Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 25
Kæni skraddarinn
Einu sinni var kóngsdóttir,
sem var svo drambsöm, að úr
hófi keyrði. Ef einhver biðill
kom á fund hennar, þá bar hún
upp fyrir honum gátu, og gæti
hann ekki ráðið hana, var hon-
um vísað á bug með háðung.
Hún lét þá gera heyrum kunn-
ugt, að hún skyldi engan eiga,
nema þann, sem réði gátuna,
hver sem hann svo væri. Loks
gáfu þrír skraddarar sig fram.
Tveir þeir eldri héldu, að þeir
væru búnir að stinga svo margt
nálsporið um dagana og alltaf
á réttan stað, að þeir mimdu
líka hitta á hið rétta í þessu
efni. Þriðji skraddarinn var
ungur og mesti sólargapi, sem
aldrei gat lært að stinga rétt
nálspor. Hann hugsaði nú með
sér, að fyrst lánið væri aldrei
með sér í neinu, þá skyldi hann
reyna að fara þessa bónorðsför.
Hinir réðu honum til að fara
hvergi, því að honum mundi
verða lítið ágengt með svo lít-
ið vit í kolli, sem hann hefði.
En litli skraddarinn lét það ekki
á sig fá, sem þeir sögðu, held-
ur kvaðst hann ætla sér að
i’eyna þetta, þótt hann svo yrði
að missa höfuð sitt, og kvaðst
hann geta spilað á eigin spýt-
ur. Að svo mæltu hélt hann af
stað og var í bezta skapi, rétt
eins og öll veröldin væri á hans
valdi.
Þeir fóru nú allir á fund
kóngsdóttur og sögðu, að hún
skyldi bera upp fyrir þeim gát-
una. Nú væru hinir réttu biðl-
ar komnir og þeir hefðu svo
hárfínt vit, að þræða mætti með
því saumnál. Þá mælti kóngs-
dóttirin:
— Ég hef tvenns konar hár á
höfði mér. Hvernig er það litt?
— Nú, er það ekki annað en
þetta ? sagði sá fyrsti. — það er
víst svart og hvítt eins og dúk-
ur sá, sem þeir kalla pipar og
salt.
— Rangt getið, sagði kóngs-
dóttir. — Nú á sá næsti að
svara.
— Já, svaraði hann, ef það er
ekki svart, þá er það víst jarpt
Saga
barnanna
og rautt eins og helgidagafrakk-
inn hans pabba míns.
— Rangt getið, sagði kóngs-
dóttir.
— Nú er komið að hinum
þriðja, ég sé það á honum, að
hann muni vita það.
Þá gekk litli skraddarinn
fram og sagði:
— Kóngsdóttirin hefur gull-
hár og silfurhár á höfði sér, og
þá hefur það báða litina.
Þegar kóngsdóttirin heyrði
þetta, fölnaði hún upp og var
nærri því fallin í öngvit af ótta,
því að litli skraddarinn hafði
getið rétt, en hún hafði verið
alveg viss um, að enginn mað-
ur í heiminum vissi það. Þegar
hún hafði jafnað sig dálítið,
sagði hún:
— Þú ert nú ekki búinn að
ná mér fyrir því arna. Ég set
þér annan kost, sem þú verður
annað hvort að ganga að eða
hafna. Niðri í búrinu liggur
björn, og hjá honum átt þú að
vera í nótt, og ef þú verður lif-
andi snemma í fyrramálið, þeg-
ar ég kem á fætur, þá skaltu
verða maðurinn minn.
Með þessu móti ætlaði hún
sér að losna við skraddarann,
því að til þessa hafði enginn
komizt lifandi úr klóm bjarn-
arins. En skraddarinn lét sér
hvergi bregða og svaraði henni
alls óhræddur: Hugur ræður
hálfum sigri.
Strax þegar kvöldaði, var
farið með skraddarann ofan í
búr bjarnarins. Björninn ætl-
aði óðara að ráðast á hann og
bjóða hann velkominn með
hramminum, en skraddarinn
sagði:
— Hafðu þig hægan, vinur
minn, hafðu þig hægan! Ég skal
koma vitinu fyrir þig!
