Vikan - 26.03.1959, Síða 9
ALLT A SAMA STAÐ
CHAIMPION - KRAFTKERTI
fáanleg í flestar tegnndir bifreiða.
öruggari ræsing, meira afl og
allt að 10% eldsneytissparnaður.
Skiptið reglulega um kerti.
Ný Champion-rafkerti fyrir Wolks-
wagenbifreiðar.
Egill Vilhjálmsson hi.
LAUGAVEG 118
SlMI 2-22-40
■■■■■■■■•■■■■UMHU*MiiiHima*M»u»UHmuiaH»HMua»uuaHuuH»mHiaBiiMiiaB»uHiaiiiUHi»i»aiM«iuiiituHMun
verður að lýsa honum, segja þeim allt, sem þú
veizt um hann. Og þá. þarftu aldrei framar að
hugsa um þetta. Skilurðu það?“
„Já.“
,,Ég vissi, að þú myndir skilja það.“
Hann œtlaði að rísa á fætur, en læknirinn
sagði. „Nei, þú veiður hjá henni. Eg skal segja
þeim, á eiðinni út. Þessar næturvökur eru ekki
fyrir gamla menn eins og mig.“ Hann stóð upp og
tók í huðrarhúninn. „Þegar þeir finna hann,“
sagði hann harðneskjulega, „langar mig til þess
að —“ hann þagnaði, en vissi að þau skildu.
Stóri, hvithæði maðurinn í krumpnu fötimum
var Christensen lögregluforingi. Litli, veikbyggði
maðurinn með yfirskeggið var Dahl sýslufull-
trúi. Venjulega, sagðl Dahl, skipti hann sé ekki
að glæpamálum, en þegar — það er að segja í
tilfellum sem þessum, þurfti hans með. Allir
verða að hjálpa til. Frú Barton varð líka að hjálpa
til. Þótt henni þætti það leitt, varð hún að svara
spurningum Christensens hreinskilnislega og
feimnislaust. Vildi hún gera það?
Julie sá, að Tom kinkaði hughreystandi kolli.
,,Já,“ sagði hún.
Hún horfði á Christensen lögregluforingja taka
fram minnisbók og penna. Þegar hann ýtti fram
oddinum á pennanum, var eins og fJann væri að
skjóta á eitthvert skordýr, sem flaug í loftinu.
Hann sagðí: „Fyrst vil ég, að þér segið mér
hvað kom fyrir. Allt sem þér munið.“
Hún sagði honum það, og hann krotaði allt
niður í minnisbókina.
„Hvað var klukkan?" spurði hann.
„Eg veit það ekki.“
„Um hvaða leyti? Þetta er mikilvægt vegna
fjarvistarsannana. Hvenær fóruð þér að sofa?“
„Klukkan hálfellefu."
„Og maður yðar kom heim um tólfleytið, svo
að við vitum, að þetta bar við milli hálf ellefu
og tólf.“ Lögregluforinginn ávarpaði minnisbók
sína og setti stút á varirnar. „Svo er eitt, sem
skiptir enn meiru máli.“
„Nú?“
„Það er þetta. Mynduð þér kannast við mann-
inn, ef þér sæjuð hann aftur?“
Hún lokaði augunum og reyndi að sjá fyrir
sér þennan ógnarlega skugga, en hann fann að-
eins til lamandi ótta. „Nei," sagði hún.
„Þér virðist ekki vera viss.“
„Ég er það.“
„Hvernig getið þér verið það? Já, ég veit,
að það var myrkur í herberginu og allt það, en
þér sögðust hafa verið vakandi, þegar hann kom
imi. Það þýðir, að augu yðar hafa vanizt myrkr-
inu. Og eitthvert ljós hefur skinið frá götu-
ljósinu fyrir utan. Þér hafið ef til vill ekki séð
vel, en þér hljótið að hafa séð eitthvað. Ég meina
nóg til þess að benda á manninn, ef yður gæfist
færi á því. Ekki satt?“
Hún gerði sér óljósa grein fyrir því, að hann
/. HLUTI
hafði rétt fyrir sér, og að hún hefði rangt fyrir
sér, en henni fannst hún ekki geta við þvi gert.
