Vikan - 26.03.1959, Page 21
„Viljið þér gefa mér sítrónuvatn, þjónn. Nei,
augnablik. Hafið það heldur bjórglas." Hann yrði
fljótari með það. Það myndi líklega taka aldir
að kreista safann úr einni sítrónu. Bob var þegar
farinn að horfa á hann. Hinir sneru sér líka
við og horfðu á hann. Þeir voru bersýnilega að
tala um hann.
„Fjóra Pernod, Eugéne!" kallaði Bob.
Það mátti heyra, að þarna átti hann einmitt
heima. Og það var engin furða, þar sem mest-
an hluta dagsins hékk hann á knæpum, og eftir
þvi sem tíminn leið, varð andlit hans rjóðara,
augun skærari og röddin hærri.
Hafði hann drukkið mikið þennan morgun? Ef
dæma mátti af undirskálunum á borðinu, höfðu
þeir staðið sig vel.
Gilles vildi komast þaðan, eins fljótt og hann
gat, en bjórinn kom ekki. Þeir töluðu enn um
hann, og Bob hækkaði röddina smátt og smátt.
Gilles heyrði ekki til þeirra, fyrr en Bob kall-
aði upp:
„Og ég ætla svei mér að gera það!"
Hinir reyndu að róa hann, jafnvel þótt þeir
óskuðu að þeim myndi ekki lánast það.
„Ef einhver heldur, að hann geti fengið mig
til þess að halda kjafti . . .“
Og þessu til sönnunar, stóð hann upp og ýtti
á undan sér borðinu. Þjónninn kom í þessu með
vínið handa þeim, svo að hann saup úr glasi
sínu í einum teyg. Síðan þurrkaði hann sér um
munninn með hendinni, svo að GiUes datt í hug
pósturinn í Nieul, og gekk til frænda síns.
„Svo að það er verið að njósna núna, eða
hvað?" hreytti hann út úr sér, svo að allir heyrðu
til hans.
Gilles hreyfði sig ekki. Hann svaraði ekki.
Hann sat aðeins og starði fram fyrir sig og
skeytti ekki frænda sínum.
„Nú, svo að þú hefur ekkert svar á taktein-
um? Skrýtið, og þú sem sefur með konunni, sem
gaf frænda þínum inn eitur."
Gilles komst ekki undan, vegna þess að Bob
stóð í vegi fyrir honum. Bob var ekki aðeins
sterkbyggðari, heldur einnig ofsafengnari og
sveifst sennilega einskis. Skyndilega greip hann
í axlir honum, lyfti honum upp sleppti síðan ann-
arri hendinni og sló Gilles utan undir, einu sinni,
tvisvar, síðan í þriðja sinn.
og handan við byggingunar var Lorrain-barinn,
þar sem Raoul Babin sat og gægðist út milli
gluggatjaldanna.
Honum var orðið mjög órótt innanbrjósts, þeg-
ar hann kom til Quai des Ursulines. Hann hljóp
upp og ruddist inn í setustofuna. Alice stóð á
miðju gólfi með útrétta handleggi. Hún var í
hálfsaumuðu pilsi og jakka, og klæðskeri, með
munninn fullan af titurprjónum, sveif I kringum
hana.
„Er Colette uppi?"
„Eg hef ekki heyrt hana koma niður. Gilles!
Hvað hefur komið fyrir þig?"
Skaddað andlit hans fékk ekki einungis á
hana, heldur ákafinn. Gilles mátti ekki vera að
því að svara. Hann þaut upp á loft, þar sem
hann rakst næstum á frú Rinquet.
„Hvar er hún?" spurði hann.
„Inni á herbergi sínu."
Hann hugsaði ekki út í, að ef til vill væri
hún að klæða sig, og hann ruddist inn, eins
og hann hafði ruðzt inn í setustofuna niðri. Hann
kom að henni, þar sem hún var að hneppa að
sér blússunni, og hann sá móta fyrir barmi hennar.
„Fyrirgefðu. En þú verður að koma strax.
Ég held að ég hafi ..."
„Hvað hefur komið fyrir þig? Datztu?"
„Þetta er ekki neitt. Ég held . . . Ég held að
ég hafi fundið það.“
„Hvað þá ?“
„Lykilorðið . . . að peningaskápnum . . .“
Hann þóttist viss um, að hann hefði rétt fyrir
sér, en samt óttaðist hann. Hann iðaði í skinn-
inu eftir að komast að hinu sanna. Hann þráði
að sjá peningaskápinn opnast og ljóstra upp
leyndarmálinu.
Þau höfðu í þrjá daga búizt við handtöku
Colette. Og nú virtist hún einkennilega róleg.
Hún var við handtökunni búin. Hún var jafnvel
búin að pakka niður i litla tösku smáhluti, sem
hún bjóst við að þarfnast í fangelsinu. Þau höfðu
forðast að minnast á það. Gilles var jafnvel,
ósjálfrátt, farinn að tala við hana eins og læknir
talar við dauðvona sjúkling.
„Er lykillinn ennþá i skúffunni, Colette?
Komdu . . . ég vil að þú sért viðstödd."
Hún flýtti sér að klæða sig. Gullin rykkorn
Kvenhúfur
Kvenhattar
I . í
] og ýmiskonar tízkuvarn- í
■
: :
: :
ingur í f jölbreyttu úrvali
S :
...........................
