Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 5
lagðist í baðkarið i kalt vatn. Þar eyddi hún svo,
eftir því sem Stiller sagði, mestum hluta tíma
síns í New York.
Voight lét síðan bjóða öllum blöðum í New
York myndirnar af Gretu, en aðeins tvö tóku
við þeim. En þó New York Times hefði ekki
Gretu Garbo og Stiller með á listanum yfir merka
farþega með Drottningholm, þá hafði það rúm
fyrir fregn um að Pola Negri hefði verið dæmd
í 57.000 dala sekt fyrir að geta ekki við heim-
komuna sýnt skartgripi, sem hún hafði farið með
út úr landinu. 1 Miðvesturríkjunum var hópur
Republikana farinn að vinna að endurkjöri Cal-
vins Coolidge i forsetaembættið. England krafði
Frakkland um hinar niðursettu stríðsskuldir, og
bæði löndin voru að meta enska uppástungu um
að slíta stjórnmálasambandi við Rússland. Niðri
í Tennessee fór fram hin margumtalaða „sam-
þykkt“ á erfðakenningu Darwins. Prinsinn af
Wales, sem var í einni af „viðskiptaferðum“ sín-
um, hafði veitt villisvín í Suður-Rhodesíu. Og
Gertrude Ederle bjó sig undir að synda yfir Erm-
arsund.
Sú New York, sem mætti augum Gretu sum-
arið 1925, var stórvirðburðarik. Kauphöllin lét
glaðklakkalega og ef einhver dyrfðist að efast
um að landið væri búið að koma á eilífri vel-
megnun, var hann sagður á eftir tímanum og
kallaður óamerískur. I næturklúbbunum borguðu
viðskiptavinirnir gjarnan einn dal fyrir toddý-
glas. Sama kvöldið sem Greta kom, frumsýndi
Ziegfield Follies sumarútgáfu sína af New
Amsterdam. Og í öðru leikhúsi dönsuðu Fred og
Adeles Astaire' í „Lady be good“ o. s. frv.
Greta og Stiller leituðu fáar af þessum skemmt-
unum uppi. Þeim fannst New York ólistræn og
ógestrisin borg. Vegna hvers óvænts atburðar-
ins á fætur öðrum, úrðu þau að bíða í tvo mán-
uði í þessari þreytandi borg. Eftir mörg viðtöl
við fulltrúa Metro-Goldwyn, hætti Stiller við að
rjúfa samninginn. Þegar það var loksins komið í
lag, vildi Metro að hann héldi sem fyrst áfram
til Hollywood, en Stiller aftók að halda áfram
fyrr en búið væri að gera vissar breytingar á
samningi Gretu. Hann krafðist þess að byrjend-
laun hennar væru tvöfölduð. En Metro vildi ekki
einu sinni fallast á helminginn af því. Stiller
reyndi þá í marga daga að fá að kynna hana
æðsta yfirmanni fyrirtækisins, Nicolas Schenk.
Hann var alltaf önnum kafinn. 1 staðinn var hon-
um vísað til varaframkvæmdastjórans, majors
að nafni Edward Bowes, sem seinna varð nokk-
uð þekktur fyrir listrænar tilhneigingar. Þó að
Bowes hefði eins og Metro litla trú á „Normu
Shearer Svíþjóðar", þá lofaði hann Stiller að láta
kvikmynda hana til reynslu eins fljótt og hægt
væri. Stiller vakti yfir henni eins og haukur
vikuna sem reynslukvikmyndin var tekin. Þegar
stórlöxunum hjá Metro var sýnd myndin, klór-
uðu þeir sér allir í höfðinu. „Hún er óvenjuleg",
var dómur þeirra. Stiller reyndi að útskýra það
fyrir þeim, að það væri einmitt það sem gerði
hana svona mikilvæga, en enginn hlustaði á
hann.
