Vikan


Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 4
Á RÉTTRI HILLU RÆTT VIÐ ERLING GÍSLASSON LEIKARA. Erlingiir Oíslason Cr Dagbók önnu Frank. EHlngrur og Kristbjörg. — Þú hefur séð nokkuð af heim- inum ? — Vínarborg, þar sem ég dvaldist 10 mánuði, til þess að fara í leikhús, skoða leikhús og vaxa að reynslu. BJART sumarkvöld snemma. Eg fylgi fólksstraumnum upp Hverfisgötu. Menn er klæddir liósu, svona yfirleitt, þótt oft sjái maður hér í Reykjavík karlmenn klædda svörtu um sumartímann og þeir eru ekki að koma frá jarðarför. Konurnar fylgjast betur með árs- tíðum og vita fremur hvað yið á. Þær eru snyrtilega klæddar og lit- skrúðugt. Fólkið er að fara í Þjóð- leikhúsið og sjá Húmar hægt að kveldi, stórbrotið verk en einlitt og hentar sjálfsagt betur vetrarkvöldin dimm, Gestir ganga til sæta og innan stundar erum við horfin i heim ljót- an en sannan. Meðal leikenda er ungur maður, Erlingur Gíslason, sem vakti athygli í leikritinu Dagbók Önnu Frank. Og þegar tjaldið er dregið fyrir i leiks- lok, snarast ég bakdyramegin og fæ að ná fundi Erlings. Hann er á her- bergi 4, situr aðeins fyrir framan spegilinn, með krem á fingrum, þreytulegur eftir erfiði kvöldsins, og hefur einhvern vegin ekki rænu á því að bera kremið framan í sig til þess að hreinsa burt farðann. Hann heilsar mér alúðlega en dæsir þegar ég segi honum að ég sé ti) sendur og eigi að biðja um gáfú- legt samtal um lífið og leiklist og hvaöeina. — Gerðu svo vel og sestu. Hann bendir hálf letilega á stól. — Við skulum ekki tala gáfulega um lífið, en hvað er þetta „hvað- eina“ ? — Nú segir þú skák, mér finnst alltaf í viötölum að ég sé að tefla skár, en þetta hvaðeina getur verið samtal um ástina, sorgina, hamingj- una, og þó er þetta allt lífið, svo ég hold að við verðum að hafa það með. — Þeeta er eiginlega þráskák hjá þér, en hvað viltu vita? — Ertu á réttri hillu í lífinu? Ilann hugsar sig um litla stund. — Ég hugsa það. Þó er ég ekki í hópi þeirra sem frá barnæsku hafa ekki getað hugsað sér annað en að verða leikarar. Sem drengur vildi ég vcrða bílstjóri, um fermingu sjómað- ur, svo vildi ég verða læknir, tón- snillingur, skáld og heimspekingur. — Ég byrjaði að leika á Herra- nótt Menntaskólans 1951, nei 1952. Um vorið 1953 var ég næstum ákveð- in í aö gerast leikari. Síðan hefi ég verið að sinna því meir og minna og síðustu 5 árin hefi ég eingöngu hugsað um undirbúning undir það starf. — Hvernig geðjast þér að leiklis sem starfi ? Finnst þér ekki leiklist- in eigi að vera leikur, til gamans fyrir sig og aðra? — Starfið er tímafrekt og mikið og að mestu leiti vinna við undirbún- ing leiksýninga. Einn kennari minn í leiklistarskóla sagði við okkur í fyrsta tíma: Þið hafði ekki hugmynd um hvað þið eruð að leggja út í, þetta starf er í raun og veru hvort tveggja í senn, krossfestins holdsins og andans. — Þú hefur samt haldið áfram? — Já, ég hélt áfram, af því ég trúði ekki manninum, en núna hefi ég komist að því að þetta er allt satt. 1 rauninni hefur maðurinn átt við, þegar hann sagði þetta, að leik- arinn á ekkert val og getur ekki haldið sinni skoðun gagnvart per- sónu, sem er mjög ólík honum sjálf- um, og verður skilyrðislaust að finna ástæðu fyrir viðbrögðum persónunn- ar. Og ef hún bregst ólíkt við or- sökum en hann sjálfur mundi gera, verður hann að beita sjálfsblekk- ingu, eða hann verður að breyta sjálfum sér, sínum viðbrögðum, og sínum skilningi á hinni víðu veröld eða misheppnast að öðrum kosti. Þetta var um krossfestingu andans. — Hvað