Vikan - 07.06.1956, Page 18
813. KBOSSGÁTA VIKUNNAR
LÁR35TT SKÝRING: 1 hár — 4 bera sökum — 8 gróður — 12 spil —
13 áköf — 14 skelfing — 15 beita — 16 samtenging (forn) — 18 stein-
tegund — 20 elska — 21 ílát — 23 baktal —- 24 starf — 26 réttlæti —
30 mat — 32 askur 33 eyktarmark — 34 hrúga — 36 sparkar — 38 tæp-
lega — 40 farvegur — 41 kjarkur — 42 innheimtumaður — 46 fall — 49
mannsnafn — 50 slungin — 51 veiðitæki — 52 greinir — 53 góður við börn
— 57 kjarkur — 58 athuga — 59 pípa — 62 hljóð — 64 veik — 66 óvild
— 68 eldsneyti — 69 málaleitun — 70 lærdómur — 71 eldsneyti — 72 sjá
eftir — 73 mannsnafn — 74 andiitshluti.
LÓÐRÉTT SKÝRING: 1 viðlag — 2 veðurfar — 3 söngur — 4 tilfinning
— 5 glitrar — 6 þjóðhöfðingjann — 7 tyfta — 9 hús — 10 eind — 11
fljótur — 17 farvegur — 19 nægilegt — 20 mannsnafn — 22 kannar —
24 gælunafn — 25 trjátegund — 27 biblíunafn — 28 sækja sjó — 29
líkamsop 30 skelfiskur — 31 þjóðar maður — 34 hrossi — 35 stjórna
— 37 far — 39 tunga — 43 planta — 44 ruggar — 45 aðgang — 46 kon-
una — 47 smælki — 48 dvelja — 53 verkfæri — 54 fugl — 55 vot —
56 æra — 57 vökvalaus — 60 snyrta — 61 skemmast — 63 kjark — 64
fugl — 65 lík — 67 á íláti.
Lausn á krossgátu nr. 812.
Lárétt: 1 sakfelld — 6 stæltu — 9 autt — 10 ról — 11 lagt — 13 óstand
— 15 flaustur -—• 17 una — 18 maur — 20 kúrena — 24 dreif — 25 níðinu
— 27 NATÓ — 29 falda — 31 ögrað — 32 erji — 33 ganaði — 35 ónæmu
— 37 lundin — 40 fang — 41 ann — 43 knálegan — 46 leirur — 48 magi
—• 49 dáð — 50 áðan — 51 angráð — 52 raðtalan.
Lóðrétt: 1 skrokk — 2 kálfur — 3 Ella — 4 lags — 5 duttu — 6 stórar
— 7 lóa — 8 undurgóð — 12 augað — 14 tæmingin — 16 undurn •— 19
afar — 21 úðar — 22 endingar — 23 nía — 26 Ingunn — 28 tapi — 29
ferfalda — 30 ljón — 31 öðu — 34 alveg — 36 makráð — 38 dindil -— 39
neyðin ■— 42 námar — 44 Lana -— 45 girt — 47 ing.
GRETA GARBO
..... Framhald af bls. 5.
tóku Stiller og Greta sé bólfestu nálægt Santa
Monica, útbórg frá Hollywood, sem bæði var i
námunda við Kyrrahafið og vinnustofur Metro-
Góldwyns. Stiller leigði einbýlishús á ströndinni,
en Greta fékk nokkur ekki mjög dýr herbergi
á Miramar hótelinu. Eftir þennan æsandi en
niðurdrepandi tíma í New York, kunnu þau bæði
ljómandi vel við sig í hinu þægilega loftslagi
Kalifomíu. Meðan Greta beið eftir að byrja að
leika, eyddi hún mestum hluta dagsins í húsi
Stillers, þar sem hún synti og lá í sólbaði. Svíi
nokkur, sem kom í heimsókn til Stillers, minnist
þess að hann sá Gretu sitja í hlýjum sandinum
fyrir framan húsið. Hún var í sundbol, sem var
nokkrum númerum of stór og var að afhýða kart-
öflur. Stiller kinkaði kolli í áttina til hennar og
sagðí: ,,Hún á eftir að verða mikil manneskja."
