Vikan


Vikan - 17.05.1956, Qupperneq 17

Vikan - 17.05.1956, Qupperneq 17
ekkert gert fyrir Gwen Benson. Ég vissi, að ég ætti að reyna að hætta að hugsa um hana, að samtal mitt við Rustam mundi aðeins ýfa sárs- aukann í brjósti mér. En ég gat ekki að mér gert. „Hvernig er hún, Rustam?" „Jæja, ég læt það vera.“ „Er ekkert hægt að gera fyrir hana?“ „Ég veit ekki. Ég hef verið að spyrja hana, en hún svarar mér naumast. Æ, þetta er leitt.“ Raustam gamli fann til með henni, og það út af fyrir sig var óvenju- iegt. Hann var ótrúlega heimskur, og eins og stundum er um slíka menn, var hann nálega sálarlaus. Hann sat yfir dauðaföngunum eins og tryggur varðhundur. Hin ægilegu örlög þeirra vöktu enga meðaumkun í brjósti hans. Nú endurtók hann samt: „Þetta er leitt, Bill. Veiztu það, mér finnst þau óviðkunnanlegt að hengja konur!“ „Hve gömul er hún, Rustam?“ „Tuttugu og eins árs, er mér sagt.“ „Drottinn minn! Þetta er ómannúðlegt, hroðalegt!11 „Já.“Rustam kinkaði kolli. „Ég kann ekki við það.“ Ég svaf illa um nóttina. Ég gat ekki lokað augunum, án þess að sjá hana fyrir mér, þessa grönnu, dauðadæmdu stúlku. Ég fór á fætur klukkan fimm og hitaði mér kaffi. Ég tók mér vænt staup af viský með kaffinu. Mér hlýnaði við það, en mér varð ekki rórra. Þegar ég fór á vakt, tók ég langan krók á mig til þess að þurfa ekki að koma nærri dauðaklefanum. Ég reyndi eftir beztu getu að ein- beita huganum að einhverju öðru. Ég átti vörö í grótnáminu. Ég var uppstökkur og illur. Sálarástand mitt bitnaði á föngunum. Ég beitti kylfunni tvisvar um daginn og rak vægðarlaust á eftir þessum mann- görmum, sem muldu grjót uns svitinn bogaði af þeim. Þegar vaktinni lauk fékk ég mér annað staup af viský, fleygði mér upp i rúm og reyndi að lesa. En ég hafði ekki hugann við lesturinn. Butler vaktstjóri kom upp í herbergið mitt og bað mig að taka á móti nýjum fanga. Hann var að fara út, sagði hann, og mátti eiginlega ekki vera að því. Ég fór niður i anddyrið og kvittaði fyrir fangann. Lögreglumenirnir tóku af honum handjárnin og kvöddu. Þetta var 17 ára unglingur. Það stóð í skjölunum hans, að hann héti Robert Plower, væri munaðarleys- ingi, hefði strokið af tveimur uppeldisstofnunum, farið á flæking og framið fjölda innbrota. Þeir höfðu gengið rækilega frá honum, dæmt hann í 18 ára þrælkun. Þetta var þungur dómur yfir 17 ára unglingi. Og þó ekkert einsdæmi upp úr aldamótunum. Þeir tóku ekki á lögbrjótum með neinum silkihönskum í þá daga. Auk þess var augljóst, hvað á bak við lá. Pilturinn var munaðar- laus umrenningur og mundi sennilegast alltaf verða hálfgerður baggi á yfirvöldunum. Tvö uppeldishæli höfðu ekki haldið honum. Hann var bezt geymdur í tukthúsinu. Hann var dauðskelkaður. Andlit hans var náfölt af hræðslu og hann virtist eiga erfitt með að standa á fótunum. Ég hefði ekki sýnt honum neina linkind, en rauðbrúna hárið hans minnti mig á hár Gwen Benson, og ég lét hann njóta þess. „Ertu veikur?" ,,Já,“ hvíslaði hann. ,,Ég er svo undarlega máttlaus og svo sé ég allt í móðu.