Vikan - 26.03.1959, Side 5
SÁ maður, sem mestan heiður á af
stofnun öflugrustu virkja al-
þýðusamtakanna í landinu, er
vafalaust Ólafur FYiðriksson. Hann
stofnaði fyrsta jafnaðarmannafélag
landsins, ritstýrði siðan dagvsbrúnum
og alþýðublöðum, stofnaða hásetafé-
lag og alþýðusamband og vann manna
mest að umhirðu þessara nytjajurta
;sinna fyrstu áratugina, léði þeim
skjól með því að standa sjálfur í
eldlínunni og veitti þeim það vaxtar-
magn, sem gert hefur þau síðar að
nytsömum samtökum aðstandenda
sinna.
Ólafur Friðriksson fæddist 16.
ágúst 1886 á Eskifirði. Foreldrar
hans voru hjónin Ragnheiður Jóns-
■dóttir og Friðrik Möller póstaf-
greiðslumaður þar og siðar póst-
meistari á Akureyri. Föðurætt Ólafs
er dönsk að langfegðatali, en mun
hafa flutzt hingað til lands um alda-
mótin 1800 og hefur síðan blandað
blóði og geði við Island og Islendinga.
■ólafnr gekk í Gagnfræðaskólann á
Akureyri og útskrifaðist þaðan 1903,
ekki með neitt óskaplegri einkunn.
Hann sigldi utan til Kaupmannahafn-
ai' 1906 og þar var hann á níunda ár
við margháttuð störf og nám. Á því
tímabili skrifaði hann greinar í hér-
lend blöð; til dæmis þess efnis, ,,að
landið ætti nógan auð handa þjóð-
ir.ni, ef menn hagnýttu hann og
skiptu honum réttilega.“ Hann vildi
einlægt leiða menn í allan sannleika
um jafnaðarstefnuna, sem hann
taldi allra meina bót í þjóðfélaginu,
•ef rétt væri á haldið.
Heim kom hann svo vorið 1914 og
hélt þá til Akureyrar. Þar stofnaði
hann fyi'sta jafnaðarmannafélag
landsins. Eftir nokkra veru á Akur-
eyri hélt Ólafur til Reykjavíkur.
Hann segir: ,,Ég kom til að sannfæra
Islendinga um, að nauðsynlegt væri,
að þeir tæku upp að minnsta kosti
að nokkru leyti fyrirkomulag jafn-
aðarstefnunnar.“
Með komu Ólafs til Reykjavíkur
var að sönnu brotið blað í sögu
verkalýðshreyfingarinnar á íslandi.
Hann hafði ekkert minna verkefni í
huga en leiða Islendinga í allan sann-
leika um jafnaðarstefnuna — og leizt
fæstum það sældarbrauð eða smá-
ræði, enda var hugsunarháttur al-
mennings þá mjög fjarhuga slíkum
stefnum, slæmur orðrómur hafði
borizt erlendis frá, og svo voru al-
þýðumenn næsta skeytingarlausir um
öll hagsmunasamtök. Hins vegar
vofðu yfir þær breytingar á atvinnu-
lífi landsmanna, að þær gerðu jafn-
aðarstefnuna hugsanlegri.
Or LAFUR Friðriksson hóf útgáfu
blaðsins Dagsbrún stuttu eft-
ir komu sína til Reykjavíkur
og hélt því úti, unz Alþýðublaðið
hóf göngu sína árið 1919, en þá
varð hann ritstjóri þess og hélt þeim
sess til 1922, er honum var vikið frá
ritstjórn. Ólafur lét nefnilega aldrei
kúska sig eftir þægð og hagsmunum
forystunnar, heldur fór sínu algjör-
lega fram og skeytti litt um eigin
hag. Samtals hefur hann þrem sinn-
um verið ritstjóri Alþýðublaðsins og
sömuleiðis þrisvar sviptur þeirri
tign. Þá átti hann ennfremur stóran
hlut að stofnun Alþýðuflokksins og
Alþýðusambandsins og var formaður
þess um skeið og lengþ í stjórn og á-
vallt setið á þingum og hefur
hann þótt þar ómissandi fastur liður
á dagskránni. Ekki eru enn upp tald-
ar allar félagastofnanir Ólafs eða
brautryðjendastörf, þvi hann gekkst
fyrir stofnun Hásetafélags Reykja-
víkur, sem nú heitir ámóta þjóðlegu
nafni og Sjómannafélag Reykjavíkur
og átti sæti þar í stjórn og setið sí-
fellt á þingum þess! Þá bjó Ólafur í
Fjalakettinum að Aðalstræti 8 og
var æði gestkvæmt hjá honum þær
vikurnar.
