Vikan


Vikan - 04.06.1959, Page 6

Vikan - 04.06.1959, Page 6
„Mér finnst ég stundum ekki hafa gáfur til neins,“ segir Anthony Perkins. Eln hann hefur sýnt, að hvað leikgáfur snertir, stendur hann James Dean heitnum ails ekki að baki. Og hann nýtur ámóta hylli. Hann er grannur, ungur maður með óvissuglampa í augum. Og hann leik- ur ekki beinlinis — það er engu Ukara en hann semji orðin um leið og hann kemur fram fyrir mynda- vélina. 1 myndinni Fear Strihes Out, sem veitti honum frama, var hann mis- skilinn, vesæll og geðveill, og þurfti sannarlega hjálpar með — sem hann og fékk. Og þótt undarlegt megi virð- ast, kynnti hann sér og bjóst til að leika aðalhlutverkið í East Of Eden, en James Dean fékk loks hlutverkið, þegar á hólminn kom. Það er hætt við því, að allir þeir, sem eru að reyna að líkja eftir James Dean, geti gefið allt upp á bátinn. Því að Anthony Perkins hefur tekið við af James Dean. I fyrsta lagi er hann fjölhæfari. Lítum bara á síð- ustu myndir hans. 1 The Tin Star komst hann klakklaust í gegnum kú- rekahlutverk á móti Henry Fonda, og stóð honum alls ekki að baki. 1 myndinni The Sea Wall lék hann ástriðufullt ungmenni á móti italska „skassinu“ Silvana Mangano. Og í myndinni Desire Under The Elms reyndi hann við nútímahlutverk eft- ir leikritaskáldið Eugene O'Neill og sannaði enn f jölhæfni sína. „Eg vil að fólk segi mér, að eitt- hvað sé í mig spunnið," segir hann, „vegna þess að ég get gefið svo marg- ar ástæður fyrir því, að ekkert sé i mig spunnið." En Perkins vegnar vel og kann að haga sér, sjálfum sér í hag. Hann lék í leikritinu Look Homeward ..Angel.“ á Brodaway, þegar hann var búinn að leika í mynd O’Neill. Ástæðan: „Að læra að leika af lífi og sál.“ Þetta er nokkuð sem James Dean — eða aðdáendahópur hans — hefði aldrei lagt út í. Og manni er nær að halda, að Perkins beri höfuð og herð- ar yfir þá alla. Hinn síungi BING GROSBY er fjölhæfur listamaður Hann fékk Oscars-verðlaunin fyrir leik sinn í „Going My Way.“ Hann fæddist SO. maí 1904 1 Tacama í Washingtonfylld í Banda- ríkjunum og var skírður Harry Liilis Crosby. Það var upphaflega ætlunin, að hann yrði lögfræðingur, en þegar á skólaárunum fór hann að hafa áhuga á tónlist. Ferill hans hófst í rauninni, þegar hann tók að leika í hljómsveit — The Juicy Seven — sem trommu- leikari. Siðan kynntist hann A1 Rink- er og Harry Barris, en þeir stofnuðu The Rythm Boys og fengu vinnu hjá einum frægasta danshljómsveitar- arstjóra þeirra tíma — Paul White- man. Þeir ferðuðust um landið með Whiteman og komu fram í kvik- mynd hans The King Of Jazz — i fyrsta sinn sem Bing kom fram fyr- ir myndavélina. Þegar Whiteman fór frá Hollywood urðu þeir eftir, og brátt var Bing ráðinn til þess að koma fram í nokkrum smámyndum. Síðan kom fyrsta verulega hlutverk hans — í The Big Broadcast of 1933. Hin rólega rödd Crosbys varð fræg um öll Bandaríkin og reyndar um allan heim. Plötur hans seldust i milljónatali. Og að lokum tók hann að syngja í kvikmyndum. Hann kom fram í nokkrum söng- leikjum — Bing, You Sinners, fyrstu útgáfunni af Anything Goes, Pennies From Heaven, Rythm On The Range, Blue Skies, Birth of The Blues.. Þeir Bob Hope urðu afar vinsælir félagar; Bing ásamt Bob Hope og Dorothy Lamour urðu víðfræg fyrir „leiða“ myndír sínar — leiðin til — Singapore, Zanzibar, Morocco, Utopia, Rio og Bali. Og árið 1944 fékk hann Oscar-verðlaunin fyrir leik sinn í Going My Way. Án nokkurs vafa er Crosby einn mesti sviðs- og tjaldsmaður síns tima. Hann hefur „slegið í gegn“ í nánast öllum greinum skemmtana nema sem hreinn sviðsleikari. Eins og margir, sem hófu feril sinn með því að syngja inn á plötu, sem náði vinsældum, er Bing nú orð- tnn leikari á við beztu leikar — til dæmis er ein nýjasta mynd hans, Man On Fire, og bent var á hann sem viðtak’anda Oscar-verðlaunanna fyrir leik sinn í The Country Girl. En hann getur einnig sýnt hæfni sína í söngvamyndum eins og White Christmas og High Society, sem varð arðbærasta myndin í fyrra. Bing giftist Kathy Grant í fyrra. í»að er sagt að líf hans sé eitt mesta æf intýrið í Hollywood. 6 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.