Vikan


Vikan - 17.05.1956, Page 7

Vikan - 17.05.1956, Page 7
Bithöfuiidur ræðir tiin þá lífseigu kenmingu, að konur séu ósjálfbjarga vesalingar, og segir: ÞÆR ERU SKO HREINT EKKERT BANGNAR! HVER SKYLDI annars hafa fundið upp á því að kalla kvenfólkið „veikara kynið“ ? Þetta er komið inn í f jölda tungu- mála og er kvenfólkinu vissulega fjötur um fót. Fáeinar þjóðir eru raunar að byrja að átta sig á því, að nafnbótin er síður en svo sannleikanum samkvæm. Og greindir og heiðarlegir menn játa, að hún sé hreinn óhróður. Þúsundir kvenna sönnuðu það í síðasta stríði, að þær voru hreint ekkert ,,veikari“ en karlmennirnir. Hundruð þúsunda gegndu herþjónustu í Bretlandi, Banda- ríkjunum og Þýzkalandi. Bresku konurnar stóðu við loftvarna- byssurnar. Þær tóku þátt í innrásinni miklu á meginlandið. Þær voru oft í fremstu víglínu. Unnustimni minni — konunni minni núverandi — kynntist ég í Hollandi. Hún var send þangað með kvennasveit úr hemum. Það var vetur, en stúlkurnar bjuggu í tjöldum. Þær mönnuðu loftvarnabyssur. Þær báru samskonar einkennisbúning og karlmenriirnir, þoldu sömu hætturnar, bjuggu við sömu vosbúðina og kuldann. Stúlkan, sem ég átti eftir að kvænast, var á vakt, þegar ég sá hana fyrst. Það var á flóðasvæðinu, þar sem sjórinn flæddi inn yfir landið, þegar þýzku her- imir sprengdu skörðin í hollensku flóð- garðana. Þetta var tveimur stundum eft- ir miðnætti, og fundum okkar Pamelu bar saman í opnu sandpokabyrgi við brú, sem var mjög mikilvæg frá hernaðarlegu sjón- armiði. Átta loftvarnabyssur gættu brúar- innar. Loftvarnabyssurnar voru hafðar þarna í þrjá mánuði og Pamela og hinar stúlk- urnar fóru ekki úr klæðum allan þann tíma. Þær voru 24 og höfðu þrjú tjöld til um- ráða. Þær sváfu í svefnpokum á kassa- f jölum, sem þær höfðu einhverstaðar fund- ið. Sú elsta var 31 árs, sú yngsta 19 ára. Það vom tvíburasystur í hópnum, og þær voru svo líkar, að það var nálega ógerningur að þekkja þær sundur. Liðsfor- inginn, sem stjórnaði loftvarnadeildinni, kallaði þær A og B og hafði látið þær mála „stafinn sinn“ á hjálmana sína. Ég sá stúlkumar standa við loftvarna- byssurnar í tólf stimdir samfleytt í veðri, sem jafnvel „sterkara kynið“ hefði ekki farið út í ótilneytt. Pamela trúði mér fyrir því seinna, að á þessum þremur mánuðum hefði henni „alltaf verið kallt — hverja einustu mínútu.“ Það leið varla sú nótt, að þýzkar flug- vélar reyndu ekki að granda brúnni. Þeg- ar rigndi eða snjóaði — og það var oft — óðu herstúlkurnar leðjuna upp að hnjám. Þó heyrðist engin þeirra kvarta og — sem var kannski furðulegra — engin þeirra veiktist alvarlega. Svona reyndist það sumsé „veikara kyn- ið“ í stríðinu. Og það hefur verið að sanna það ætíð síðan, að það er hvorki ,,veikara,“ huglausara né óröskara en hinir almátt- ugu karlmenn. Og stúlkurnar eru gæddar ríkri ævintýraþrá. Hvað finnst mönnum til dæmis um belg- isku stúlkuna Lilian Saudamont? Hana hafði alltaf langað að komast á sjóinn, verða ósvikinn sjómaður. Loks tók hún það til bragðs, að klippa af sér lokkana, dulbúa sig sem karlmann og ráða sig á norskt flutningaskip. Hún var komin til Kanada, þegar þetta komst upp. Hún var send heim. En Lilian reyndi aftur fyrir skemmstu. Hún tók að láni nafn bróður síns og réði sig sem annan stýrimann á togara, sem var að fara á Islandsmið! Það er ekki beinlínis kvenmannsvinna að vera á togara. Það var kannski heppni fyrir Lilian, að svikin komust upp og hún var sett á land. En hvað um það: „Ég reyni aftur!