Síðan tók hann með mestu ró-
semi eins og ekkert væri um að
vera nokkrar hnetur upp úr
vasa sínum, braut þær og át
kjarnana.
Þegar björninn sá þetta, fór
hann líka að langa í hnetur.
Skraddarinn fór þá ofan í vasa
sinn og rétti honum hnefafylli
sína, en það voru ekki hnetur,
heldur steinar. Björninn tók þá
í munn sér og beit í eins og
hann gat, en það kom fyrir ekki,
hann gat ekki brotið þá.
Ég hlýt þó að vera mun sterk-
ari, hugsaði hann, get ég þá
ekki einu sinni brotið hnetur?
— Brjóttu þær fyrir mig,
sagði hann við skraddarann.
— Þarna sérðu, hvað þú mátt
þín mikils, sagði skraddarinn.
Þú hefur nógu stórt ginið, en
getur þó ekki einu sinni brotið
eina hnetu.
Hann tók nú steinana, hafði
í snatri skipti á þeim og hnet-
um og braut þær hverja af
annarri.
— Þú lofar mér að reyna aft-
ur sagði björninn. — Fyrst þú
getur það, þá er svo að sjá, sem
það sé hægðarleikur.
Skraddarinn fékk honum auð-
vitað steina, og björninn tók
til á ný og beit á af öllum kröft-
um, en eins og getur nærri,
þá vann hann ekki á þeim.
Nú tók skraddarinn upp fiðlu
og fór að spila danslag. Þegar
björninn heyrði það, réð hann
ekki við sig og fór að dansa.
Þegar hann hafði hoppað
stundarkorn, sagði hann:
— Er erfitt að læra að spila ?
— Nei þvert á móti. Maður
styður bara með vinstri hendi
á strengina og dregur bogann
yfir þá með hægri hendinni.
Sjáðu bara, hvað mér gengur
það ágætlega.
Hopsasa, fallerallera!
— Mér þætti gaman að læra
að spila, sagði björninn, því að
kem með skærin, sagði skradd-
arinn. Svo lét hann björninn
rymja eins mikið og hann vildi
og lagðist fyrir á hálmbing úti
í horni og sofnaði þar. Þegar
kóngsdóttirin heyrði hinn ógur-
lega rymjanda í búrinu um
kvöldið, hélt hún, að björninn
væri að rymja af gleði yfir því,
að hann hefði gert út af við
skraddarann. Hún fór því alls
hugar glöð á fætur um morg-
uninn, en þegar hún gægðist
inn í bjarnarbúrið, sá hún
þá gæti ég dansað, þegar ég
vildi. Viltu kenna mér það?
— Já, hjartans gjarna, sagði
skraddarinn. — Allt er undir
því komið, að þig skorti ekki
hugvitið. En lofaðu mér að sjá
á þér hrammana. Klærnar þær
arna eru allt of langar, það má
til að klippa dálítið framan af
þeim.
Svo fékk hann sér skrúftöng,
og björninn varð að stinga klón-
um inn i hana, en hann iðraðist
þess brátt, því skraddarinn
skrúfaði hana svo fast, að hann
gat ekki hreyft sig úr stað.
— Bíddu við, þangað til ég
skraddarann standa þar ljóslif-
andi. Varð hún þá svo skelk-
uð, að hún gat engu orði upp
komið. En nú gat hún ekki leng-
ur haft nein undanbrögð í
frammi, því að hún var búin
að lofa opinberlega að eigá
hann. Lét nú konungur aka
fram viðhafnarvagni sínum, og
kóngsdóttirin varð að setjast í
hann hjá skraddaranum og aka
til kirkjunnar til hjónavígslu. ■
En þegar þau voru nýstigin
upp í vagninn, sáu þau björn-
inn koma á eftir sér, bálreiðan
og rymjandi. KóngsdóttiriU
Framhald á bls. 22. ■
VIKAN