Vikan - 07.06.1956, Page 6
EINMANA MAÐUMt I
STÓRU MÚSI eftir GERALD MILLWARD
Wade lagði gildru fyrir eftirmann sinn af einskærri hjálpsemi. En hann féll sjálfur í hana...
AÐ var kæfandi hiti og kol niðamyrkur þessa
nótt og yfir öllu hvíldi doðaþefur. Stór tré
umkringdu litla grasblettinn við ána, þar sem
Wade hafði sagt vikapiltinum sínum að setja
rúmið, í von um að njóta hugsanlegs andvara.
Wade lá á bakinu og starði á ójafnar útlínur
laufblaðanna. Ef hann gæti bara sofnað, áður
en hundarnir byrjuðu sinn venjulega nætursam-
söng.
Wade bjó i yzta húsinu í brezka hverfinu á
bakka Nílarfljótsins. Hinum megin við það voru
hús Sudanbúanna og hvert þeirra hafði sinn
varðhund. Nákvæmlega fimmtán minútur fyrir
tólf á hverju kvöldi vöknuðu þeir allir og byrj-
uðu að kallast á á hundamáli svo að það var
alveg að gera hann sturlaðan. Satt að segja
höfðu hundarnir ekki farið í taugarnar á honum
fyrr en þessa síðustu mánuðí. Og hann vissi að
það var hans eigin taugum að kenna.
Þegar Sudanbúar höfðu sjálfir tekið að sér
stjórnina, höfðu næstum allir hinir brezku vinir
og félagar Wades snúið heim til Englands. Að-
eins nokkrir — sem voru tæknilega menntaðir
eins og hann ■— urðu eftir. Það var ennþá þörf
fyrir þá, og eftir þvi sem Wade bezt gat séð,
gátu þeir verið þar til langframa. En það var
einmanalegt líf og þó honum þætti vænt um
Sudan og hann hefði mikinn áhuga fyrir starfi
sínu, fannst honum hann ekki eiga heima í la»di,
sem var vaxið upp úr því að þarfnast hans. Hann
hafði ekki langað til að fara, en samt lagt inn
lausnarbeiðni sína. Nú bærðustu með honum
tvenns konar órökstuddar tilfinningar. Honum
fannst sér hafa verið bolað í burtu og hann hafði
áhyggjur af því, hvernig eftirmaður hans, Felan
Effendi, mundi standa sig.
— A-á, A-á, A-á! Þarna byrjaði það. Fyrsti
hundurinn. Svo heyrðist í fjarska, neðan frá
þorpinu. — Voff, voff, voff. Kórinn var sannar-
lega í essinu sinu í kvöld. Hann sveiflaði fót-
unum fram úr rúminu og hugsaði málið. Hann
gat ekki þolað þetta lengur.
Það virtist nokkurn veginn víst, að ef skepn-
urnar héldu uppteknum hætti og hefðu ennþá
hærra, þá mundu húsbændur þeirra vakna og
fara að leita að þjófunum. Þegar þeir væru svo
orðnir gramir yfir að vera vaktir af engu tilefni,
þá mundu þeir fara aftur I rúmið og loka hund-
ana inni, svo að þetta kæmi ekki fyrir aftur.
En hvernig átti Wade að hvetja þá. Hann kveikti
á Ijóskerinu og byrjaöi að lesa Varla var hann
búinn að lesa eina síðu, þegar honum datt snjall-
ræði í hug.
Mahomed Effendi Youssef Tigani, aðstoðarfor-
ingi í lögregluliðinu gat heldur ekki sofið.
Hann var ekki beinlínis að vinna, en hann var
á kallvakt, svo hann sat i garðstól fyrir utan
húsið sitt og hlustaði á geltið I hundunum, þegar
hann rétti allt í einu úr sér og spurnarsvipur
færðist yfir brúna, gáfulega andlitið á honum.
Nýtt hljóð hafði blandazt geltinu, sem hundamir
sendu frá sér. Á eftir varð stutt, óþægileg þögn.
Svo var eins og öllum hundum heimsins hefði
verið sleppt lausum.
Mahomed Effendi skundaði eftir veginum í
áttina til árinnar, en þaðan hafði þetta óþekkta
hljóð komið. öðru hverju gat hann heyrt það,
innan um geltið í himdunum.
