liann og tjáði lækninum og hjúkrunarkon- unni, sem yfir honum stóðu, að hann hefði dreymt, að hann var umkringdur óvinum, sem hugðust pynda hann. Hann hafði veitt sjálfum sér áverkana til þess að kom- ast hjá pyndingmn! Hún greip tvær skamm- byssur og byrjaði að skjóta . . . Henry Chancey, 33 ára gamall skrif- stofumaður í Boston, Bandaríkjunum, var yfirheyrður í svefni, til'þess að leysa dularfullt þjófnaðarmál, sem hann vissi ekkert um ósofandi. Chancey tilkynnti, að 30,000 dollurum hefði verið stolið frá fyrirtæki hans, og leynilögreglan var sannfærð um, að hann væri þjófurinn. Sönnunargögn voru þó engin fyrir hendi, og Chancey, sem hafði orð á sér fyrir heiðarleika og trúmennsku, var fús til að hjálpa lögreglunni eftir beztu getu. Það var af hreinni hendingu sem leyni- lögreglan komst á sporið. Einn af mönn- um hennar heyrði kunningja Chanceys spyrja: „En ertu viss um, að þú hafir ekki tekið peningana á einni af þessum svefnferðum þínum?“ Lögreglan fékk það staðfest, að Chancey hafði árum saman gengið í svefni, og að hann lenti oft í hinum furðulegustu ævintýrum á þeim ferðalögum. Hann gaf lögreglunni fúslega leyfi til að senda menn heim til hans, sem vöktu yfir honum þar til hann sofnaði og byrj- uðu þá að yfirheyra hann vegna peninga- hvarfsins. Chancey var greinilega steinsofandi, en lögreglumönnunum til mikillar furðu, svar- aði hann öllum spurningum þeirra greið- lega, og þegar þeir nokkru seinna sögðu: „Sýndu okkur hvar þú faldir peningana," steig hann tafarlaust fram úr rúmi sínu og gekk út úr húsinu. Lögreglumennirnir eltu hann átta mílna leið, uns hann stoppaði, beygði sig og byrj- aði að róta í mjúkri moldinni. I ljós komu peningapokamir! Svo rétti hann úr sér og lagði af stað hcimleiðis, en cinn lögreglumannanna sló hann með flötum lófanum í bakið, til þess að vckja hann. Eftir nokkrar tilraunir, vaknaði Chan- cey af hinum djúpa svefni. Hann hafði hvorln hugmynd um, hversvegna hann var staddur þarna né hvemig á peningunuzr. otóð. O O

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.