Þegar Stiller vai- ekki að deila við Metro um
Gretu, þá dró hann hana upp úr kalda baðinu og
fór í gönguferðir með hana eða tók hana með
sér í kvikmyndahús — ef hitinn var ekki óbæri-
legur. Þó þau kynnu bæði mjög lítið i ensku,
var ekki erfitt að fylgjast með efni þöglu mynd-
anna. Kvikmyndahúsin á Broadway buðu þetta
sumar upp á „Nýliðann" með Harold Loyd, „Son-
ur Zorros“ með Douglas Fairbanks og Mary
Astor, „Gtillæðið" með Charlei Chaplin og „Draug-
urinn í Óperuhúsinu" með Lon Chaney. Stiller
áleit að bæði hann og Greta gætu haft gagn
af að sjá bandariskar kvikmyndir, svo þau voru
all dugleg við að fara i bíó.
Þcss á milli umgengust þau þessa fáu kunn-
ingja Stiilers í New York. Meðal þeirra var hin
þekkta leikkona Martha Hedman, sem Stiller
hafði þekkt í Svíþjóð. Hún bauð þeim til hádeg-
isverðar og seinna heimsóttu þau vin hennar,
myndasmiðinn fræga, Arnold Genthe. „Þau sýndu
bæ "i myndum mínum áhuga,“ skrifar Genthe
í æfiminningum sínum. „Aðferð mín við mynda-
tökuna var nýstárleg í þeirra augum. „Ég vildi
gjarnan láta yður taka mynd af mér einhvern
tíma," sagði Greta. „Hvers vegna einhvern tíma.
Því ekki núna?“ spurði ég. ('Allt samtalið fór
fram á þýzku, því Greta kunni varla orð í ensku).
„Þér eruð hér núna og ég verð að taka nokkrar
myndir af yður, til að sýna að þér séuð ekki
bara ímyndun." Greta hló og mótmælti því ákaft.
Þessi mynd, sem Genthe tók af Gretu
Garbo, vakti athygli á henni í Ameríku.
„Ekki núna, ekki í þessum fötum og með þessa
hárgreiðslu." „Skítt með það,“ sagði ég. „Ég
hef meiri áhuga fyrir augunum í yður og því
sem felst á bak við þetta óvenjulega enni“. Og
án frekari umsvifa tók ég nokkrar myndir af
Gretu. Það var óvenjuleg viðkvæmni í andlitssvip
hennar. Og áður en löng stund var liðin, var
myndavélin mín búin að ná henni í mörgum
stellingum og með margskonar svipbrigði, öll
svo ólík, að varla var hægt að trúa því að þetta
væri sama stúlkan." Genthe þurrkaði í burtu
allt nema hina klassisku andlitsdrætti hennar —
þungu augnalokin, fulkomna nefið og svolítið
opnu varirnar.
Hann var ákaflega ánægður með myndirnar
og sýndi þær Frank Crowninshield vini sínum,
sem var ritstjóri hins vel metna blaðs Vanity
Fair. „Skemmtilegar myndir, en hver er stúlk-
an?“ sagði Crowninshield. „Greta Garbo,“ svar-
a?i Genihe. „Aldrei heyrt á hana minnzt, en ég
get ef til vill notað eina af þessum myndum,"
svaraði Crowninshield. „Með því skilyrði að þú
setjir undir hana heila síðu“, svaraði Genthe.
Crowninshield samþykkti það og keypti eina
mynd, til birtingar í nóvemberhefti Vanity Fair.
(Undir myndinni stóð „Ný stjarna úr norðri —
Greta Garbo"). Genthe gaf Gretu Garbo líka
safn af þessum myndum, og dag nokkurn um
miðjan ágúst kom hún i vinnustofuna hans, til
að þakka honum fyrir. Hún sagðist jafnframt
vera komin til að kveðja. „Þeir vilja greinilega
ekkert hafa með mig að gera,“ sagði hún. „Þeir
segja að ég sé óvenjulegt. Eg fer aftur til Berl-
ínar.“ Genthe spurði hvort hún hefði sýnt Metro-
Goldwyn myndirnar. ,Nei,“ svaraði hún, „ég ætla
að eiga þær sjálf. Þeir hafa svo margar aðrar.“
Genthe lagði fast að henni að sýna Metro þær,
áður en hún tæki lokaákvörðun um að snúa við,
og hún lofaði því.
