Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 9

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 9
fyrr en við gerðum ráð fyrir. Stormurinn er okkur í óhag og tveir flugeldar eru þegar búnir að missa marks. Meðan hann sagði þetta, kom allt í einu blossi og hvæs, um leið og annar flugeldur reið af. Reypishönkin skrölti í blikkkass- anum. Það varð dauðaþögn, en svo æptu mennirnir upp yfir sig af fögnuði. — Það hefur tekizt! hrópaði Edward Thomas. — Yfir kinn- unginn á henni! Nú þegar það versta var hjá liðið, byrjuðu sumar konurnar og drengirnir að tala saman. Brátt stríkkaði mjóa línan út að Nancy Jones, um leið og áhöfnin þarna úti í myrkrinu og storm- inum tók í hana. Síðan drógu sjómennirnir sterkara reypi út til sín og loks svera hampreypið, sem átti að bera mennina í land. Björgunarstóll var sendur varlega af stað frá klettinum, út yfir sjóinn, og það glan^aði öðru hverju á hann í október- tunglskininu, sem gægðist gegnum rifur á óveðursskýjunum. Fyrst var ungur, blautur og dauðuppgefinn piltur dreginn í land, tekinn í andliti af vosbúð. Hann fékk kaffi, var vafinn innan í teppi og leiddur niður að sjúkrabílnum, sem átti að flytja hann heim. Á eftir honum komu matsveinninn og hinir mennirnir hver af öðrum í land. Margiad taldi menina, þar sem hún vissi að Ifor, skipstjórinn, mundi yfirgefa skipið síðastur. Um leið og stýrimaðurinn steig upp úr björgunarstólnum, leit hann áhyggju- fullur á hana. — Kemur skipstjórinn næst? spurði hún áköf. — Nei, svaraði hann. — Skipstjórinn ætlar að vera kyrr. — Að vera kyrr ? Margiad gat ekki trúað sínum eigin eyrum. Stýrimaðurinn kinkaði kolli. — Hann vonast til að skipið fari á flot, þegar farið er að flæða svolítið meira. Segist ekki ætla að missa það með öllum aflanum. Við ætluðum að vera hjá honum, en hann skipaði okkur í land. Og þegar hann segist ætla að vera kyrr, þá verður hann kyrr. Þið vitið hvernig skip- stjórinn er, ef hann hefur tekið eitthvað í sig. Margiad vissi það full vel, og hún varð skelfingu lostin. Hún var sannfærð um að útlitið væri ískyggilegt, úr því Ifor hafði sent skipshöfnina í land. Og hún vissi að hann mundi vera í sínum þrjózkasta ham, og að hann mundi aldrei yfirgefa skipið. I örvæntingu sinni, datt henni nokkuð í hug: — Sendið mig út til hans. Ég skal tala við hann. —. Vitleysa! sagði Thomas. — Björgunarstóll er enginn stað- ur fyrir konur í vitlausu veðri. — Sendið mig þangað út, endurtók Margiad ákveðin. — Ég þarf að segja honum nokkuð, sem fær hann til að koma í land. — Jæja, sagði Thomas og gretti sig. — Ég skil þig ekki, en ef þú heldur að þú getir bjargað lífi hans, þá skaltu fara. Hann kom Margiad fyrir og skipaði mönnum sínum að senda hana af stað. Þeir voru alveg forviða, en hlýddu og létu hana síga ofur varlega, hátt yfir öldum hafsins, ofan að skipinu. Margiád fannst hún aldrei ætla að koma að skipinu. En loks eftir talsverða hrakninga og ágjöf, sá hún allt í einu þilfarið á Nacy Jones rétt fyrir neðan sig. Hún hallaði sér fram og lokaði augunum, af ótta við að verða flökurt. Svo gripu stórir, blautir armar hana, lyftu henni upp úr stólnum og hún heyrði rödd Ifors, sem sagði alveg forviða: — Margiad! Hvað í ósköpunum ert þú að gera hingað? Nancy Jones hjó stórar froðufellandi öldurnar, sem komu æðandi utan af hafi, og með sargandi hljóði nuddaðist hún á grynningunum. Margiad greip í ofboði í mann sinn. — Ifor, þú verður að koma í land. Ef þú verður hér kyrr, drukknarðu. Þú verður! Hann hélt henni svolítið frá sér og leit brosandi á hana, um leið og hann hristi höfuðið: — Ég er ekki búinn að missa hana enn. Bæði akkerin eru úti, og þegar hún losnar, get ég bjargað henni. Við verðum komin í höfn eftir klukkutíma. En þú verður að snúa við. Hún horfði fast á hann. — Ef þú kemur ekki, þá fer ég ekki fet . . . Svo sagði hún honum fréttimar, sem hún hafði ætlað að færa honum. Hann brosti. — Þá er ennþá meiri ástæða til þess að þú farir þangað, sem þér er hlýtt og þú ert örugg. Drengurinn verður kannski sjómaður. — Og kannski verður það föðurlaust barn, svaraði hún bitur. Hún losaði sig úr faðmi hans. — Þá væri betra að við drukknuð- um bæði. Ef þú verður hér kyrr, þá verð ég það líka. Hann þrábað hana, en hún var ákveðin. Að lokum leiddi hann hana niður í káetuna. Þar skildi hann hana eftir og sneri sér aftur að hinni einmanalegu baráttu sinni við storminn. Næsta klukkustund var hreinasta martröð fyrir Margiad. Skipið lyftist og hjó niðri, svo ekki leit út fyrir að það mundi hafa það af. Öðru hverju heyrði hún skröltið í akkerisvindunni. Loks hætti skröltið skyndilega. Nancy Jones lyftist og seig, en hún skall ekki lengur í klettunum, eins og botninn væri að mylj- ast í sundur. Hún var komin á flot. Svo heyrði Margiad aftur skellina og glamrið í akkerisfest- inni. Það virtist aldrei ætla að hætta. Að endingu þagnaði það, og hún heyrði að Ifor hljóp aftur eftir skininu vfir höfði hennar. Framhald d bls. 19. Húsmaeður: Sérfræðingar i kökugerð eru samdóma um það, að fyrsta skilyrði þess, að góður ár- angur geti orðið í kökugerð, sé að nota ætið viðurkennda tegund af lyftidufti. Munið að Royal lyftiduft er framleit úr hinum beztu efnum sem. áratuga reynsla og stöð- ugar efnafræðilegar rannsóknir hafa ráðlagt að nota. „R O Y A L“ tryggir öruggan bakstur BIFREIÐAVÖRUR BERU — Rafkerti með og án út- varpsþéttis, fyrir amerískar, ensk- ar og þýzkar bifreiðar. DODUCO — Platínur í flestar tegundir bíla. FER — Ljósaperur í flestar tegundir bíla. LIFE-TIME Rafkerti, Rafgeymar, Bronze- Filterar og Hjálparhemlar í flestar tegund- ir bíla. GUMOUT hið nýja efni til að hreinsa blönd- unga í bílum. Einnig DIESEL-GUMOUT til að hreinsa og bæta brennsluna í dieselvél- um og olíukynditækjum. PAL — Bílarafmagnsvörur. LOOK — Móðuklútar. SOLVOL AUTOSOL Chrome-hreinsari AUTOBRITE bílabón, inniheldur 4% Silicone. SINCLAIR — Smurningsolíur. SMYRILL SMUROLIU- OG BlLAHLUTAVERZLUN Húsi Sameinaða — Gegnt Hafnarhúsiwu. SIMI 6If39 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.