Vikan - 26.02.1959, Qupperneq 4
Um glæpi í Lundúnaborg
ÞRÁTT fyrir það að glæpum hef-
ur víðast hvar fjölgað i heim-
inum, er hitt er víst að ýmsar
óhugnanlegar tegundir glæpa, sem
áður fyrr voru algengar, eru nú að
mestu úr sögunni.
Margir glæpir eru nú úr tízku
einfaldlega vegna þess að þeir borga
sig ekki lengur. Það væri t. d. fá-
sinna ein að falsa málmynt nú á
dögum. Slíkt var eitt sinn talinn svo
alvarlegur glæpur að dauðarefsing
lá við. Nú væri hlegið að afbrota-
manni sem legði slíka fölsun fyrir
sig. I gamla daga voru þeir, sem
fundust með falsaða mynt í fórum
sínum, brennimerktir á ennið svo
allir mættu sjá.
Ýmsir glæpir hafa einnig lagst
niður sakir þess að siðferðiskennd
manna hefur aukizt. Þeir sem áður
fyrr bjuggu á afskekktum stöðum
rið ströndina höfðu margir hverjir
lifibrauð sitt af því að tæla skip að
landi svo þau strönduðu, myrtu síð-
an þá sem komust af og rændu
strandgóssinu. Nú er þessu á ann-
an veg farið, skipbrotsmönnum er
hvarvetna í heiminum veitt bezta að-
hlynning sem völ er á, og þeir eiga
ekki á hættu að verða skornir á
háls eða rændir munum sínum.
Pyrir aðeins nokkrum öldum
vakti það mikla reiði í Bretlandi að
hert var á refsingu fyrir að tæla
skip í strand. Á hverju áttu menn
að lifa.
Vilji einhver halda því fram að
mannleg náttúra taki engum breyt-
ingum til batnaðar, má benda á það
að sjórán tíðkast ekki lengur,
þrælahald er úr sögunni, einvígi
þekkjast ekki og fleira mætti telja.
Landeigendur eru líka hættir að út-
búa banvænar gildrur fyrir veiði-
þjófa.
Og embættamang tilheyrir for-
tíðinni; áður fyrr var hægt að kaupa
sér ráðherrastöður og ýmsa bitlinga,
nú verður maður að gera svo vel að
brjóta sér braut eftir öðrum leiðum.
Látum okkur athuga ýmsa rudda-
fengna glæpi sem áður voru i tízku.
Forfeður vorir virtust hafa einstaka
nautn af því að sníða af óvinum sín-
um ýmsa líkamshluta. Það tíðkaðist
í hærri sem lægri stéttum að skera
nefið af mönnum og þótti ekki til-
tökumál. En skurðlæknar þeirra
tíma voru meistarar í sinni grein
ekki síður en nú á dögum og það
var ein sérgrein þeirra að græða
nef á menn. Sú grein skurðlækn-
inganna var nefnd ,,rhinoplasty“. Á
dögum Henriks VIII. Bretakonungs
kostaði það 10 punda sekt að skera
nef af manni „án heimilda frá yfir-
völdum."
Stigamennska var algeng á þess-
um tímum. Þá fóru ræningjar tveir
og tveir saman, annar þeirra réðist
aftan að ferðamanni og greip fyrir
kverkar hans meðan hinn rændi öllu
úr vösum hans. Ferðamaðurinn var
svo skilinn eftir í öngviti. Þessi
stigamennska var ekki eingöngu
stunduð á þjóðvegum heldur var hún
landlæg i Lundúnaborg sjálfri á ár-
unum 1862—3 á stjórnardögum
Viktoríu.
Dag og nótt fjöigaði fórnardýrum
stigamannanna, þeim fór æ fjölg-
andi sem fundust á götum úti með
rtsprengd augu og tunguna lafandi
út um munnvikin. Ögnaraldan lá
c.ins og mara á íbúum borgarinnar.
Enginn þorði að fara út fyrir dyr
nrma í lokuðum vagni. Allra bragða
var neytt til að verjast þessum bóf-
lim, margir gengu með járnkraga
um hálsinn.
Loks var lækkaður rostinn í þess-
um óaldarlýð með því að dæma þá
sem náðust í allt að lífstíðarfangelsi.
Það er ein af ráðgátum glæpasög-
unnar hvernig stóð á þessari óöld á
þessum tíma. Sú ráðgáta hefur ekki
verið leyst.
Ekki er liðin nema öld frá því
likrán var einn algengasti glæpur
þjóðfélagsins. Nú á tímum væri sá
glæpur óhugsandi. Læknar þurfa á
líkum að halda í rannsóknarskyni en
almenningur var ófús að láta lik
sinna nánustu í hendur læknanna.
Margir höfðu af þvi arðvænlega at-
vinnu að grafa upp þá sem nýbúið
var að jarða og selja líkin rannsókn-
arstofum og læknum.
Læknanemar tóku þátt í líkránum
af miklum móð. Hermenn, leynilög-
í skilning um að læknar þyrftu á
þessu hráefni sínu að halda til að
kynnast betur starfsgrein sinni og
þá var leitt í lög að læknar mættu
íá lík úr stofnunum eins og fá-
tækraheimilum og sjúkrahúsum.
Burke og Hare voru frægastir lík-
ræningjar í sinni tíð en v.oru þó ekki
nema dropi í hafinu, þeir voru að
því leyti frábrugðnir stéttarbræðrum
sínum að þeir létu sér ekki nægja
að ræna líkum, heldur framleiddu
þau. Þeir voru orðnir latir að grafa
og fannst auðveldara að myrða.
