Vikan


Vikan - 26.03.1959, Side 15

Vikan - 26.03.1959, Side 15
uauoaaæmair afbrotamenn fá síðasta tækifæri til þess að halda í » liftórunni í baráttu við ljón, en ljónin eru feiknasterlí og þar að auki svel Mönnum ber að minnast þess eftir dauða Cæsars, að á herferðum sinum nýtti hann sér nýjustu grunnreglur hinnar þróuðu rómversku tækni, sem hafa gjörbreytt öllmn hernaði. Hér sést brúin, sem verkfræðihermenn hans byggðu yfir Rín, til þess að rómverskl herinn gæti gengið þnrrum fótum yfir fljóttð inn í skógarþykkni Germana. Leikir fyrir lýðinn Leikir fyrir lýðinn: Soltin Ijón gegn skylmingamönnum. . . . Barátta skylmingamanna og dýra helzta skemmtun Rómverja um þess- ar mundir, en kröfurnar verða bl'ð- ugri og blóðugri. Eftir Caius Tulius. Róm, febrúar 44 f. Kr. Um þessar mundir er eina skemmt- un Rómverja leiksýningar og barátta skylmingamanna og dýra. Ríkis- stjórnin stendur fyrir þessu og held- ur þessar hrollvekjandi sýningar, borgarbúum og nágrönnum til á- nægju. Við héldum í dag inn á hið gamla Forum, þar sem við komum að máli við Liunus Maximus, sem sér um allan undirbúning þessara íþróttaviðburða í Róm. — Næstu sýningar, segir hann, verða miklu tilkomumeiri en í fyrstu. Skylmingamennirnir eru fremstir í sinum flokki, og dýrin eru soltin og þyrst í bardaga. Flestir skylmingamennimir eru dæmdir afbrotamenn, stríðsfangar eða þrælar, en á meðal þeirra eru samt frjálsir borgarar. Þeir læra listir sínar, eins og menn vita, á sérstökum skólum, sem eru undir eftirliti ríkisins — ef til uppreisn- ar skyidi koma, þér hljótið að muna eftir uppreisn Spartakusar, sern i skóla fyrir skylmingamenn. Þeir eru útlærðir í vissum sérgreinum, sum- ir til þess að berjast með stóran skjöld og stutt sverð, svokallaðir samittar, aðrir til að berjast með net, fork og rýting, en þeir nefnast retiarii. Eftir að hafa sigrað þrá- sinnis, geta skylmingamennirnir komizt hjá fleiri bardögum og dregið sig í hlé með álitlega fjárfúlgu. _ Margir þeirra kaupa sér jörð úti á landi og gerast bændur. En auðvitað verður að játa, að fæstir þeirra sieppa héðan. Þeir eru hreinlega dregnir út á löppunum. Ljón svelt í hálfan mánuð. — Hversu mörg dýr hafið þið til næstu sýningar? — Þrjá fíla, nálægt tuttugu ljón og hálfu færri tígrisdýr, og við höf- um svelt þau í hálfan mánuð. Glæsi- legar skepnur! Þetta verða stórkost- legar sýningar. Við höfum hugsað okkur að láta tvo skylmingamenn fást við sterkasta ijónið. — Hvers vegna gat bardagi milli skylmingamanna ekki endað þannig. að annar þeirra játaði sig sigraðan ? — Þá væri víst lítið í allt þetta spunnið. Eg held ekki að mönhum væri vel við það. Áhorfendur krefj- ast þess að sjá blóð. Auk þess ákveða þeir stundum hvernig bardaganum skal lykta. Áður en banastungan er veitt, snýr sigurvegarinn sér aö hin- um æðri áhorfendum og biður úr- skurðar þeirra. Ef þeir lyfta kreppt- um hnefa með þumalfingur upp, táknar það, að hinn sigraði heldur lífi, en snúi þeir þumalfingrinum níð- ur, er