Afrekin eru samt ekki öll enn, þvi
1915 kom hann því svo fyrir, að bor-
inn var fram í fyrsta sinn sjálf-
stæður Verkamannalisti, sem auk
þessi sigraði í bæjarstjórnarkosning-
um það ár.
Fáum yngri mönnum eru sennilega
ljósir erfiðleikar þeir, sem staðið
hafa i vegi fyrir hugsjónaeldi Ólafs
á þessum árum. Verkalýðsfélög áttu
mikilli andstöðu að mæta og skiln-
ingsleysi verkamanna sjálfra dró úr
áhrifamætti samtaka þeirra. En orð
Ólafs fundu hljómgrunn meðal verka-
manna; kjörin voru heldur ekkert
sældarbrauð í þá daga, kola- og salt-
burður sligaði margan manninn langt
fyi'ir aldur fram og húsnæði margra
verkamanna þætti nú vart sæmandi
búpeningi. Ýmsir höfðu því horn i
síðu hans og ýmissa bragða var
neytt til að koma Ólafi á kné, en
hann harðnaði við hverja raun.
„Hákarlinn44 99við
andlát íhaldsins!“
□ LAFUR FRIÐRIKSSDN
SKAPHAFNIR Ólafs eru fleiri en
hér hefur verið upp talið og
raunar langtum víðtækari, en
rúmast á einu blaði. Hann hefur lagt
gjörva hönd á skáldsagnaritun og
látið frá sér fara „Allt í lagi í
Reykjavík" og „Upphaf Aradætra"
og tók sér hálfgert skáldanafn að
hætti stórskálda, sem gefa út frum-
verk og kallaðist Ólafur við Faxa-
fen. „Allt í lagi í Reykjavik“ er eink-
ar spennandi saga um bífræfið
bankarán, sem undirbúið var af snilli
og kænsku, þannig að grafin voru
gögn undir fjárhirzlu Landsbankans
og hlaupizt á brott með allt heila
dótið. Ógnþrungnar stemningar
ríkja í bókinni, dulúðgar bréfaskrift-
ir ríða þar húsum og skemmtileg
spegilmynd hins ýkta smáborgaxalífs,
sem hrærist hér S Reykjavík. Þá gaf
hann einnig út „Gamanblaðið."
EN eitt allia helgasta hugðarmál
Ólafs eru alls kyns náttúru-
fræðiathuganir; hann hrærist
i jarðlögum og gróðurtilraunum, í
milli þess sem hann áður fyrr rækt-
aði refi og tók sér fyrir hendur að
ala iiþP Svartbaka og máva. Hann
hefur ritað all mikið um þau efni.
Nefna má „Um för Fr. Nansens og
félaga yfir meginjökul Grænlands,“
kunnuglegt rit „Um hákarlinn“ og
háprósa á borð við „Við tjörnina".
Eitt sinn hitti kunningi Ólafs hann
á leið sunnan úr Fossvogi. Þar hafði
liann nýlokið merkri tilraunastarf-
semi í þágu Flóru Islands: Hann
hafði um haustið safnað allmiklu af
fræjum af ■ jurtum og blómum, úr
holtunum og móunum i kring. Síðan
sáði hann öllum fræjunum, en lán-
aðist ekki að koma einni einustu upp.