Einhver svivirðilegasti glæpur
sem um getur, tíðkaðist með lægri
stéttunum í Bretlandi á miðri síð-
ustu öld. Þá var það algengt af-
brot að myrða ung börn í því
skyni að fá greitt tryggingar-
. . . ein þeirra réðist aftan að ferðamanni og greip fyrir kverkar hans,
meöan hinar rændu öllu úr vösum hans.
regla og ástvinir hinna látnu héldu
vörð í kirkjugörðum en fóru oftast
nær halloka fyrir hinum slyngu og
slóttugu ræningjum.
Sir' Astley Cooper, frægasti og
færasti skurólæknir sinnar tíðar
hneykslaði mjög konunglega rann-
sóknarnefnd er hann lýsti þvi yfir
ao hann treysti sér til að komast
yfir líkið að hverjum sem væri í
þjóðfélaginu og skipti þá engu hvaða
stöðu sá hefði skipað. Hann leysti
líkræningja sína úr fangelsi og
styrkti fjölskyldur þeirra meðan
fyrirvinnan var I fangelsi.
Loks tókst þó að koma stjórninni
féð. Líkurnar til þess að börn
yxu úr grasi minnkuðu í réttu hlut-
falli við fjölda þeirra tryggingar-
félaga sern barnið var tryggt hjá.
Eitt ungbarn í Manchester var
tryggt hjá 19 fyrirtækjum.
Börn, sem tryggð höfðu verið,
voru látin deyja drottni sínum úr
hungri og vanhirðu. Oftast var kall-
að á lækni til málamynda þegar ör-
rggt var að lífsvon var að engu
orðin. En sumir foreldrar voru svo
ákafir að fá tryggingarféð útborg-
að að þeir flýttu fyrir dauða barna
sinna og gáfu þeim banvænt eitur
eins og arsenik.
1 réttarskýrslum fyrir hundrað
árum er að finna margar óhugnan-
legar sögur svipaðar frásögninni um
Mary May, en það var árvakur sókn-
arprestur sem kom upp um hana.
Þegar hún flutti í sókn hans, ákvað
hann að hafa strangar gætur á.
henni því hann hafði frétt að 14
börn hennar hefðu verið jörðuð. Ekki
leið á löngu áður en annað barn dó
skyndilega og með grunsamlegum
hætti, svo andaðist bróðir hennar ó-
vænt en hún hafði skömmu áður
tryggt hann. Líkið var grafið upp
og krufið og það fannst arsenik í
líkamanum.
Nútimamönnum mun virðast það
harla ótrúlegt að foreldrar gætu
haft sig til þess að drepa börn sín
fyrir ein 2 til 3 pund rétt eins og
verið væri að selja lömb til frálags.
Innheimtumönnum var jafnvel sagt
að koma seinna þegar næsti krakki
hrykki upp af.
I sumum bæjum í Norður-Eng-
landi voru þeir mun fleiri en íbúa-
talan gaf til kynna, sem tryggðir
voru hjá hinum ýmsu tryggingafé-
lögum og voru ungbörn þar í mikl-
um meirihluta. Læknar, lögmenn og
lögreglumenn vissu hvað fram fór.
Það vissu einnig hinir guðhræddu
forstöðumenn tryggingarfélaganna.
Af öllum þeim miklu glæpum sem
leiddu af meira öryggi í þjóðfélaginu,
var þessi glæpur hryllilegastur.
Forfeður okkar voru sérfræðingar
í allskyns svikum og bellibrögðum
og hirtu lítt um að breyta aðferðum
sínum, enda voru í þá daga engin
blöð sem auglýstu glæpamennina.
Hér er lýsing á einu bragði sem
oft var leikið: Tveir svikarar ving-
uðust við saklaust fórnarlamb inni á
veitingahúsi. Á leiðinni heim kom
annar svikaranna auga á buddu sem
lá á gangstéttinni. 1 buddunni var að
finna skrautlegt fingurgull og kvitt-
un með sem bar með sér að hringur-
inn hefði þá nýlega verið keyptur
fyrir háa upphæð, t.d. £ 150.
Af örlæti sínu bauðst finnandinn
til að skipta jafnt fengnum með
hinum tveimur. Fórnardýrið var tal-
ið á að láta úrið sitt eða fjárupp-
hæð til að sýna að hann treysti
„vinum" sínum. Stundum fékk hann
hringinn í staðinn í sinn hlut og þá
kom alltaf í ljós að hann var verð-
laus með öllu.
Glæpir voru títt framdir gegn
konum. Það var vinsæll glæpur að
nema brott konur sem erfa skyldu
mikil auðæfi. Hinrik VII. lét lög-
banna slíkt en þó þekktist það enn
á stjórnardögum Karls II. Jarlinn af
Rochester rændi sér stúlku sem
érfði mikil auðæfi og giftist hann
henni.
Ævintýramenn komust fljótt að
raun um að auðveldara var að gift-
ast fyrst konunum og ræna þær
síðan á löglegan hátt. Þá var það
ákveðið i lögum að gift kona skyldi
halda eignum sínum. Þar með var
það sund lokað bófum.
Það virðist okkur harla kynlegt
að forfeður okkar skuli hafa orðið'
að semja sérstaka löggjöf um hler-
anir. Það var stranglega bannað að
liggja á hleri fyrir utan glugga eða
bak við vegg, hlusta á deilur manna
og gera sér mat úr því, bera gróu-
sögur út um náungann og rógbera
hann.
Ef til vill erum við nútímamenn
ekki plagaðir af slíkum njósnar-
mönnum einfaldlega vegna þess að
veggir okkar eru þykkri og glugg-
arnir hljóðheldari. Nú liggja þessir
menn á símalínum í sveitum. Mann-
legt eðli hefur ekki breytzt til muna.
4
VIKAN