Vikan - 26.03.1959, Qupperneq 22
VERÐLAUN AFHENT
FYRSTA fSLENDINGNUM 1959
Eins og lesendur Vikunnar rauna,
Síminn hringir. Ég hrekk við
og gríp heymartólið.
„Halló!“
„Já. Þetta er Siggi.“
,,Já.“ Hann var svo sem auð-
þekktur málrómurinn hans
Sigurðar míns Ólafssonar, af-
greiðslumanns Flugfélags Is-
lands á Höfn í Hornafirði.
„Helvíti maður, nú er það
svart, þeir eru orðnir vitlausir
hjá Vikunni. Hafa sent hingað
bamavagn og vilja láta af-
henda hann „með pomp og
pragt“ og ljósmyndatöku og ég
veit ekki hverju. Nú verður þú
að koma til skjalanna, maður.“
„Ja — há,“ svara ég heldur
dræmt og fer í flýti að rifja
upp fyrir mér blaðamennsku-
feril minn og kemst snarlega
að því, að hann hefir aldrei
verið meiri en að hanga af
forvitni, er ég var smástrákur,
i prentsmiðjunni á Seyðisfirði
hjá Sigurði Þ. Guðmundssyni,
frænda mínum og síðar að sjá
am útsendingu „Jafnaðar-
mannsíns", það er að segja, mn
þriggja mánaða skeið, árið sem
hann Stóri Valdi hrapaði í
Norðfjarðarfjalli, er hann var
með kosningablað „Jafnaðar-
mannsins" á heimleið og týndi
öllum áróðrinum, en hvaða ár
það var, vita allir, því að um
þetta gat „Spegillinn“. Jæja,
satt að segja þá fannst mér í
fljótu bragði, að ég hefði þá
reynslu sem blaðamaður, að
mér bæri skylda til að taka
þetta að mér og því segi ég við
Sigga: „Olræt, ég kem,“ skelli
heyrnatólinu á símann, gríp
töskuna með skrifföngunum,
myndavélina og hleyp af stað.
I leiðinni tek ég Þorbjöm, son
Sigurðar, með mér og við höld-
um uppí „Hátún“, heimili
þeirra hjóna Nönnu Láru Ölafs-
dóttur og Ágústs Runólfs Run-
ólfssonar, útgerðarmanns á
Höfn, foreldra fyrsta íslend-
ingsins, sem fæddist á þessu
ári.
Það er knúið dyra, frúin
kemur brosandi fram og býð-
ur okkur inn.
„Hér erum við komnir með
heilmikla sendingu frá Vik-
unni,“ segir Þorbjöm og ryður
öllu hafurtaskinu inn á undan
sér.
„Já, vagninn,“ segir frúin.
„Blessaðir karlamir hjá Vik-
unni voru búnir að láta okkur
vita um hann.“
Nú kemur húsbóndinn sjálf-
ur, heldur glettinn á svip og
fer að pakka út.
„En mikil feikn eru þetta,“
segir frúin, „ekki áttum við
efndi blaðiff til samkeppnl um titU-
inn „Fyrsti islenzki ríkisborgarinn
á árinu 1959“. Akvaff blaffiff aff verð-
launa þaff bam sem fyrst' fæddist
hér á landi á nýja árinu. Verfflaunin
til hins „fyrsta Islendings“ liafa nú
veriff ofhent austur i Höfn í Horna-
von á öllu þessu,“ því að í ljós
kemur, auk barnavagnsins,
barnagrind, kerrupoki, útigalli,
náttföt, hringla og margt
fleira frá verksmiðjunni Fáfni
í Reykjavík, verksmiðjunni
Magni í Hveragerði og Vikunni.
Nú er drengurinn sóttur og
honum sýndar gersemamar, en
þótt hann sé broshýr og patt-
aralegur, sýnist mér hann ekki
meta þær eins og foreldrarnir.
Þegar allt hefir verið skoðað
og dásamað, finnst mér tími
kominn að ég hefjist handa,
sný mér því að frúnni og spyr:
„Þú ert Hornfirðingur ?“
„Já og nei,“ svarar frúin,
„ég er fædd í Bæ í Lóni 15.
marz 1934, en fluttist um 12
ára aldur með foreldrum mín-
um að Höfn og hefi átt hér
heima síðan.“
,,En þú, húsbóndi góður?“
„Ég er hreinræktaður Hafn-
arbúi, fæddur hér í húsinu
Laufás 1. marz 1929 og hefi
ávalt átt hér heima.“
„Og börn ykkar hjóna?“
„0, þú veist það nú sjálfur
að fyrir utan Islendinginn eig-
um við eina dóttur, sem verður
fjögurra ára 19. marz í ár.“
„Já, öll fædd í marzmánuði ?“
„Já, öll nema drengurinn,
hann fæddist klukkan 25 mín-
útur yfir eitt 1. janúar.“
„Og hvað var hann nú stór
og þungur þá?“
firöi, en þar fæddist hjóniumn
Nönnu Ldru ólafsdóttur og Ágústl
Runólfs Runólfssyni, sveinbarn
klukkan 25 mínútur yfir eitt, afffara-
nótt 1. janúar s. 1. Vikan óskar hln-
uni liamingjusömu foreldrum hjart-
anlega til hamingju meff „Fyrsta
Islendinginn 1959“.
„Hann var 15 merkur að
þyngd og 52 centimetrar að
lengd,“ svarar frúin mér.
„Jæja, þá hefir Vikan það
og getur fært það inná spjald-
skrána hjá sér. En við skulum
nú hugsa okkur að þeir hjá
Vikunni haldi áfram með svona
happdrætti, munduð þið þá
taka þátt í kapphlaupinu ?“
gloprast ósjálfrátt út úr mér
og ég finn að ég roðna uppí
hársrætur yfir svona nærgöng-
ulli spurningu, en frúin hlær
bara og svarar fljótlega:
„Nei, nú látum við öðrum
eftir næsta Islending, ef um það
verður að ræða.“
Húsbóndinn kýmir.
„Ef þeir halda þessu áfram
og heppnin væri með manni, þé
gæti maður farið að selja
barnavagna," laumar hann út
úr sér.
Nú er farið að snúa sér að
myndatökunni, við heldur bága
aðstöðu, því alltaf geysar ill-
viðri og ekki hægt að koma út
með litla manninn, en gert er
það sem hægt er, síðan er haf-
urtaskið tekið saman og við
Þorbjörn kveðjum happdrættis-
barnið og foreldrana og hverf-
um á dyr.
„Skilið beztu kveðjum og
innilegu þakklæti okkar til allra
gefendanna,“ segja hjónin um
leið og hurðin fellur að stöf-
um á eftir okkur. Kr.
22
VIKAN