Vikan - 26.02.1959, Qupperneq 26
DAGURIMM I DAG . ..
Framhald af bls. 15.
gamla söngva og nýja, en meira
hefði mátt vera um frumorta texta.
Eitt af skemmtiatriðum mótsins
var leikritið „Víxlar með afföllum“
eftir Agnar Þórðarson. Mun þetta
vera í fyrsta skipti sem það hefur
verið sviðsett og tókst það vel með
þeim Guðrúnu Agnarsdóttur ritstjóra
Verzlunarskólablaðsins í hlutverki
Jónu Jódísar, TJlfari Guðmundssyni
í 4. bekk í hlutverki Bergþórs Björns-
sonar, Magnúsi Jónssyni i 3. bekk i
hlutverki Denna og síðast en ekki
sízt Gunnari Ólafssyni í 3. bekk í
hlutverki Nikulásar.
Ýmislegt fleira var þarna til
skemmtunar t. d. bókmenntakynn-
ing, svokölluð 6. bekkjar vaka, en
sá bekkur sá um þesa kynningu
með aðstoð íslenzku kennarans.
Einnig var þarna danssýning er
vakti mikinn fögnuð en það var
Charleston frá 1925 sem sýndur var.
Einleik á píanó lék tílfar
Guðmundsson með ágætum þrátt fyr-
ir þær erfiðu aðstæður að alltof stutt-
ur tími. gafst á milli þess þáttar og
ieiksýningarinnar, þar sem hann lék
eitt hlutverkið.
Hinn vinsæli og virðulegi skóla-
stjóri Verzlunarskóla Islands dr. Jón
Gislason sótti mótið, en það mun
hann hafa gjört hverju sinni síðan
Marsera.
hann varð skólastjóri, nemendum til
óblandinnar ánægju.
„Dagurinn í dag er dagurinn okk-
ar,“ sagði Guðmundur Þ. Agnarsson
fyrrv. ritstjóri Viljans í ræðu þeirri
er hann flutti við afhendingu verð-
launa. Við, sem vorum þarna við-
stödd, fundum að þetta var rétt.
Verzlunarskólanemendur áttu þennan
dag og þeir fóru vel með eignar-
rétt sinn. Stundin i Sjálfstæðishús-
inu var öllum viðstöddum til óbland-
innar ánægju og þeim sjálfum til
sóma.
Þetta voru glæsileg ungmenni, sem
þarna voru samankomin, fallega bú-
in, frjálsmannleg og prúð í allri fram-
komu.
Þetta er íslenzka æskan sem syng-
ur: „Ó, lát þú mig herra í hæðum,
hafna í verzlunarstétt."
D Y N G J A N
Framhald af bls. 21,.
prjóni en lykkjur teknar af fyrir
þumlung. Þannig: prjónið 4 lykkjur
látið næstu lykkjur á bandspotta og
fitjið upp 7 lykkjur í staðinn. Prjón-
ið út prjóninn. Prjónið síðan áfram
sléttprjón þar til allt sléttprjónið
mælist 7 cm. Þá er fellt af, 2 lykkj-
ur í byrjun hvers prjóns þar til ekk-
ert er eftir. Nú er handarbakið prjón-
að með hvítu mohair-garni á prjóna
nr. 3 y2 og prjónað sléttprjón þar til
allt sléttprjónið mælist 7 cm. Þá er
fellt af, 2 lykkjur í byrjun hvers
prjóns þar til ekkert er eftir. Nú er
handarbakið prjónað með hvítu mo-
hair-garni á prjóna nr. 3% og prjón-
að sléttprjón með þessar 24 lykkjur
sem bíða. Á fyrsta prjóni er jafnt
fellt af þar til 16 lykkjur eru eftir
og 1 lykkju aukið út i hvora hlið
(saumið saman) (18 lykkjur á prjón)
Prjónið því næst áfram, þar til prjón-
ið mælist ca. 7 cm. Þá er fellt af 2
lykkjur i byrjun hvers prjóns, þar
til ekki er meira eftir.
Þumalfingur: Skiptið hinum 7
lykkjum sem teknar voru upp á
bandspottann og einnig hinum 7 sem
teknar voru á prjóninn nr. 3 og prjón-
ið sléttprjón með bláu garni, áfram
þessar 14 lykkjur þangað til þumal-
fingur mælist 3% cm. Þá er fellt
af þannig: * 1 slétt og 2 sléttar sam-
an * endurtekið frá * til * umferð-
ina út.
Prjónið eina umferð án úrtöku.
Næsta umferð: prójnið 2 lykkjur
sléttar saman alla umferðina út. Slít-
ið garnið frá, dragið endann gegnum
þær lykkjur sem eftir eru með
stoppunál og gangið síðan frá end-
anum.
Pressíð á röngunni og saumið sam-
an. Vinstri vettlingurinn prjónist á
sama hátt, en að vísu með þumal-
fingurinn hinu megin í lófanum.
HVER ÁRLA RÍS . . .
Framhald af bls. 27.
yðar fréttir," sagði hann, „því þæi'
hafa stíl.“ Mér þótti þetta lof gott —
af því að það kom frá þessum manni.
En I frekar erilsömu stai'fi, þegar
oft verður að hafa hraðann á, geta
mönnum orðið mistök á, fréttamönn-
um og þulum sem öðrum, og við fá-
um þá sendar hnútur. Mér verður þá
stundum hugsað til erlendra frétta-
þula, t. d. hjá BBC þegar þeir verða
að endurtaka hálfar, jafnvel heilar
setningar, eins og fyrir getur komið,
með viðeigandi athugsemd eins og
t. d.: ég verð vist að lesa þetta aftur,“
„það vantar í þetta botninn" o. s.
frv. Hér yrðu slík mistök kærkomið
efni til sparðatínslu og hnútukasts.
— Telurðu, að lengja beri frétta-
tímann á morgnana?
— Nei, menn vilja hafa sína morg-
unandakt, aðrir sína morgunleik-
fimi, enn aðrir, kannske flestir, sína
musík. Til lesturs eru ætlaðar tíu
mínútur. Þess vegna verð ég að velja
og hafna, þjappa saman fréttum,
forðast endurtekningar frá kvöldinu
áður, eftir þvi sem unnt er og ganga
frá þeim eftir beztu getu og éftir
því sem frekar naumur tími leyfir.
Seinast en ekki síst — ég segi það
ekki mín vegna, því að ég er kominn
á þann aldur, að aðrir munu taka
við áður en mjög langur tími liður:
Þetta starf er unnið utan venjulegs
vinnutima. Sá, sem það gerir, hefur
engan staðgengil að morgni, ef hann
er illa fyrirkallaður eða lasinn og
verður að „standa sina pligt“ hvað
sem tautar, hvernig sem viðrar að
vetrarlagi. En þetta tilheyrir starf-
inu og er varla umtalsvert. Þetta
mega menn þó gjarnan vita, þeir,
sem ekki hafa hugsað út í það. En
nú er þetta rabb víst orðið fulllangt,
Vikan flytur svo kannske kveðju
mína hverjum sem les.
Og það gerir hún.
Nemendamótsnefnd.
PEZ
Ljúffengar hálstöflur!
Hressa og hreinsa
hálsinn!
Tilvaldar fyrir:
SÖNGMENN,
RÆÐUMENN
og alla, sem umgangast
eða starfa í fjölmenni.
Hentug vasahylki!
Handsnerting óþörf!
PEZ er framleitt í 40
löndum!
Bragðtegundir við allra
hæfi!
Súkkulaðiverksmiðjan
LINDA h.f.
Ahureyri
LINDU-umboðið h.f.
Reykjavík