Vikan


Vikan - 07.06.1956, Síða 9

Vikan - 07.06.1956, Síða 9
mikilvægar í hernaði, við skipulagningu borga og kortagerð. Hann hitti sannarlega naglann á höfuðið! En þótt Nadar notaði loftbelgi til flugferða sinna, dró hann óspart dár að þeim sem fullyrtu, að framtíð flugsins byggðist á þessum flugtækjum. Hann var minnst fimmtíu ár- um á undan samtíð sinni, þegar hann lýsti yfir, að flugtæknin ;yrði að taka vélaraflið í þjónustu sína. Til þess að sanna þá kenningu sína, að engu auðveldara væri að stjórna stórum loftbelgjum en smáum, lét hann hefja smíði á stærsta loftbelg veraldar. Sjálfur belgurinn var 210,000 kúbikfet og ,,karfan“ var á stærð við tveggja hæða hús. Loft- belgurinn var skírður ,,Tröllið“ og kostaði hvorki meira né minna en 200,000 franka. Nadar aflaði fjársins með því að efna til ljósmyndasýninga og selja eintök af beztu myndun- um sínum. Fyrsta flugferðin í ,,Tröllinu“ var farin í október 1863, og lauk á mjög óvæntan hátt fjórum tímum seinna. Það hafði gleymst að loka gasventlinum! Tveimur vikum seinna var önn- ur ferð farin með tólf manns innanborðs. Meðal þeirra var kona Nadars og fyrsti flugfréttaritari sögunnar, blaðamaður að nafni Eugene Arnold. Yfir 200,000 Parísarbúar komu til þess að kveðja fullhug- ana. Meðal þeirra var Napoleon III, sem Nadar hataði eins og pestina. Mikill ótti greip farþegana, þegar stormur hrakti loftbelginn I áttina að Norðursjó og virtist ætla að keyra hann beint í haf- :ið. „Lentu áður en það er um seinan!" heimtuðu farþegamir. Nadar svaraði með því að draga upp skammbyssu og hóta að skjóta hvem þann mann, sem dirfðist að snerta gasventilinn. Vindáttin breyttist til allrar hamingju og belginn rak inn yfir landið. Vindurinn feykti honum yfir Belgíu og Holland. Þegar yfir Þýzkaland kom, bjóst Nadar til að lenda. En þá kom babb í bátinn. Það var allt í einu komið ofsaveður með óskaplegri rigningu, og belgurinn var stjórnlaus. Uppstreymi þreif ,,Tröllið“ og feykti því með ægihraða í 12,000 feta hæð — þar sem aðrir loftstraumar tóku við því og léku sér að því eins og bolta. Farþegarnir í „körfunni“ voru eins og tening- ar í spili. Og svo slitnuðu tvær af taugunum, sem héldu henni við belginn. Nú var gjörsamlega ómögulegt að komast að gasventlinum og hleypa gasi úr belgnum. Loftfarið þaut um loftið eins og vígahnöttur og ,,karfan“ slóst í jörðina með feiknmiklu braki. Þrír menn hrukku útbyrðis. En hinni æðisgengnu loftferð var enn ekki lokið. „Tröllið“ þaut í háaloft á nýjan leik, hring- snerist'eins og skopparakringla og dró „körfuna" eftir jörð- inni í hálfa klukkustund tuttugu mílna leið. Þá loks skorðaðist belgurinn og stöðvaðist. Nadar fótbrotnaði í þessu ferðalagi. Konan hans slasaðist svo illa, að hún var rúmföst í marga mánuði. Hinir farþegarnir hlutu margskonar meiðsli — og gerðu í sameiningu nærri 125,000 franka bótakröfu á hendur Nadar. Nadar borgaði upp í topp, en lýsti að því loknu hinn ánægð- asti yfir: „Ég hafði rétt fyrir mér. Það er engin framtíð í loftbelgjum. Eg mun stofna félag til rannsókna á flugferðum með vélknúðum flugförum." Hann stofnaði slíkt félag og gaf auk þess út mjög skil- merkilega og athyglisverða bók, sem hann nefndi: „Rétturinn til að fljúga.“ Meðal þeirra, sem lásu bókina og dáðust að víðsýni og hugrekki Nadars, var rithöfimdurinn Jules Veme. Hann gerði Nadar ódauðlegan með því að gera hann að sögu- hetjunni í loftferðabókum sínum undir nafninu „Michael Ardent.“ Nadar dó 1910. Þá voru Wrightbræður búnir að sanna þá kenningu hans, að loftið yrði ekki sigrað með loftbelgjum held- ur með vélflugum. mig- að leyfa mér að hitta þig . . . ÍÉg bíð svars þíns fullur óþreyju. Þú ert svo ótrúlega falleg' . . .“ Stúlkan svaraði ekki. Hann sendi henni blóm. Hann skrifaði henni tugi bréfa, og fékk ekkert svar. Síð- asta bréfið endursendi liún óopnað. En hann var orðinn nærri viti sínu fjær af ást. Hann náði sér í byssu og skaut sig í fótinn! Svo sagði hann, að kúlan hefði hlaupið óvilj- andi úr byssunni — og var fluttur til sjúkrahússins í sjúkrabíl, eins og hann hafði ætlast til. Þetta dugði. Stúlkunni brá illilega í brún, þegar hún frétti, að hann lægi í sjúkrahúsinu. Og þegar honum tókst að segja henni allan sann- leilcann, stóðst hún okki mátið leng- ur. Hún lofaði honum stefnumóti, strax og hann kæmist á fætur. Þau ætla að gifta sig snemma í næsta mánuði. VARÐ SKOTINN — SKAUT ÞAÐ var ást við fyrstu sýn •—• hvað þýzlca piltinn áhrærði. Hann var nítján ára. Dag nokkurn þurfti hann að vitja læknis í sjúkrahúsi. I anddyrinu mætti hann ungri ljós- hærðri hjúkrunarkonu i einkar snotr- um bláum hjúkrunarkvennabúningi. Þar með var bállið byrjað. Það end- aði með þvi að bæði komust i blöðin. Þjóðverjinn varð sumsé ákaflega ástfanginn. Hann reyndi að gefa sig á tal við stúlkuna strax í anddyrinu, en hún strunsaði fram hjá honum án þess að ansa. Næst skrifaði hann henni: „Við höfum að visu aldrei talast -við, en ég elska þig. Gerðu það fyrir Húsmæður: Sérfræðingar í kökugerð eru samdóma um það, að fyrsta skilyrði þess, að góður ár- angur geti orðið í kökugerð, sé að nota ætíð viðurkennda tegund af lyftidufti. Munið að Royal lyftiduft er framleitt úr hinum beztu efnum sem áratuga reynsla og stöð- ugar efnafræðilegar rannsóknir hafa ráðlagt að nota. „KOYA L“ tryggir öruggan bakstur. a s(0rM^ ,u\au8'“ & fa IH ? 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.