Vikan - 23.04.1959, Síða 6
AFBRÝÐÍ
Mannlegar tilfinníngar eru
margvíslega samanslungnar, og
íslenzk tunga á sér mörg orð um
geðblæ og geðbrigði manna. Eitt
þeirra er afbrýðin. Flestum mun
finnast hún meðal hinna hvimleið-
ari geðshræringa, bæði þeim sem
haldnir eru afbrýði og eins hinum
sem verða fyrir henni. Samt er hún
jafn nauðsynleg í sálarbúinu og
aðrar tilfinningar. Ef hana vant-
ar algjörlega er eitthvað að. Það
bendir til þess að geðrænt sam-
band manns við aðrar persónur sé
ákaflega dauft og litlaust, að við-
komandi hafi lokazt inni í sjálfum
sér, að hann sé hvorki fær um að
elska né hata. Og hversu litbrigða-
lítið er ekki líf slíks manns.
En á sama hátt og afbrýðin get-
ur verið sjúklega lítil, — eins get-
ur hún verið sjúklega mikil. Það
er hún ef hún hlítir í engu forsjá
skynseminnar, virðir staðreyndir
og veruleika að vettugi, en geis-
ar fram lausbeizluð og óviðráðan-
leg. Þetta má sjá i vissum tegund-
um geðveiki og ennfremur er það
ofur algengt meðal drykkjusjúkl-
inga.
Afbrýði barnsins vaknar.
Fyrstu tvö árin er varla hægt
að tala um eiginlega afbrýði hjá
börnum. Að vísu er algengt að sjá
ýmis geðbrigði hjá börnum á öðru
ári, sem mjög svipar til afbrýði.
En þau eru fremur fyrirboði þess
er koma skal en eiginleg afbrýði.
Skilyrðin fyrir því að afbrýði megi
þróast, er að barnið skynji og
skilji þá sem mest eiga saman við
það að sælda sem persónur gædd-
ar likum kenndum og það er
sjálft. Og það krefst talsverðs
andlegs þroska. Þvi þroskastigi er
náð á þriðja árinu. Þá er sem
Ijúkist upp ný veröld fyrir barn-
inu, veröld geðtengslanna. Það
skynjar heim ástar og haturs. Og
i fyrstu verður því örðugt að fóta
sig, líkt og verður í bókstafleg-
um skilningi, þegar barnið lærir
fyrst að ganga.
Nú er það ofur algengt að ýmis
atvik gerist á þessum aldri, sem
auka afbrýðina um allan helming,
gefa henni byr undir báða vængi.
Hið algengasta er að lítið systkini
bætist í hópinn. Við aðstæður sem
þessar á hið lítt þroskaða barn í
miklum erfiðleikum. Það sveiflast
milli ástar og haturs og erfiðfeik-
arnir verða sárastir vegna þess að
jafnaðarlega eru það sömu persón-
urnar, — faðir, móðir, systkini, —
sem eru elskuð og hötuð i senn.
Hvernig leysir barnið þessa
erfiðloika sína? Mörgum bömum
verða þeir vissulega ofurefli, og
af hljótast varanlegir skapgerðar-
gallar eða taugaveiklunareinkenni.
En flest börn vinna þó signr og
má hiklaust telja það með hinum
meiri furðuverkum mannssálar-
innar hvemig sá sigur vinnst. Hið
afbrýðissama barn telur sig svik-
ið af foreldrum sínum og það býst
sífellt við nýjum svikum. Það
grunar, að farið sé á bak við það.
Þessi nagandi grunur kveikir í
forvitninni, skerpir athyglina og
skilninginn. M. ö. o. bamið fer
nú fyrst fyrir alvöru að velta fyr-
ir sér ráðgátum lífs síns. Afbrýðin
er þannig frumkvöðull hinnar
frjóu, skapandi hugsimar, hugar-
flugslns. I glímunni við hana vex
löngunin eftir réttlæti, sem skipar
svo mjög stórt rúm í hugum allra
hugsandi manna. Af forvitni
barnsins sprettur hinn óseðjandi
rannsóknarandi og þrá eftir
sannleika, sem er eitt af aðals-
merkjum mannsandans.
Spurningarþörf barnsins byrjar
á þessum aldri og fer sívaxandi á
næstu árum, og ef vel er hættir
maðurinn aldrei að spyrja.
Falinn eldur.
Það má því auðsætt vera að af-
brýðin er í hæsta máta jákvætt
afl í sálarlífinu, sem foreldrum
ber að rækta og hlú að. Þetta má
þó ekki misskiljast. Ræktun af-
brýðinnar er fólgin í tvennu. Ann-
ars vegar því að foreldramir
hindri hana ekki um of í framrás
sinni. Þ’áð er hægt t. d. með því
að gefa barninu aldrei tækifæri
til afbrýði. Barn sem aldrei hefir
Iært að elska verður ekki afbrýðis-
samt. Og það er eitt af uppeld-
ishlutverkum foreldranna að
kenna barninu að elska, — bæði
að þiggja ást og gefa ást. For-
eldrar geta einnig af misskilinni
nærgætni við barnið farið svo
laumulega með ástaratlot sin, að
barnið renni aldrei grun 1 hið raun-
verulega samband foreldranna.