Mahomed Effendi var brátt búinn að staðsetja
vitfirringinn. Hann gægðist í gegnum rimlana
í hliði Wades og varð alveg agndofa við að sjá
hinn virðulega eiganda hússins sitja i bjarm-
anum frá ljóskerinu og gefa frá sér skræk hljóð
af kappi, sem sæmt hefði hvaða óperusöngkonu
sem var.
Eftir svolítið hik barði Mahomed Effendi í
hliðið. Wade hætti að spangóla og kom, til að
athuga hver þetta væri.
— Nú ert þetta þú, Mahomed Effendi, sagði
hann. — Komdu inn og fáðu þér sæti. Viltu eitt-
hvað að drekka? Ég býst við að þú hafir verið
að leita að orsökinni að öilum þéssum hávaða
í hundunum, bætti hann við, þegar hann var
búinn að hella sitrónusafa í glas handa lög-
reglumanninum og bjór handa sjálfum sér. —
Ég vona að ég eigi ekki á hættu að verða lög-
sóttur fyrir hávaða á almannafæri.
Hann útskýröi kenningu sína og Mahomed
Effendi skellihló. — Þetta er ágæt kenning,
sagði hann. — En hún virðist ekki nothæf í
framkvæmdinni. Hlustaðu á þá núna.
— Hamingjan góða! sagði Wade mæðulega.
— Hvaða gagn er eiginlega að hundum, ef fólk
tekur ekkert mark á þvi, þó þeir geri annan eins
bansettan hávaða?
— Svona hugsa þeir ekki, svaráöi Súdanbúinn.
— Þeir halda því fram, að væntanlegur þjófur
komi ekki þangað sem hann veit af geltandi
hundi.
— Það er mikið til í því, sagði Wade.
Mahomed Effendi leit alvarlega á hann. — Þú
ert að hugsa um Súdan, er það ekki ? spurði
hann.
— Jú, svaraði Wade. — Ég er að hugsa um
Súdan. Satt að segja er mér það stundum ráð-
gáta, þegar ég lít í kringum mig og sé hvemig
öllu miðar rólega áfram — samgöngum, mennt-
un og aðstoð við almenning — mér er það alveg
ráðgáta, hvers vegna fólki finnst það skipta
máli hver stjómar, ef það er bara góð stjórn.
Hvers vegna að hætta á að trufla allt, bara til
að geta bundið miða með áletruninni ,,Mitt“
á það: ég hef áhyggjur af þvi að það kunni að
vera af því að nokkrir hrópandi náungar vilji
setja allt á annan endann, bara í eiginhagsmuna-
skyni.
Mahomed Effendi þagði svolitla stund. Svo
benti hann niður að ánni og sagði: — Ég er
að hugsa um litlu húsin þarna niður með Níl. Bros
færðist yfir andlit hans, þegar hann hélt áfram:
— Hvert þeirra hefur sinn hund! Það varð
ekkert lát á geltinu. — Á hverju heimili er
húsbóndi og fjölskylda hans. Sum þessara heim-
ila eru góð, önnur heldur verri. En jafnvel verri
heimilin væru eklci ánægð, ef einhver kæmi og
setti sig ofar húsbóndanum, þó hann bætti mat-
inn og léti hreinsa húsið.
Wade hugsaði málið. — Þetta er vel sagt,
Mahomed, sagði hann og hló við. — En hvemig
koma þessir fjárans hundar málinu við?
— Kannski þeir séu hávaðasömu náungarnir,
UM HVAÐ ERU
I>EIR A« TALA?
SPYR AVA
AVA GARDNER segir,
að henni sé skemmt,
þegar menn tali um kyn-
þokka hennar. Hún
kveðst ekki hafa hug-
mynd um, hvað kyn-
þokki eiginlega sé, en
sé forlögunum að
sjálfsögðu ákaflega
þakklát fyrir að hafa
fengið fyrirbærið í
vöggugjöf. — Það var
eftir á að hyggja af
hrelnni tflviljun, að Ava
gerðist leikkona. Hún
var í heimsókn hjá
systur sinni í New York
(hún fæddist og ólst upp
í Norður-Karolínu), þeg-
ar mágur hennar tók af
henni mynd. Þegar hann
fékk myndina úr fram-
köllun, ákvað hann að
labba sig upp á skrif-
stofu Metro-Goldwyn-
Mayer í New York og
sýna hana mönntmum
þar. Þeir urðu frá sér
numdir, og framhaldið
kannast víst flestir við.
6