“ segir hún ákveðin. Carol Johns heitir önnur stúlka, sem vildi ólm verða sjómaður. Hún var fædd í Bandaríkjunum og átti ríka foreldra. Þau vildu setja hana til mennta, en hún kvaðst staðráðin í að komast á sjóinn, hvað sem það kostaði. Hún strauk úr menntaskólanum og komst til Kaliforníu og fékk vinnu sem skipsþerna. En hún var ekki myndug og faðir hennar lét senda hana heim. Eftir það lauk hún menntaskólahámi, beið þar til hún var orðin 21 árs og fékk þá skipsþernustöðu á flutningaskipi, sem sigldi til Alaska. Eftir nokkrar ferðir, fór hún af skipinu í Alaska og gerðist kokkur á 60 tonna fiskibát. Sama haust andaðist faðir hennar og arfleiddi hana að nærri hálfri milljón dollara — átta milljónum króna. Eftir FRANKLIN EMERSON En Carol hélt áfram að vinna eins og ekkert hefði ískorist. Um veturinn fékk hún skipstjóra til að reyna hana sem háseta. Henni leiddust kokksstörfin. Að reynslutímanum loknum réði skipstjórinn hana með glöðu geði upp á fullan hlut. Þessi unga, ríka stúlka var ekkert sér- lega kraftaleg. Hún var í meðallagi há, grönn og ljóshærð og andlitið í senn glað- legt og einarðlegt. Nú segir hún: „Ég kærði mig ekki um að lifa á aurunum hans pabba. Ég vildi vinna fyrir mér. Og ein- hverra hluta vegna heillaði sjórinn mig. Hvað er það þá annað en íhaldssemi, þeg- ar fólk er að reka upp stór augu, þegar þa.ð fréttir, að stúlka hafi gerst sjómað- ur? Að vísu geta ekki allar stúlkur orðið Hún fór fyrst niður í námuna á afmælisdaginn sinn . . . sjómenn. En það geta ekki heldur allir karlmenn stundað sjómennsku.“ Carol er nú 25 ára gömul, og í vetur trúlofaðist hún ungum, myndarlegum fiskimanni. Þau ætla að gifta sig í sumar og kaupa sér bát. Já, Carol segist ætla að halda áfram á sjónum til þrítugs. „Þá,“ segir hún, „fer ég í land og byrja vona ég að eignast börn. Ég ætla að eiga ein átta — heila skipshöfn.“ „Veikara kynið“ skortir sannarlega ekki hugrekki. Tökum sem dæmi þýzku húsmóðurina Ruth Maning. Hún var þriggja bama móð- ir, þegar maðurinn hennar slasaðist í námuslysi og varð máttlaus fyrir neðan mitti. Við þeim blasti hin ömurlegasta fátækt. Þau mundu verða að lifa á örorku- styrk frá ríkinu, voru dæmdi til ævilangr- ar fátæktar. Það er að segja, það var venjan, þeg- ar kvænta námumenn henti svona slys. En Ruth vildi ekki sætta sig við þetta. Hún fór í skrifstofu námufélagsins og bað um að fá vinnu mannsins síns. Hann gat kom- ist ferða sinna í hjólastól og taldi sig geta séð um heimilið. Fyrirtækið hafði aldrei ráðið konur til vinnu niðri í námum sínum. Þær konur, sem það hafði í þjónustu sinni, flokkuðu ltol við námuopin. Sú vinna var að vísu eins erfið og karlmannanna, en mun verr launuð. Það tók Ruth fjóra mánuði að sigrast á þrjósku yfirmanna fyrirtækisins. Loks komst hún á fund forstjórans og gerði honum tilboð: Ef hún reyndist lélegri verkamaður en karlmennirnir, mundi hún ekki telja það nema réttlátt, þótt henni yrði sagt upp. Hún fór í fysta skipti niður í námuna á afmælisdeginum sínum, þegar hún varð 26 ára. Núna, fjórum árum síðar, segir hún: , Ég fann það strax, að verkstjóra vinnuflokksins, sem ég hafnaði í, var illa við mig. Plann var einn af þessum mönn- um, sem álíía að konur séu þriðja flokks borgarar, réttindalausir þrælar, sem eigi Framhald á bls. 18. 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.