Vikan


Vikan - 26.03.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 26.03.1959, Blaðsíða 20
inn í frænku hans, eða til þess að vera uxnkringd- ur krakkanórum. Þegar hann sat við arininn í tágastólniun, horfði hann á myndina af stúlkunum tveim yfir arninum, og sérstaklega á glæsilega mynd konu þeirrar, sem var móðir hans. Þessi hugmynd fékk svo á Gilles, að hann lang- aði helzt til þess að snúa við og komast að hinu sanna. Þetta hefði hann gert, ef hann hefði ekki viljað forðast að sjá frænku sína aftur og ef til vill póstinn líka. Hann ætlaði að spyrja, hvort Octave Mauvoi- sin hefði nokkurn tima beðið um þessa mynd. Gilles þóttist viss um, að það hefði hann gert. Og hann þóttist þekkja frænku sína það vel, að ef hún í eitt sinn hafði neitað honum um mynd- ina, hafi hún ekki látið sig eftir það. Hversvegna hafði hann alltaf komið þangað tómhentur? Hafði honum ekki dottið í hug að milda hana með peningum? Ef Mauvoisin vildi myndina, hlaut hún að vera einhvers virði. Samt hafði hún þrjóskazt við. Gilles gat ímyndað sér samtölin, þegar pósturinn kom heim á kvöldin. „Kom hann í dag? Hann hefur líklega ekki komið með neitt? Hversvegna segirðu honum ekki, að hann geti fengið hana, bölvaða, ef hann borgar fyrir hana?“ Gilles kom að Place d’Armes. Torgið var baðað í sól, og hvergi sást skuggi, nema fyrk utan kaffihúsin, þar sem sólhlífarnar blöktu, rauðar, rauðgular og gular. Hvernig hafði litla húsið verið, meðan þau liföu? Ef til vili hreint og snyrtilegt. Tveir synir höfðu haldið út í heiminn. Annar hafði haldið til höfuðborgarinnar, til hljómleikahallarinnar, sem hann kom aldrei I nema sem áheyrandi. Hinn . . . Gilles signdi sig. Fíngert andlit ömmu hans leið honum ekki úr minni. Veiku keimur af föln- uðinn þlómum barst frá næstu gröf, þar sem jarðarförin hafði farið fram, nokkrum dögum áður. Hann heyrði ekki lengur til mannsins, sem var að raka malarstígana. Hann sneri sér við og sá gamla manninn Vera að þerra af sér svitann, meðan hann horfði flóttalega á Gilles. Þegar Gilles gekk framhjá hinum, hikaði hann og reyndi að vinna bug á feimni sinni. Loks hóf hann máls: „Ef þér viljið að ég hlynni að gröfinni öðru hverju . . »*' Hann hafði líka séð myndina í þorpsblaðinu. „Þekktuð þér afa minn?“ „Auðvitað þekkti ég hann. Við vorum meira að segja í skóla saman, þótt hann hefði farið, skommu eftir að ég byrjaði . . . Maður fékk ekki að vera lengi í skóla í þá daga. Maður varð strax að byrja að hafa ofan af fyrir sér. Hvern hefði órað fyrir því þá, að allt þetta ætti eftir að koma fyrir? Haldi j þér að það hafi verið konan hans, sem gaf Crctave Mauvoisin inn eit- ulr ?" Gamli maðurinn var nú orðinn djarfari og leit nú kankvíslega framan í Gilles. „Nei, það var áreiðanlega ekki hún.“ „Hver getur það þá hafa verið? Auðvitað vit- iúm við ekkert um þetta hérna. Við lesum bara jblöðin. Jæja. Ef þér viljið láta mig sjá um gröfina, kemur það til með að kosta yður pað »p,ma og hina. Þér getið bara látið mig fá eitt- íivað á Degi dýrlinganna. Ég sé næstum um allar grafirnar.” Gilles langaði til þess að gefa honum eitthvað strax, en hann þorði það ekki. Honum fannst Ikki viðeigandi að gefa manni þóknun, manni sem hafði verið í skóla með afa hans, manni sem hafði þekkt ömmu ho.ns. Ef til vill hafði jiann dansað við hana á þorpsdansléikjunum, þegar hún var ung og glæsileg stúlka. Nokkrum mínúum síðar var hann aftur á leið- ;nni til La Hochelle. Hvað snerti morðið á Octave Mauvoisin var hann engu vísari, en samt fannst honum tímanum ekki sóað til einskis. Hann hafði komizt að ýmsu um eigin fortíð. Hann hafði séð húsið þar sem faðir hans fæddist, húsið sem hann hafði yfirgefið í leit að nýjum ævintýum, sem höfðu gndað svo átakanlega í hafnarbæ einum í Noregi. Fallegt andlit ömmu hans brosti við honum. 'Hön líktist Colette. Var það vegna þess hve þær voru líkar, að frændi hans hafði gifzt sæta- stúlku í kvikmyndahúsi ? Og ef til vill . . . „Auðvitað!" sagði hann upphátt og hemlaði um Jei’ð, til þess að forðast heyvagn. já, auðvitað. Ef Octave Mauvoisin hafði kom- ið tií fæðingastaðar síns í hverri viku — þessi pinmana maður, sem umgekkst engan og tal- jtði ekki við neinn — sem unni engum — það ,var áreiðanlega ekki til þess að hlusta á barlóm- Hann fór sjaldan inn á kaffihús, nema þegar hann heimsótti Jaja, en eitthvað fékk hann skyndilega til þess að halda inn á Café de la Paix. Hann langaði til þess að sitja um stund í skugganum, fá sér eitthvað kalt að drekka og láta hugann reika. Hann leit ekki í kringum sig, fyrr en hann hafði setzt. Þegar hann leit upp, sá hann eftir því að hafa sezt þarna, vegna þess að fyrir fram- an hann voru fjórir menn að fá sér í staupinu, og einn þeirra var Bob. 20 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.