dauðastungan veitt. Það hefur svei mér ekki svo sjaltbn komið fyrir, að sigurvegarinn er svo mátt- vana af blóðmissi, að hann heíur sjálfur fallið til jarðar og deyr á leið- inni út úr hringnum, þannig að eng- mn sigurvegari heldur velli. Já, þetta er víst erfitt starf. Liunius Maximus ætti að vita það, því að hann hefur sjálfur barizt ná- lægt tuttugu sinnum í hringnum. Hann ber þess líka merki. Vinstri fóturinn er stifur og handleggimir og andlitið eru margsett svöðusár- Framhald á bls. 26. Erfðaskrá Oæsars opnuð. Rómverjar erfingjar keisarans? Blaðinu hafa borizt þær fregnir, að erfðaskrá Cæsars hafi verið opn- uð. Nokkur atriði hennar hafa þegar verið birt, meðal annars að Decim- us Brutus, einn morðingja hans, hafi verið útnefndur erfingi ásamt fóstur- syninum Octavianusi. Það vekur þess vegna furðu, að D. Brutus hafi verið einn morðingjanna. Það hefur heyrzt, að Cæsar hafi látið skemmti- garða sína handan Tíberár falla i skaut Rómverja, og auk þess mun hver borgari fá 300 sesteríur i sinn Cæsar hafði einnig kímnigáfu. Það er ekkert leyndarmál, að út- lendingar álíta okkur Rómverja ótta- leg dauðyfli, við erum hermenn, tæknimenntaðir, guðhræddir og dug- miklir í þeirra augum, en brosum víst sjaldan, eins og mun vera eigin- legt þjóðum, sem skyndilega eflast til muna. Cæsar hefur sært. marga og komið úr jafnvægi með hinni óskeikulu kimnigáfu sinni, en hann ku vera einn um þennan eiginleika í allri Róm. Vinur hans og hægri hönd á hin- um erfiðu árum Gallastríðanna, var Labienus. Þegar Cæsar hélt tii Róm- ar, sveik Labienus hann og flúði til herbúða Pompejusar. Hinir Róm- verjanna ærðust af reiði. Cæsar tók því næst saman föggur Labienusar, sem hafði flúið frá, og lét senda þæi til hans með beztu kveðjum, þar eð hann kvaðst búast við að Labienus þarfnaðist hinna dýrmætu eigna sinna. Auglýsing: SÆLGÆTI Páfuglar frá Samson, trönur frá. Melos, sauðalær frá Ætóliu, tún fiskur frá Kaldekon, áll frá sundj- inu við Gades, geitur f rá Pessínuk, ostrur og skelfiskur frá Terent, stör frá Róilos og Itilikíu, hnetur frá Thassos, döðlur frá Egypla- landi. Sælgætlsverzlun COKOSAR , Calpurniu dreymdi illa í nótt og varáði Cæsar við að fara i öldungadeildina. Það verður ekki staðfest, hvort eiginkona Cæsars hafi heyrt orðróm um hötanir samsærismannanna í garð Cæsars, en fréttaritari okkar segir Calpurniu hafa dreymt draum, sem boðaði óhapp, síðastliðna nótt. Henni fannst hún sjú hús Cæsars hrynja til grunna og Cæsar í blóði slnu. Við morgunfómina, boðuðu guðimir slys, og hún er sögð hafa varað Cæsar við þvi að ýfirgefa húsið. Hann var þreyttur eftir hátíða- höldin hjá Lepidusi og leið ekki sem bezt. Hann hafði þegar sent Anton- ius til öldungadeiidarinnar, til þess að tilkynna, að hann kæmi ekki, en samsærismenn sendu boð til Cæsars á þá leið, að hann yrði að koma. Það er óvíst hvort þessi skilaboð hafi náð til Cæsars. Eitt er víst, að Cæsar kom, sá og féll. VIKAN 16

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.