Framhaldssaga
eftir G. Simenon
Félagar hans flýttu sér til hans, og reyndu
að draga hann burt.
„Helvitis rokkurinn. Kemur með lögreglumenn
til þess að angra aumingja mömmu."
Þegar Gilles hafði náð sér og var farinn að
búa sig undir að endurgjalda kurteisina, var
búið að draga Bob burt. Vegfarendur stönzuðu á
g-ötunni, til þess að horfa á þá, þar sem allir
gluggar voru opnir, til þess að hleypa inn vor-
loftinu.
„Gjörið svo vel að fylgja mér," sagði þjónn-
inn og tók í handlegg Gilles.
Gilles skildi ekki í fyrstu, en þá sá hann, að
hönd hans var löðrandi i blóði. Hann fór á eftir
þjóniríum inn á salernið, þar sem hann leit í
spegil. Nefið á honum var bólgið og það blæddi
úr, og það var ljótt mar á annarri kinninni.
„Bob er alltaf til í slagsmál. Ég vona, að þér
gerið ekki veður út af þessu."
Auðvitað myndi hann ekki gera það. Jafnvel
núna, þegar Gilles stóð og þvoði sér í fram-
an, fann hann ekki til reiði, aðeins dapurleika.
Morgninum hafði verið spillt fyrir honum.
Hálftíma áður, í litla kirkjugarðinum í Nieul,
hafði hann haft það á tilfinningunni, að hann
væri að komast að einhverjum leyndum sannleika,
komast að einhverri langþráðri niðurstöðu.
Þjónninn sagði afsakandi:
„Þér getið farið núna. Hann er farinn. Ég
skal ná í bjórglasið handa yður.“
Gilles drakk úr því standandi, til þess að taka
blóðbragðið úr munninum. Síðan gckk hann út.
Það var starað á hann, meðan hann gekk að
bíl sínum. Hann skammaðist sín ekki, hann var
jafnvel hreykinn af líkamshreysti sinni.
Hann var lengi að ræsa bílinn, vegna þess að
hann var með hugann við annað. Þeagr hann kom
að bryggjunni, þar sem verið var að landa sar-
dinum var hann enn annars hugar, þótt hann
væri ekki áð hugsa um Bob.
Hann leit annars hugai- á stóru bygginguna,
þar sem Basse og Plántel höfðu skrifstofur sínar,
flutu i sólargeislanum, sem skein þvert yfir her-
bergið.
Honum til mikillar undrunar, hafði hann ekki
tekið eftir þessu fyrr.
,,Ég var nefnilega í Nieul í morgun."
„Sagði frænka þín þér eitthvað?"
„Nei. Og auðvitað getur mér skjátlazt. Komdu
nú."
Hann hafði ekki ætlað að snerta hana, en hon-
um lá svo á, að hann tók í handlegg hennar og
dró hana inn í herbergi frænda síns.
Hann þoldi næstum ekki við. Hann óttaðist
ekki einungis vonbrigði, öllu fremur óttaðist hann,
að hann hefði rétt fyrir sér, hann óttaðist að
komast að hinu ógurlega leyndarmáli. Ef til
vill yrði þetta nýr þáttur í lífi þeirra — allt
myndi breytast, Colette myndi fara og annað líf
hefjast — og hann þoldi ekki að segja svo aflcyndi-
lega skilið við fyrri tilveru.
Hendur hans skulfu svo, þegar hann tók um
læsinguna á peningaskápnum, að hann bað hana
að gera það.
„Vilt þú gera það? Ég held að það sé MARIE."
Hann stóð bak við hana og barðist við að grípa
ekki um hana og faðma hana að sér eins og
um kvöldið á stigapallinum.
Kœri Octave.
Eg vona, að þú reiðist mér ekki fyrir þessa
löngu þögn. Það hlýtur að vera ár síðan ég skrif-
aði síðast. Ég hef œtlað að skrifa á hverjum
degi. Við Elise höfum t.alað um þig á hverjum
degi. En samt . . .
Gilles varð skyndilega alvarlegur. Colette brá,
þegar hún leit framan í hann og spurði:
„Hva ðer að, Gilles . . . er eitthvað að?“
1 þessu kom Alice inn í herbergið raulandi
lagstúf.
„Hvað er að, Gilles . . . er eitthvað að?“
verið að leita að ykkur. Maturinn er tilbúinn.
Nei! Eruð þið búin að opna peningaskápinn!“
Framh ald á bls. 18.
Tíu daga
.
.
■
i
■
■
■
verzlunarnámskeið I
■
.
0
[
verður haldið í Samvirmuskólanum »
.
.
.
Bifröst um miðjan maí í vor.
Öllum heimil þátttaka. Ungling- •
í
.
um, sem ætla að stunda verzlunar- :
.
J0
9
störf, er sérstaklega bent á undir- j
búning þennan, sömuleiðis af- |
'0
greiðslufólki, sem kynnast vill nýj- ]
.
ungum á sviði verzlunar. ] '
. ■
.
Uppl. í Samvinnuskólanum Bifröst i
'1
5 eða fræðsludeild SlS.
i
■ - \itííjf’
Samvinnuskólinn Bifröst
<ÍA
YIKAN •