„Jú,“ sagði hún, „en þannig var það alls ekki.“
Dahl tvísteig. „Frú Barton,“ sagði hann, en
Christensen þaggaði niður í honum með stutt-
legri bendingu.
„Sjáið þér til,“ sagði lögregluforinginn. „Við
skulum hugsa okkur það þannig. Ef við hefðum
nú þennan mann einhvers staðar, þar sem þér
gætuð séð hann en hann gæti alls ekki séð yður.
Skiljið þér? Hann myndi vera beint fyrir fram-
an yður og myndi ekki einu sinni vita af þvi,
að þér væruð að horfa á hann. Haldið þér ekki,
að það væri auðvelt að þekkja hann þá?“
Julie sárlangaði til þess að gefa honum það
svar, sem hann óskaði eftir, en hvað sem hún
reyndi, gat hún það ekki. Hún hristi höfuðið
vonleysislega, og Christensen lögregluforingi
stundi við.
„Jæja,“ sagði hann, „getið þér þá sagt mér
eitthvað um hann? Hversu stór var hann? Hár,
lítill eða meðalmaður?"
Skugginn gnæfði yfir henni. „Hár. Nei, ég er
ekki viss. En ég held að hann hafi verið hár.“
„Hvítur eða negri ?“
„Ég veit það ekki.“
„Hversu gamall?“
,,,Ég veit það ekki.“
„Eitthvað sérkennilegt við fötin hans. Eitt-
hvað, sem þér tókuð eftir?"
Hún ætlaði að hrista höfuðið á ný, en skyndi-
lega mundi hún. „Hanzkar," sagði hún, ánægð
með sjálfa sig. „Hann var með hanzka.“
„Leður eða ull?“
„Leður." Hún fann enn súrt bragðið af leðr-
inu. Henni varð flökurt.
Penninn þaut yfir blaðið og lögregluforinginn
leit upp vongóður. „Nokkuð annað?"
„Nei.“
Lögreguforinginn gretti sig. „Þetta er ekki
mikið. Ég meina, eins og þér segið frá.“
„Mér þykir það leitt,“ sagði Julie og velti því
fyrir sér, hversvegna hún hefði þessa setningu
á takteinum. Hvað hafði hún gert til þess að
þykja þetta leitt? Hún fann tár sjálfsmeðaumk-
unar koma fram í augum sér, og hún dró hönd
Toms að barmi sér og leit á hann biðjandi.
Henni brá þegar hún sá, að hann horfði á hana
með sama svip og lögregluforinginn.
Hinn maðurinn — Dahl — var “að segja eitt-
hvað við hana.
„Frú Barton,“ sagði hann, og aftur, „Frú Bar-
ton,“ þar til hún leit á hann. „Ég veit hvernig
yður er innanbrjósts, en ég þarf að segja yður
dálítið, sem er afar mikilvægt. Viljið þér hlusta
á mig?“
„Já,“ svaraði hún sljólega.
„Þegar ég talaði við yður, klukkan eitt í nótt,
frú Barton, voruð þér — ja, þér skiljið, að ég
var ekki að reyna að veiða neitt upp úr yður þá.
Ég var að vinna með yður. Með allri sýslunni,
reyndar."
„Ég man ekki eftir því. Ég man ekkert.“
.Einmitt. En þér skiljið það núna, er það ekki?
Og þér vitið, að slík svívirða hefur komið fyrir
þrásinnis undanfarin ár, og það er lagt hart að
okkur."
Julie lét höfuðið falla á koddann og lokaði
augunum.