Strax og starfsmenn Metros höfðu séð myndir
Genthes, sem Stiller sýndi þeim, breyttist áhuga-
leysi þeirra í garð Gretu Garbo. Föla, hrokkin-
hærða unglingsstúlkan, sem þeir höfðu sjálfir
hitt, var á þessum myndum oi'ðin fögur og ein-
staklega lokkandi kona. Ef hægt væri að mynda
hana svona, sögðu þeir við sjálfa sig, þá gætu
þeir kannski notað hana til einhvers. En samt
voru þeir ekki fúsir til að hækka laun hennar
úr 350 dölúm á viku. Þó að Stiller væri þrár eins
og naut, gat hann ekki fengið upphæðina hækk-
aða rneira en i 400 dali. Nú gátu þau Greta
haldið áfram ferðinni til Hollywood.
Þegar þau stigu af lestinni í Los Angeles fengu
þau betri móttökur en i New York. Um það bil
20 manneskjur vöru þar saman komnar. Fyrir
utan auglýsingafólk Metros, túlk og annað þjón-
ustufólk, stóðu þarna Victor Sjöström, Karl Dane
og nokkrir aðrir vinir þeirra frá Norðurlöndun-
um og tvær litlar telpur í sænskum þjóðbúningum
afhentu Gretu blómvendi. Hún var mynduð með
blómvendina í fanginu og litlu telpurnar tvær
við hliðina á sér, meðan hún reyndi að taka sig
vel út með hræðilega úfna hárgreiðslu. Blaða-
mennirnir spurðu nýgræðinginn nokkurra spurn-
inga. Meðan annars var hún spurð að þvi hvar
hún hefði hugsað sér að búa í Hollywood. „Ég'
vonast til að fá herbei'gi hjá góðri fjölskyldu",
svaraði hún,
V
10. KAFLI
Fleiri en ein „góð“ fjölskylda í Hollywood
hefði vafalaust verið fús til að taka Gretu Garbo
í fæði og húsnæði, en hún var frædd á því að
slíkt væri ekki viðeigandi fyrir kvikmynda-
stjörnu. Samkvæmt tillögu Victors Sjöström,
Framháld á bls. 18.
Guðbrandarbiblía - Grallarinn
I haust mun Lithoprent
gefa út ljósprentun af nokkr.
um öndvegisritum Islendinga.
Ber þar fyrst að telja Guð-
brandarbiblíu, sem án efa
mun vera fallegasta biblía,
sem út hefur komið á ís-
lenzku. Hún á nú að kosta
1500 krónur, bundinn í al-
skinn með látúnsspennum,
gyllt á kjöl og með áþrykkt-
um helgimyndum á spjöldum,
en þegar bókin kom út árið
1584 kostaði hún 2—3 kýr-
verð. Guðbrandarbiblía mun
koma út í 500 eintökum og
aðeins verða send áskrifend-
um. Prentun og allur frá-
gangur bókarinnar er af-
bragðsgóður, enda hefur
Lithoprent unnið að undir-
búningi verksins í fimm ár.
Guðbrandur var á sín-
um tíma allumsvifamikill
bókaútgefandi og gaf úr
110 bækur. Hann mun í
upphafi hafa sett sinn blæ
á þessa útgáfu biblíunnar
í heild og skorið sjálfur út
suma upphafsstafina og
skreytingar milli kafla.
Letrið sem notað var mun
hafa komið frá Norður-
Þýzkalandi og einnig
myndamót úr tré og zinki.
Grallarinn eða hin al-
menna sálmasöngbók, sem
Guðbrandur biskup gaf út
á Hólum árið 1594 verð-
ur nú einnig ljósprentuð
í 300 eintökum og á að
kosta 300.00 krónur.
Þá er næst að nefna
Passíusálma síra Hall-
gríms Péturssonar, sem
hann ritaði sjálfur og á-
nafnaði Ragnheiði Bi’ýn-
jólfsdóttur með þessum
ávarpsorðum: „Erusamri,
guðhræddri og velsiðugri
jómfrú Ragnheiði Bryn-
jólfsdóttur að Skálholti
sendir þetta sálmakver til
eins góðs kynningarmerkis
í Christi kærleika Hall-
grímur Pétursson (pr(est-
ur). Anno 1161 in Majo.
Mikill er munur heims og
himins; sá má heimi neita
sem himins vil leita.“
Passíusálmarnir eiga að
kosta 200.00 krónur ljós-
prentaðir.
Einnig verða endur-
prentaðar Árbækur Espo-
líns og Grágás.