“ „Komdu garmurinn," sagði ég og tók í handlegginn á honum. Ég studdi hann niður i kjallara og inn í móttökuherbergið, og hann var ekki að gera sér upp, því að hann riðaði á fótunum. Ég lét hann hafa fataskipti og renndi klippunum yfir kollinn á honum, og þar með var ég búinn að ræna hann því eina, sem hann átti fallegt í veröldinni — rauða hárinu. Svo sagði ég honum að standa á fætur, og þá lyfti hann höndunum allt í einu upp að augunum og rak upp lágt vein og steyptist fram yfir sig. Hann var fallinn í öngvit. Ég skvetti vatni framan í hann og keyrði höfuðið niður á milli hnjána, og innan skamms byrjaði hann að ranka við sér. „Hvar er þér illt ? “ spurði ég. „Ég veit það ekki.“ Rödd hans var lág og vonleysisleg. „Mér er víst allsstaðar illt." Ég studdi hann á fættur og sagði: „Við skulum koma þér upp i klef- ann þinn; það getur beðið að ég myndi þig og skrásetji. Við sjáum hvort þér skánar ekki eithvað." Hann var mér ákaflega þakklátur. Ég bjó um hann á klefabríkinni og breiddi teppið yfir hann. Það var þegar ég var að læsa klefanum sem Nick Lepesky byrjaði að öskra. Þessi öskur gerðu okkur hrædda. Við vorum fegnir þegar við vorum búnir að koma Nick i járn og drösla honum inn í einn af refsiklefunum í kjallaranum. Við vissum að hin dýrslegu öskur hans túlkuðu í rauninni tilfinningar hinna fanganna. Við höfðum skynjað ólguna, sem koma Gwen Benson hafði komið af stað i sálum þeirra. Þeir gátu mætavel skilið það, að einn og einn karlmaður væri drepinn í nafni laganna. En að hengja kvenmann var allt annað mál. Það kom þeim í uppnám og vakti í senn hjá þeim ískalt hatur til mannanna, sem áttu að framkvæma verknaðinn, og brennandi löngun til að verða hinum varnarlausa fanga að liði. Við vissum, að nálega hver einasti þeirra hefði feginn fórnað lífi sínu fyrir dauðafangann. Og það bætti ekki úr skák, að það hafði fallið í hlut Gwen Benson að verða fyrsta konan, sem gisti hinn ömurlega dauðaklefa fangelsisins. Við spenntum járnin að höndum og fótum Nick Lepesky, dæstum og gengum upp úr kjallaranum. Við vorum allir meira og minna lerkaðir og skrámaðir. Ég var helaumur í hálsinum, þar sem Nick hafði komið á mig þungu hægri handar höggi. Ken Mills vaktarfélagi minn var með stærðar glóðarauga. Hinir voru með fossandi blóðnasir. Við stauluðumst upp og þvoðum okkur í varðstofunni. Á. leiðinni upp á herbergið mitt, datt mér í hug au líta inn til nýja fangans. Hann var sofandi. Ég þreifaði á úlnliðnum á honum; púlsinn var nókkuð hraður. Hann var ákaflega fölur. Á leiðinni fram ganginn, kallaði Lynn Halc á mig. Ég var ékki vanur því að vera á kjaftaþingum með föngum, cn mér var eins komið og þeim: hugur minn var í fullkomnu uppnámi. „Hvað viltu?" „Ætla þeir í raun og veru að hengja hana?'“ „Hvað veit ég um það?" „Er hún búin að sækja um náðun?" „Já.“ „Og?“ „Hafnað." Lynn Hale leit aftur fyrir sig. „Heyrirðu, Rex? Þeim virðist vera fullkomin alvara." „Hvar heldurðu að þú sért?" Rex lá á neðri klefabríkinni og andlit hans var í skugganum. „Heldurðu þetta sé kvennaskóli eða félagsheimili K.F.U.M. ?“ Röddin var hvöss og hæðnisleg. „En drottinn minn, þetta er barn!" „Nógu gömul til að sýna á sér klærnar að mér skilst." „Rex, hún er tuttugu og eins árs! Það fremur engin stúlka á hennar aldri morð að yfirlögðu ráði. Þú veizt það, ég veit það og“ — hann sneri máli sínu til min — „jafnvel þú veizt það.