Vikan


Vikan - 04.06.1959, Qupperneq 8

Vikan - 04.06.1959, Qupperneq 8
HORÐVEFUR Eftir Robert Traven Dr. Matthew Smith var næsta vitni mitt. Kvið- dómendur gutu augunum hvor til annars undr- andi, og ég var sannfærður um, að þeir voru að dást að því, hve hann var ungur, þar eð þeir höfðu bersýnilega verið á sömu skoðun og ég um það, að sálfræðingar væru alltaf hrumir og grimmilegir karlar. Samkvæmt réttarvenjum fór ég með læknin- um í stutta ferð gegnum læknaskólann, og kynnti mér allar gráður hans og titla. Hann lýsti siðan tilraununum, sem hann hafði gert á undir- foringjanum. „Segið mér, læknir,“ sagði ég loks, „hafið þér hokkra fasta skoðun, byggða á sálrænni vissu, um það, hvort líklegt sé, að þessi maður hafi ekki verið með sjálfum sér, þegar hann skaut Quill?" „Jú.“ „Gg hver er sú skoðun?“ „Að hann hafi verið haldinn stundargeðveilu, þegar hann skaut Quill.“ Ég þagnaði, til þess að leyfa mönnum að melta þetta. Siðan sneiö til dr. Gregory. „Viljið þér einnig segja okkur, læknir, hvort þér mynduð hætta á að reyna að mynda yður skoðun um sál- arástand Manions undirforingja, einimgis með því að sitja hér, meðan réttarhöldin fara fram?“ Doctor Smith gaut augunum til sálfræðings málsóknarinnar, ,.'Ég myndi álíta það ógerning að myndá sér nokkra gilda skoðun um hugar- ástand þessa manns, þegar hann skaut Quill, byggða á slíkum athugimum.“ _Ég sneri mér að Claude Dancer. „Gjörið þér svo vel,“ sagði ég. „Segið mér læknir, þegar þér rannsökuðuð stefnda, tókuð þér eftir nokkurri geðtruflun ?“ sagði Claude Dancer, áður en hann reis á fætur. „Nei.“ „Nokkur taugaveiklun ?“ spurði hann og gekk til hans lymskulega, stuttstígur. „Þetta er tvíræð spurning. Ég fann engin merki um alvarlega taugabilun.“ „Funduð þér til nokkurrar skynvillu?" „Engrar." „Eða minnistaps?" „Nei.“ „Sá stefndi nokkrar ofsjónir?" „Nei.“ Spurningunum ringdi yfir lækninn, og ég leit á kviðdómendur, hræddur um, að þeir væru að sökkva í pytt sálfræðilegra smáatriða. En þeir sátu allir teinréttir í stólum sínum, og allir virt- ust skemmta sér hið bezta. „Svo að við sleppum öllu sálfræðihjali, læknir, var ekki ákærður reiður hinum látna, og fór hann ekki til hans i manndrápshugleiðingum, meö það eitt fyrir augum að skjóta hann til bana?“ Læknirinn varð hugsi. „Það kann að vera, að hann hafi fundið til reiði," sagði hann loks. „Það hefði verið fremur ómannlegt, hefði hann ekki gert það .. .“ „Takk fyrir," sagði Dancer og sneri sér við. „Engar frekari spurningar," flýtti ég mér að segja. Eftir hádegishléð, var kallað á dr. W. Harcourt Gregory sem fyrsta vitni málsóknarinnar. Hann komst að hinni óumflýjanlegu niðurstöðu: að Manion undirforingi hafi ekki verið geðveill þeg- ar hann skaut Quill, og hafi alltaf verið hæfur til þess að dæma milli hins rétta og ranga. Claude Dancer hélt áfram að skjóta að honum lymskulegum spurningu og reyndi af öllum mætti að eyðileggja málstað okkar. Já, undirforinginn skildi eðli og afleiðingar gerða sinna; já, undir- foringinn hafði’ taumhald á sjálfum sér og var ekki stjórnað af undirmeðvitundinni. Claude Dancer leit á mig brosandi. „Gjörið þér svo vel,“ sagði hann. Ég leit aftur á dr. Smith, sem sat og grúfði andlitið í höndum sér. Kvíði hans hafði ekki verið ástæðulaus. ílg reis á fætur og gekk að manninum til þess að hrella hann ef ég mögulega gæti. „Segið mér, læknir," sagði ég, „hvenær sáuð þér Manion undirforingja fyrst?