Það er ennfremur hindrun á eðli-
legri framrás afbrýðinnar, ef for-
eldrarnir láta stjórnast af henni,
verða þrælar hennar og þjónar, e.
t. v. einnig af misskilinni nær-
gætni við barnið. Á hinn bóginn
ber foreldrum að hlúa svo að sál-
arheill barna sinna, að afbrýðin
flæði ekki yfir bakka sína. Það
getur að vísu oft verið mjög erfitt
ef börnin eru að eðlisfari geðrík
og viðkvæm og aðstæðurnar and-
i snúnar. Bezta reglan er sjálfsagt
að sýna hinu afbrýðissama barni
ávallt sömu nærgætni og öðrum
ástvinum fullorðnum. Foreldrar
skyldu vandlega forðast að kynda
undir eldum afbrýðinnar að ó-
þörfu. Það kann að virðast óþarfi
að taka þetta fram. En vissulega
má stundum sjá að fullorðnir
henda gaman að afbrýðissjúkum
börnum. Afbrýði þeirra getur
orkað sem hjákátleg skopstæling
á kenndum fullorðinna. Ef til vill
sjá þeir endurvarp sinna eigin
kennda. Það getur vakið svipaða
kátínu og að sjá mannlegum
hormum endurvarpað i skrmgi-
búningi af leiksviði.
Foreldrum og öffrum er vel-
komið að skrifa þættinum og
leita úrlausnar á þeim vanda-
rnúlum er þeir kunna að stríða
við, Höfundur þáttarins mun
leitast við að leysa vandræði
allra er til hans ieita.
Öll bréf sem þættinum eru
send skulu stiluð tii Vik-
unnar, pósthóif 149. Umslagið
merkt: „Foreldraþáttur“.
Afbrýðin heliög orkulind.
Afbrýðisöm börn geta beint af-
ar sárum skotum að foreldrum sin-
um, einkum ef þau eru vel gefin.
Þau eru furðu lagin á að finna
hina viðkvæmustu bletti. Og eng-
inn er með öllu albrynjaður. Ein-
mitt í þessum tilvikum reynir
mjög á uppeldishæfni foreldra.
Nefna mætti mörg dæmi og verður
hér eitt tekið af handa hófi:
Telpa ein (5 ára) sagði í reiði-
kasti við móður sína: „Pabbi
hefði átt að fá sér aðra konu, af
því að þú ert alltaf svo vond við
mig.“ Þessi orð særðu móðurina.
Hún átti erfitt _ með að gleyma
þeim, því að í' rauninni fannst
henni stundum skorta á að hún
væri góð móðir og eiginkona. Og
það sem verra var: sá grunur
læddist inn hjá henni, að telpan
hennar myndi vera illa innrætt.
Þetta voru alvarleg mistök. Og
mistökin voru fyrst og fremst
fólgin í því, að móðirin gleymdi
því að dóttir hennar var aðeins
5 ára og að orð hennar voru á-
byrgðarlaust reiðihjal þess sem
alls ekki er fær um að meta að-
stæður. Þau merktu að sjálfsögðu
ekki það að barninu þætti ekki
vænt um mömmu sína. Andartaki
síðar voru þau gleymd, og þá gat
barnið alls ekki skilið hvers vegna
mamma var ennþá reið.
Höfuðreglan er, — og hún er
mikilvæg —, að foreldrarnir
gleymi því aldrei, þrátt fyrir nöp-
ur sáryrði, sem hitta vel í mark,
að þeir eru fullorðnir og geðrænir
verndarar barnanna sinna, en að
börnin eru lítið þroskuð og á-
byrgðarlaus.
Sú skoðun er algeng, að góð
bernska sé og eigi að vera rósum
stráður vegur, hinn áhyggjulaus-
asti og ánægjulegasti kafli ævlnn-
ar. Vera má að svo sé hjá sumum,
en algengara mun þó hitt, að menn
gylli fyrir sér fortíð sína og hyll-
ist til að muna það eitt, sem á-
nægjulegt er. Sannleikurinn um
bernskuna er sá, að hún er
stormasamasta æviskeiðið sé allt
með felldu. Þá eru margar blik-
ur á lofti. Á þeim árum mótast
maðurinn og hefur sig úr ríki dýr-
anna til mannlegs lífs. Óralöng
vegferð er farin á undraskömm-
um tíma. Hvert eitt skref sem
stigið er kostar fórnir. Og þær
fórnir eru ekki alltaf léttar. Að
framan vai’ minnzt á sársauka
afbrýðinnar. Og af þeim sársauka
spretta margir hinir fegurstu
laukar. En hafa ber í huga, að
uppskeran er undir þvi komin að
aibrýðin verði að andlegri orku-
lind, en búi ekki um sig sem við-
kvæmt kýli, einangrað í sálarlif-
inu. Margir komast til fullorðins-
ára með þau sárindi og losna ekki
við þau. Hið heilbrigða er, að
fullorðið fólk kennl afbrýðissemi,
þegar ástæða er til, og undrist
hvorki þá kennd né hræðist hana,
og beitl raunhæfum ráðum til að
eyða henni. Hvort einstaklingur-
inn kemst þannig undirbúinn til
fullorðins áranna er mjög undir
uppeldinu komið.
Bigwrjón Bjömsson.
6
VIKAN