„Já,“ sagði hún. „Ég veit það.“
„Og við getum lítið gert, ef sá, sem þessari
svívirðu er beittur — fórnarlambið — hjálpar
ekki til. Og hversvegna gerir hún það ekki?
Hversvegna þrjóskast hún svo oft við að benda
á afbrotamanninn í slíkum tilfellum? Vegna þess
að hún hefur ef til vill hvatt manninn í fyrstu,
og hún er hrædd um, að hann segi frá því í
vitnaleiðslunni. Mér er sama hver ástæðan er,
konan er sek um að láta slíkt ófreskju ganga
lausa!
„Heyrið þér nú, frú Barton. Ég er sannfærð-
ur um, að maðurinn, sem þetta gerði, hefur áð-
ur komizt í kast við lögregluna í sambandi við
slíkt — ég vil ekki einu sinni nefna nöfn þeirra.
Það er fjöldi manna okkar að fara í gegnum skrá
yflr slíka menn á þessari stundu, og þegar þeir
finna hinn rétta, komumst við strax á sporið. En
eftir það getið þér ein hjálpað okkur til þess að
losna við hann. Ég vil að þér lofið mér strax, aJS
það munið þér gera þegar að þvi kemur. Það «r
skylda yðar. Þér komizt ekki hjá þvi.“
„Ég veit það. En ég sá hann ekki.“
„Þér sáuð meir en þér gerið yður grein fyrir,
frú Barton. Þér megið ekki misskilja mig, því
að ég er ekki að gefa í skyn að þér séuð að halda
því leyndu. Þér hafið orðið fyrir hræðilegu áfalli.
Þér þurfið að gleyma þessu eins fljótt og hægt
er. Og þér gleymið því ekki, nema þér hjálplð
okkur. Haldið þér nú að þér getið lýst mannimn*
betur?“
Ef til vill haföi henni skjátlazt. Ef til vill hafði
Tom ekki litið á hana, eins og henni fannBt.
Hún opnaði augun vongóð, en sá strax eftir því.
Svipur hans var óbreyttur, en nú hallaði hann
sér áfram og starði á hana, eins og hann gæti
dregið út úr henni svarið með eintómum vilja-
styrk. Og hún vissi, að hann gat það ekki. Tárin
komu fram í augum hennar og hún grét; þá
var klút stungið í lófa hennar. Hún hafði gleymt
hjúkrunarkonunni. Andlitið beygði sig yfir hana
á hvolfi, og það róaði hana. Allir þessir menn
i herberginu - jafnvel maðurinn hennar —
voru henni svo fjarstæðir, eftir það, sem komið
hafði fyrir.
„Frú Barton!" Rödd Dahls var skörp. Tom leit
upp. Dahl hlýtur að hafa séð viðvörunarsvipinn
á Tom, hugsaði Julie þakklát; þegar hann hóf
máls á ný var rödd hans mun mildari. „Frú Bar-
ton, leyfið mér að sýna yður þetta svart á hvítu.
Leyfið mér að sýna yður hvað við erum að berj-
ast við.
„Hættulegur maður leikur lausum hala. Þér
virðist halda að hann hafi verið drukkinn, en
hann var ekki það drukkinn að hann fyndi ekki
fórnarlamb, sem var eitt og óvarið. Hann hefur
líklega haft auga með þessu húsi í margar vik-
ur, og hann hefur vitað, að maður yðar vann
frameftir á kvöldin. Og hann hefur vitað hvernig
komast átti inn í húsið. Hann skrámaði glugga-
kistuna illilega, þegar hann kom inn.
„Hann kom ekki til þess að ræna — honum
gafst kostur á því, en það skipti hann engu.
Hann vildi aðeins eitt.“ Henni til mikillar undr-
unar, gekk Dahl að snyrtiborðinu og tók upp
innrammaða mynd. Giftingarmyndin. „Þetta er
mynd af yður, ekki satt?“
Framhald í nœsta blaöi.
VIKAN
9