“ „Hægan, Lynn," sagði ég, „farðu þér hægt og varlega. Ég get verið fjári uppstökkur." Hann ypti öxlum og ég gekk fram ganginn og út í anddyrið. Ég var þreyttur og mig verkjaði í skrokkinn eftir viðureignina við Nick. Ég fékk mér kaffi í vaktstofunni, rabbaði svolítið við Mills, bauð svo góða nótt. En á leiðinni upp í herbergið mitt, flugu mér í hug orð Lynns: „Engin stúlka á hennar aidri myrðir að yfirlögðu ráði." Ég nam staðar í stiganum og bölvaði í hljóði. Svo var ég kominn niður stigann og að hurðinni inn í dauðadeild. Ég bankaði hljóðlega og heyrði að stól var ýtt til á steingólfinu. Svo opnaðist hurðarhlerinn og Rustam pírði augun framan í mig og sagði: „Nú, þú kominn aftur?" Það hringlaði í lyklum og hurðin ískraði á lömunum og steingang- urinn blasti við mér. Það voru fjögur þrep niður í ganginn, og það minnti óhugnanlega á grafhvelfingu. „Þú ert hérna?" sagði ég bjánalega. ,,Já.' Komdu inn fyrir; mér dauðleiðist." Hann gekk á undan og settist á stólinn fyrir framan klefa Gwen Bensons. „Nennirðu að slá í slag? Ég er hérna með spil." Það stóð lítið borð við gangvegginn og undir því annar stóll. Hann dró borðið fram og við byrjuðum að spila. Við spiluðum rússa, en ég gat ekki haft hugann við spilin og spilaði hvað eftir annað af mér. Rustam komst í bezta skap og hló og gerði að gamni sínu. Ég horfði á hann með viðbjóði; samúð hans með Gwen Benson var vissulega rokin út í veður og vind. - Ég gaf henni gætur í laumi. Hún sat enn innst á klefabríkinni, nákvæm- lega í sömu stellingunum og ég hafði séð hana daginn áður. Hún sat mjög bein og hendurnar hvíldu á hnjánum. Hún var með lokuð augu.. Nú fyrst tók ég eftir því, hve fátækleg hún var til fara. Hún var í köflóttri karlmannsskyrtu, þykku brúnu pilsi, sem náði naumast lengra en niður á miðja kálfa, og brúnum „reiðstígvélum" af þeirri gerð, sem bændur og kaupamenn notuðu við vinnu. Ég tók líka eftir því, að þótt andlit hennar væri tekið, þá var á því sá blær, sem bar vitni um mikla útivist. Og hendurnar voru brúnar og sterklegar. Við spiluðum í klukkutíma. Þá þoldi ég ekki lengur kátínu hins kaldrifjaða mótspilara míns, stóð upp, sagðist vera syfjaður og kvaddi. Hann fylgdi mér fram og opnaði fyrir mér og ég gaf honum merki um að tala við mig fyrir framan dyrnar. Hann leit inn ganginn snöggv- ast, tautaði: „Það cr sjálfsagt óhætt," og kom fram. Ég hallaði aftur hurðinni og sagði lágt: „Heyrðu, mér leikur for- vitni á að vita dálítið. Fyrir hvað var hún dæmd?" Hann horfði undrandi á mig: „Morð auðvitað. Ætla þeir ekki að hengja hana?" „Ég á við, hverskonar morð var hún sökuð um? Veiztu það?" „Ég held nú það! Hann sagði mér alla sólarsöguna, þessi sem var með hreppstjóranum sem færði okkur hana. Ágætur náungi." „Nú, og hvað var það þá?“ „Ég skal segja þér nokkuð, Bill, hún á eiginlega enga samúð sltilið. Þetta er forhert glæpakvendi skilurðu?" „Þarftu að tala svona hátt? Hún gæti heyrt til þín." Hin heimskulegu augu hans horfðu fýlulega á mig. „Það cr ekki hundrað í hættmini. Ég skal segja þér eitt, drengur minn: Hún er ótíndur eiturbyrlari." Það var eins og hann hefði gefið mér löðrung. „Hún? Þessi stúlka þarna inni ... ?“ stamaði ég. „Ójá, launmorðingi af versta tagi." „Ég trúi þvi ekki!" „Og á ég að segja þér annað?" Rustam smjattaði á orðunum. „Hvem heldurðu hún hafi drepið, stúlkukindin ? Engan annan en karlinn föður sbin!“ Framhald { nœsta blaði. 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.