Kunninginn spurði, hverju hlutverki
slíkar tilraunir þjónuðu. Þá hélt Ól-
afur yfir honum stuttan ræðustúf,
þar sem margt kemur fram í skap-
gerð mannsins: „Þú veizt, að það er
iðulega verið að gera tilraunir með
útlendar nytjajurtir eða skrautblóm
og trjátegundir. Og þær. misheppnast
oft. Þá segja menn,
að þetta sé þýðingar-
laust, þessar jurta-
tegundir geti ekki
þrifizt á Islandi. Nú
hef ég gert samskon-
ar tilraunir með fræ
af íslenzkum jurtum.
Hún hefur mis-
tekizt, þótt ég hafi
reynt að gæta allr-
En það er ekki hægt
JORIÐ 1918 fór Ólafur til Kaup-
mannahafnar og hugðist fá því
framgengt við danska jafnað-
ttrmenn, að fullnægt yrði kröfuna
meirihluta Islendinga um sjálfstæði.
Vissir sagnfræðingar telja, að það
hafi orðið til þess, að nefndir voru
skipaðar' til að gera tillögur um lausn
sambandsmálsins, og má mikið rétt
Itá
ar varúðar
að segja að þær jurtir geti ekki þrif-
izt hér á landi, því að þær vaxa hér
alls staðar I kringum okkur. Og eins
er með ýmsar af hinum tilraunun-
um; það sannar ekki nokkurn skap-
aðan hlut, þótt þær mistakist einu
sinni, tvisvar, oftar.“ Þarna er Ólafi
nokkuð vel lýst með eigin orðum.
Það hvarflar ekki að honum að gef-
ast upp, þótt í móti blási í fyrstu;
hann gerir aðra tih'aun, síðan koll
af kolli, þar til árangur hefur náðst.
Það er þessi eiginleiki, sem hefur
orðið mörgu góðu málefni, sem mað-
urinn hefur stutt, til ómetanlegs
liðsauka, en hinsvegai' hefur hann
sennilega sjálfur goldið þess.
Á sinum tíma stóð Ólafui' i sti'iði
miklu útaf rússneskum dreng, ér hér
var í hans umsjá. Þá var honum
stungið í „Steininn", eftir mikið hark
og læti, þannig að lá nærri uppreisn-
artilraun. Þegar Ólafur var laus úr
dýflissunni birti hann í blaði sínu
Alþýðublaðinu eftirfarandi fyrirsögn;
„Kristján Friðriksson náðar Ólaf
Friðriksson." Þótti þetta æði mikil
dirfska að tala á þennan hátt um
sjálfan konung vorn, sem þá var.
Um hríð hneigðist Ólafur til fylgi-
lags við svonefnda ,,bolsjevika“;
fannst honum forystulið Alþýðu-
flokksins nokkuð lúið' og spakt, svo
það samrýmdist ekki hinum róttæku
sósialdemókratísku skoðunum, sem
hann hafði alið i brjósti af brennandi
áhuga árafjöld.
Ólafur Friðriksson er einn þeirra
manna, sem sagan mun varöveita
betur en kynslóð hans hefur hingað
til gert. Á yngri árum leiddi hann
á „í’éttar brautir" þá menn, sem síð-
ar urðu leiðandi menn Alþýðuflokks-
ins. Margir minnast enn þrumandi
hvatninga hans í gömlu Bárubúðinni
og Stefán Jóhann Stefánsson, Am-
bassador minnist sjálfsagt prédikana
hans á Skjaldbreið og Uppsölum. Þá
gæti verið, að Haraldur Guðmunds-
son Ambassador hafi ekki gleymt
gönguferðum þeirra, þegar Ólafur
rótfesti jafnaðarstefnuna í huga hans.
Hann er enn yngri í anda en flestir
ungu menninir, sem hann talar við
á kaffihúsunum, þótt hann drekki
ekki og sé bannmaður á vin. Hann
er léttur á fæti og fús til rökræðna,
ef menn sýna sanngirni. Hann er
sennilega einhver mesti sjórnmála-
spekúlant samtímans, athugull nátt-
úrufræðingur, fyrrverandi rithöfund-
ur, byltingaseggur, hugsjónamaður
og stækur bindindismaður.
A7IKAN
5