Greta Garfao var opinberlega færð á launa-
lista Metro-Öoldwyns 10. september 1925, en
félagið var ekkert að flýta sér að nota starfs-
krafta hen'nar. Sama var að segja um Stiller. Um
nokkurt skeíð hafa þau líka kunnað vel við sig
í einbýlishúsinu. Greta og Stiller fóru í langar
ökuferðir upp í sveit í nýjum bíl, sem Stiller
hafði keypt. Þau litu inn hjá sænsku ibúunum og
eitt skipti ferðuðust þau til San Francisco, þar
sem bróðif Stillers bjó. „Hann og konan hans
buðu okkur Gretu til hádegisverðar,“ skrifaði
Stilier til vinar síns í Svíþjóð. „Þau voru ákaf-
lega elskuleg, gfétu og létu á annan hátt í ljós
tilfinningar sínar, en það kom ekkert við mig.“
En þegar tíminn leið og félagið hélt áfram að
sýna bæði honum og skjólstæðingi hans áber-
andi áhugaleysi, varð Stiller eirðarlausari og
svartsýnni. Þetta voru allt saman mistök, sagði
hann hvað eftir annað við sænska vini sína;
hann og Greta hefðu aldrei átt að' koma til
Ameríku. Og Greta smitaðist af þunglyndi hans.
„Þau voru niðurdregnir félagar," segir eigin-
kona sænsks leikara, sem bjó í HoUywood.
„Ástæðan var að nokkru leyti sú, að hún vakti
enga hrifningu til að byrja með. Hún var satt
að segja lítið aðlaðandi um þetta leyti. Hárið á
henni var tjásulegt og tennurnar í henni alls ekki
frísklegar. Hún vakti ekki athygli neins og hún
varð leið. Sama var að segja um Stiller. Þau
voru vön að sitja og stara þungbúin á svipinn út
í hafið. Eg man að við fórum að kalla þau „ömmu
og afa“.
18
Milljónir manna búa í hreysum
AJJ»jóðaviiiiiuinálaskrifstofan rannsakar
húsnæðisvandamálin.
Það vantar mikið á, að húsnæðisvandamálin i
heiminum séu leyst. Það ríkja húsnæðisvandræði
í hverju einasta landi. Jafnvel þar sem fram-
farir hafa orðið mestar og fólk hefur það gott
að öðru leyti. Alþjóðavinnumálaskrifstofan í
Genf (ILO), sem hefur látið fara fram ítarlega
rannsókn á húsnæðisvandamálunum í heiminum,
kemst að þessari niðurstöðu í skýrslu, sem stofn-
unin hefur birt og sem heitir á ensku „National
Housing Programmes and Full Employment".
Skýrsla þessi hefur verið til umræðu í húsbygg-
ingarnefnd ILO, sem setið hefur á fundum undan-
farið í Genf. 1 nefndinni eiga sæti fulltrúar frá
21 landi.
Ástand, sem ekki er mannsæmandi
Það er erfitt að gera samanburð á húsnæðis-
vandamálum einstakra landa vegna þess að
veðrátta og önnur skilyrði eru svo ólík frá einu
landi til annars og kröfur til íbúða þarafleiðandi
mismunandi. 1 skýrslunni segir, að 45% af öll-
um íbúum Suður-Ameríku búi í hreysum, sem
ekki séu mannsæmandi. 1 Asiu, þar sem hús-
næðisvandræðin eru hvað mest búa 100—150
miljónir manna í heilsuspillandi ibúðum. Skrif-
stofa Sameinuðu þjóðanna hefur reiknað út, að
það skorti um 30 milljónir íbúða í iðnaðarlönd-
unum, þar sem lífsskilyrði almennings eru ann-
ars talin sæmileg. Ástæðurnar fyrir húsnæðis-
skortinum eru m. a., að hús hafa hrunið í jarð-
skjálftum, eða öðrum náttúruhamförum, íbúðir
hafa verið ‘lagðar í rúst í styrjöldum og loks er
það flóttinn úr sveitunum á mölina, sem hús-
næðisskortinum veldur.