“ ,,Á fimmtudagsmorguninn í þessari viku." Ég þagnaði og hugsaði mig um. „Bíðum nú við — til þessa eru það nálægt því tveir og hálf- ur dagur, er það ekki?“ Þolinmóður en þóttafullur: „Svo mun vera.“ ,,Og hafið þér nokkurn tíma séð hann nema í réttinum?“ „Nei.“ „Mætti ég þá draga þá ályktun læknir, að þér hafði ekki rannsakað hann persónulega?" Þurrlega: „Það gefur auga leið.“ „Né heldur gerðuð þér á honum neina af til- raunum þeim, sem stéttarbróðir yðar hefur þeg- ar gert?“ „Nei.“ „Og þér hafið lýst því yfir, að Manion undir- foringi hafi ekki verið geðveikur, þegar hann skaut Barney Quill?“ „Jú.“ Lágt: „Og á hvaða sálfræðilegum rökum bygg- ið þér þessa skoðun, læknir?“ „Á því, sem ég hef heyrt og séð hér.“ „Viljið þér hætta á að mynda yður skoðun um andlegt heilbrigði þessa manns þetta umrædda kvöld, án þess að hafa gert á honum neinar per- sónulegar tilraunir, og án þess að þekkja nokkuð sögu þessa manns?“ Svarið var óumflýjanlegt elns og komið var. ',,Já.“ Ég þagði í næstum mínútu. „Segið mér, lækn- ir,“ sagði ég hægt, „er þessi aðferð yðar til eftir- breytni og samþykkt af sálfræðingum almennt?" „Ég mótmæli," sagði Claude Dancer snöggt. „Verjandi spurði spurningar og fékk við henni svar, en nú er hann ekki ánægður með það.“ „Eg skal sýna yður, hversu ánægður ég er með hana, Dancer.“ „Mótmælin ekki tekin til greina," sagði dóm- arinn. „Svarið spurningunni." Læknirinn virtist sökkva dýpra i stól sinn og fingur hans herptust um stólarminn. „Nei, það er ekki venja sálfræðinga, að kveða upp úrskurð sinn um sálarástand manns, án þess að hafa áður kynnt sér sögu og viðhorf hans,“ sagði hann og neri á sér þvala hökuna. Eg stóð og horfði á manninn stundarkorn. „Ekki frekari spurningar, sagði ég. „Gjörið þér svo vel, Dancer.“ „Engar frekari spurningar,“ sagði Dancer snöggt. „Kallið fram næsta vitni málsóknarinnar," sagði dómarinn við Claude Dancer. Loksins; nú loksins kom sprengjan, sem ég hafði óttast meðan á málaferlunum stóð. Claude Dancer reis á fætur, mikill á lofti. „Málsóknina langar til þess, herra dómari, að kalla fram Duane Miller sem næsta vitni. Við höfum í þessu fengið að vita deili á honum og vitnisburð hans. Eg bið um leyfi yðar, herra dómari, til þess að kalla hann fram.“ Dómarinn deplaði augunum og leit yfir gler- augun niður til mín. „Nokkrar athugasemdir, Biegler?" sagði hann. Ég braut heilann um leið og ég reis á fætur. Duane Miller? Duane Miller? Hver í fjandanum var hann? Hvað gat hann gert? Hvað var bak við þessa skyndilegu breytingu, sem gerð var á síöustu stundu ? „Biegler?" sagði dómarinn vingjarnlega. „Nei, herra dómari," var allt, sem mér tókst að stynja upp. Hliðardyrnar við kviðdómendastúkuna opnuð- ust og grannur, beinaber og rytjulegur maður, bláklæddur gekk inn í salinn i fylgd með lög- regluþjóni. Vitnið virtist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið, deplaði augunum og kyngdi. Eg hafði aldrei séð hann áður. „Hvert er nafn yðar?“ skaut Dancer að hon- um, áður en hann var seztur. „Duane Miller. Eg er yfirleitt kallaður Duke.“ „Hvar dveljizt þér sem stendur ?“ Vitnið bandaði hendinni að fangelsinu. „Hérna fyrir handan —- í fangelsinu." „Þekkið þér stefnda, Frederic Manion?“ mal- aði Dancer áfram. ,Ja, eiginlega. Síðustu viku hef ég búið í klefa með honum.“ „Hafið þér talað við hann, meðan á þessum réttarhöldum stóð?“ „Já. Talsvert. Þó ekki rnikið." „Hvenær töluðuzt þið síðast við?“ „Um hádegið í dag.“ 8 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.