Vikan


Vikan - 04.06.1959, Qupperneq 2

Vikan - 04.06.1959, Qupperneq 2
Veðurblíðan og gróðurinn kallar yður út. Það er mikilsvert að geta sjálfur ákveðið hvert halda skal með fjölskyldu og kunningja í frístundum POSTURINN Gamlir strætisvagnar. Það er ekki gott með marga strætisvagnana, það er þessi lifandis óskupar fýla og reykur aftan úr þeim. Stundum er varla hægt að ganga um götur bæjarins vegna þess. Ég hélt, að þetta væri alveg bannað samkvæmt lögreglusamþykkt og alla vega væri hægt að athuga þetta hjá op- inberum fyrirtækjum eins og S.V.R. Ég þarf oft að ganga Laugaveginn, en um hann aka þess- ir líka litlu strætisvagnagarmar, og ég get svar- ið það, að stundum munar minnstu að maður kafni alveg í reyk og svælu. Væri ekki hægt að gerá eitthvað í þessu? Vegfarandi. SVAR: Þetta er ekki gott ástand, og rétt er það, að forboðið er og refsivert að ganga þann- ig frá bílum, að óþægindi hljótist af fyrir veg- farendur. Rauðamöl. Kæra Vika. Ég geng oft með börnin mín niður að Tjörn um helgar til þess að lofa þeim að skoða og gefa öndunum. En nú er Hljómskálagarðurinn eitt svað, og svo setja þeir rauðamöl í gangstígana í þokkabót, svo að skórnir manns fyllast alveg. Finnst þér þetta ekki vitleysa ? Pabbi. SVAR: Verkamenn vinna nú sem óðast að lagfæringu garðsins, og er það til sóma og prýði. Rauðamölin þjappast niður, og innan skamms mim hún ekki „irritera" neinn lengur. Fallegar ungpíur. Til Vikunnar. Ég gat bara alls ekki á mér setið að skrifa þér. Þegar vorið hélt núna innreið sína í bæ- inn með sól og hita, sá ég dálítið, sem ég hef ekki tekið eftir áður. Mikið fjárans ári eru ung- píumar fallegar og blómlegar hérna í Reykjavík svona í vorsárið. Ég var bara alveg dolfallinn. Þær eru, svei mér þá, alveg eins og nýútsprungn- ar rósir í garðinum hans Kristmanns. Hrifinn. SVAR: Já, vitaskuld springa þær líka út, bless- aðar dúfurnar. Svangur um nætur. Kæra Vika. Illt þykir mér að ég skuli hvergi geta fengið snarl í magann eftir klukkan 11,30. Mér finnst það beinlínis asnalegt, að í svona stórum bæ eins og Reykjavík er orðin, skuli ekki vera hægt að fá neitt í gogginn eftir þann tíma. Ertu ekki sam- mála? Svangur. SVAR: Það er aldrei gott að vera svangur, hvorki að nótt né degi. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að breyta reglugerrð um þetta efni. Hrekkisvín. Vika góð. Ég bý í einu úthverfi bæjarins og í sama hverfi býr gamall maður. Hann á heima einn í húsi og er víst dálítið skrýtinn, en gerir ekki flugu mein. Það tala allir um, að hann sé með lausa skrúfu, en þó er þetta bezti karl; hann hrekkir engann að fyrra bragði. Krakkarnir hérna eru alltaf að stríða honum og hrópa eftir honum alls kyns óþverra orð, og það kemur meira að segja fyrir, að þau fleygja í hann rusli, spýtum, grjóti og öðru svoleiðis. Ég hef veitt því athygli, að börnin mín láta hann að jnestu í friði, en það er bara vegna þess að ég refsaði þeim harðlega, ef ég komst að því, að þau hefðu verið að striða gamla manninum. Heldurðu nú ekki, Vika góð, að hægt væri að koma í veg fyrir svona, ef tekið er nógu hart á bömum? Ung húsmóðir. SVAR: Ekki er nokkur vafi á því, slíka hluti sem þessa geta heimilin alein upprætt. Væri betur að fleiri færu að þínu dæmi. Hann tekur í nefið. Kæra Vika. Blessuð gefðu mér nú ráð. Ég er með strák, sem tekur í nefið. Það er agalegur sóðaskapur af þessu, og svo er hann stundum ógeðslegur. Og veiztu hvað, stundum þegar ég er að kyssa hann, oj bara ég get ekki sagt það, svona í bréfi. Hvað á ég að gera við hann? SVAR: Gerðu eitt þriggja, fáðu hann til þess VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.