um holdið? — öll andleg þjáning leiðir af sér likamlega þreytu, og auk þess að glata sálarró, glatar maður heim- ilisfriðinum, vináttu flestra kunn- ingja sinna og áliti allra góðra manna. Samt er það svo einkenni- legt að maður heldur þessu áfram. Erlingur bregður hendi á ennið og byrjar, einsog ósjálfrátt, að smyrja kremi á andlitið. — Er nokkur skýring á þvi? — Á hverju? — Af hverju menn halda þessu á- fram? — Listin, maður listin, af hverju málar maður málverk sem enginn vill kaupa, af hverju semur maður ljóð, sem enginn vill lesa, af hverju? Af því bara? Þegar manni hefur einu sinni tekist að segja í starfi sínu, citthvað örlítið brot af hinum ósegj- anlega sannleika, þá heldur hann þvi áfram, eða eins og Edmund Tyron segir í leikritinu: Ég gat aðeins tæpt á því, lengra kemst ég aldrei, en veruleikanum verð ég trúr. Við, þctta þokufólk, getum aðeins tæpt á hlutunum, lengra nær ekki okkar mælska. — Hvað finnst þér um aumingja okkur, þú sem hefur forframast i sjálfri Vinarborg? — Ég er alls ekki óánægður, Reykjavík er ekki nema eitt hverfi af Vín að flatarmáli. Auðvitað erum við langt á eftir, við getum líka verið ánægðir með margt. Eg sá þarna tvær sýningar að vísu í kjall- araleikhúsum, sem ég hafði séð tölu- vert betri hér heima, Mýs og Menn og Antigonu. — Hvað um kjallaraleikhúsin, getum við ekki lært af öðrum þjóð- um og komið upp kjallara- eða til- raunaleikhúsum ? — 1 Vínarborg hafa forráðamenn kjallaraleikhúsa, húsnæði ókeypis, þau eru til staðar í kjöllurum, undir veitingahúsum, og fólkið kaupir sér veitingar uppi og kem'ur með þær niður, til þess að horfa á unga fólkið leika. Hér heima er ekkert veitinga- hús hentugt til slíkrar leikstarfsemi. Að vísu hefur verið hróflað upp sen- um á sumum veitingahúsunum, en þær eru notaðar aðallega fyrir dæg- urmússíkanta og hverskonar kaba- rettatriði, en gæti aldrei oi'ðið að- setur leikflokks, sem þyrfti aðgang að húsinu til æfinga nær því á hverj- um degi, vissan tíma, auk þess að geta geymt allt sitt hafurtask. Hér er töluvert að fólki sem væri hægt að vinna með í slíku leikhúsi, t. d. get ég sagt þér frá því, að ég gerði tilraun með þesskonar leiksýn- ingu í vetur, og komst langt áleiðis, þótt af ýmsum ástæðum sé ekki út- lit fyrir að sú sýning komi fyrr en næsta haust. — Teliu' þú að unga fólkið fái mikil og góð tækifæri til þess að sinna leiklist hér í Reykjavík? — Það eru auðvitað ekki mikil tækifæri hér i lítilli borg með eitt atvinnuleikhús og eitt lítið áhuga- mannaleikfélag. Hinsvegar gætu þeir sjálfsagt búið til fleiri tækifæi'i en eru, ef vilji cr fyrir hendi. 1 þessari tilraun minni í vetur var það aðal þröskuldur í veginum, að fólkið var að vinna annarsstaðar og vildi ó- gjarnan hlaupast á brott frá öruggu kaupi, til þess að leggja fram vinnu og tíma með litla hagnaðarvon í aðra hönd. Það mundi kannske bjánar hætta að vinna til þess að geta leikið hjá mér í tilraunaleikhúsi, en það eru einmitt þannig bjánar, sem maður þarf á að halda og mundu verða uppistaða í slíku leikhúsi. Það hefur löngum staðið íslenzkri leik- list fyrir þrifum að hún býður fá- um að lifa á sér en flestum að deyja fyrir sig. SVO þurrkar hann Erlingur fram- an úr sér og herbergið allt ang- ar af þessum sérkennilega þef leikhússins, smynkþef, blönduðum svita. Og ég stend upp og hverf á brott út í sumarsólina og lífið, eins og það er raunverulegt; Reykvískt sólralag, hafflöturinn gulli sleginn, og krían syngur á Tjörninni. JDNAS 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.