Vikan


Vikan - 26.02.1959, Side 21

Vikan - 26.02.1959, Side 21
vist sinni, jafnvel háttsettu fólki, aðlinum, Plantel- fólkinu, Penoux-Ratoud og þeirra líkum, og hinu — fólki, sem hefur verið ríkt svo öldum skiptir. „Það varð að sætta sig við það, vegna þess að hann var sterkari en það, vegna þess að hann var kænni. „Meðan hann var á lífi, varð það að líta á hann sem jafningja sinn ■— eins og mig nú. Meðan hann var á lífi, varð fólkið að vera sífellt á varðbergi. En hver átti að koma í hans stað, þegar hann dó? Renglulegur, nítján ára strákur, sem skyndilega kom frá Noregi, klæddur ein- kennilegum fötum. Ákveðinn strákur, með vilj- ann skinandi úr augunum. „Þér eruð ekki af sama sauðahúsi, og því verðið þér að trúa. Það kann að vera, að þér séuð hnarreistur og jafnvel sauðþrár, en þér eigið eftir að fá slæma byltu, og það fyrr en síðar. „Eg tala þannig við yður, vegna þess að mér lízt vel á yður. Mér er sama hver drap frænda yðar. Mér er sama hvort það var frú Colette eða einhver annar.“ „Það var ekki hún.“ ,.Já, ég efast lika um það. En það skiptir ekki mestu. Hvort sem hún er sakfelld eða sýknuð, verður Mauvoisin-fólkinu komið fyrir kattarnef. Allir sem hata Mauvoisin-nafnið —- og það gera allir í La Rochelle — munu veitast að yður. Og hvað ætlizt þér lika fyrir? Halda áfram á sömu braut og frændi yðar, hér í borginni? Vitið þér hvað það þýðir? Það þýðir að leita á náðir ann- arra. Það þýðir, að gefa Plantel og mér fyrir- skipanir, Panoux-Rataud og öllum hinum. Og þér kannizt ekki einu sinni við leikreglurnar. Þér kannizt ekki við neitt. Og svo leitið þér á náðir tengdaföður yðar. Ágætismaður, efast ég ekki um, en hann er einnig úr okkar hjörð. Og það verður hann, þar til hann deyr.“ Framhald á bls. 13. Framhaldssaga eftir G. Simenon járnvara- lyggingarvörur rafknúin vinnu- verkfæri. rafmótorar. handverkfæri fyrir flesta iðnaðarmenn. i miklu úrvali öll hugsanleg blikksmíði, stanzavinna, fjöldaframleiðsla. verkfæri- blikksmíöi- bæði utanhúss og innan í miklu úrvali. J.B. PÉTURSSON BLIKKSMIÐJA • STÁLTUNNUGERÐ JÁRNVÖRUVERZLUN Ægisgötu 4 og 7. Sími 15300—13125—13120. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.