Aldrei byggt meira en nú.
Þó er það staðreynd að aldrei hefur verið
byggt meira i heiminum en einmitt nú. Og það
eru ekki eingöngu íbúðir, sem byggðar eru held-
ur er og byggt meira af sjúkrahúsum, skóla-
byggingum, vegum, hafnarm'annvirkjum og raf-
orkuVerum en áður í sögunni.
Aukningin í byggingariðnaðinum sést m. a. á
hinni gífurlega miklu sementsframleiðslu, sem
hefur aukist úr 85 milljónum smálestum 1938 í
192 milljón smálestir 1954. Ekki hefur bygging-
um f jölgað í öllum löndum.
Um vandamál byggingaiðnaðarins í heiminuip
segir í skýrslu ILO, að aðalástæðurnar fyrir því,
að ekki er hægt að fullnægja eftirspurninni sé
t. d. skortur á faglærðum byggingaverkamönn-
um, skortur á arkitektum og öðrum sérfræðing-
um og að viða séu lögð höft á nýbyggingar.
Múrarar í New York vinna
35 klst. á viku
1 skýrslunni kemur m. a. fram, að 25% af
byggingarverkamönnum í Indlandi eru konur. 1
samanburði, sem gerður er á vinnuviku bygg-
ingai verkamanna í ýmsum löndum segir m. a.:
1 Hongkong og Malaya er 56 klst. vinnuvika
algeng í byggingariðnaði. I Svisslandi vinna flest-
ir byggingarverkamenn 50 klukkustundir á viku.
Á nokkrum stöðum í Alpafjöllunum, þar sem að-
eins er hægt að stunda húsbyggingar að sumar-
lagi getur vinnuvikan komist upp í 85 klst. á
viku.
Hinsvegar vinna t. d. múrarar í New York
ekki nema 35 klst. á viku og í nokkrum bygg-
ingariðngreinum í Bandaríkjunum er vinnuvikan
ekki nema 30 klst. segir í skýrslu ILO.
Alþjóðareglur um geimsiglingar
Flugmálastofniui Sþ. tekur málið á dagskrá
Mönnum er nú orðið ljóst, að það er orðið tíma-
bært að fara að undirbúa alþjóðalöggjöf og
reglur um siglingu geimskipa. Þessvegna hefur
Alþjóðaflugmálastofunin (ICAO), sem er sér-
stofpun innan Sameinuðu þjóðanna, ákveðið að
taka málið á dagskrá á þingi, sem haldið verð-
ur innan skamms í Caracas í Venezuela.
1 skýrslu um málið, sem lögð verður fyrir
þingið, er þess getið, að núgildandi alþjóðareglur
veiti þjóðunum ákvörðunarrétt yfir geimnum yfir
sínu landi. En hinsvegar séu engar umferðar-
reglur í hinum „ytra“ geimi.
Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 4:
1. Hringmyndaða blettinn. Hann gefur meira
landrými. — 2. Staðfuglar. — 3. Lásasmíði. —
4. James Stewart. — 5. Sæmundur var Sigfússon.
Hann dó árið 1135, þá 77 ára gamall. — 6.
Læknar. — 7. Etna á Sikiley. Aðalgígurinn er
í 10,750 feta hæð. — 8. Tyrkir tóku Constantin-
opel og ýttu þannig Undir leitina að „norðvest-
ur“ leiðinni til Indlands og Kína. — 9.,Maríu. —
10. Fingurbjörg.