Vikan


Vikan - 04.06.1959, Síða 9

Vikan - 04.06.1959, Síða 9
Claude Dancer þagnaði og leit á mig, ljómandi af einskærri ánægju. „Viljið þér gjöra svo vel að segja kviðdómendum frá þessu samtaJi?“ Vitnið kyngdi og tók síðan til máls og talaði hratt og liðlega. „Ég heyrði undirforingjann reka upp hlátur, svo að ég segi, ,,Er þetta að lagast? og enn hlakkar í honum og hann segir: Það máttu bóka, vinur. J3g er bæði búinn að leika á lögfræðinginn minn og sálfræðinginn og ég er viss um að ég leik líka á þessar kviðdóm- endaleikbrúður, sem ég er lifandi maður.“ Vitn- ið þagnaði. „Við sögðum ekki annað.“ Claude Dancer setti stút á varirnar og leit á klukkuna og iðaði fram og aftur. „Biegler," sagði hann og leit enn hugsaridi á klukkuna og reyndi af öllum mætti að breiða yfir ánægju sína, „gjör- ið þér svo vel.“ Það fór sársaukafull stuna um réttarsalinn, eins og þegar vegfarendur sjá skyndilega ókunn- an mann limlestast i bilslysi, án þess að geta nokkuð við því gert. Ég sat grafkyrr og lokaði augunum. „Guð minn góður, guð minn góður," hugsaði ég. Ég leit á undirforingjann. „Manion!“ hvíslaði ég. Liturinn var horfinn jafnvel úr höndum hans. Hann sat grafkyrr eins og vaxstytta ig hreyfði aðeins kjálkavöðvana. „Manion!“ endurtók ég. Hann sneri sér hægt við og augu hans loguðu eins og í ófreskju. Ég fann, að allra augu hvíldu á okkur. Hægt, hægt, hrissti hann höfuðið. Síðan sat hann og einblíndi á vegginn, og kjálkavöðvarnir hreyfðust enn í sífellu. „Guð minn almáttugur,“ hugsaði ég um leið og ég reis á fætur og gekk að vitninu. „Hvers á ég leiginlega að spyrja þennan auma mann?“ „Pyrir hvað eruð þér í fangelsi. Duke?“ byrj- aði ég. „lkveikju,“ svaraði hann hljómlaust, og spennti .greipar og bjó sig undir sókn mína. Ég lyfti brúnum. Ikveikjuvargar voru venju- lega settir í ríkisfangelsið. „1 héraðsfangelsinu fyrir íkveikju ?“ sagði ég. „Að bíða eftir dómi. Mér var stungið inn, á mánudaginn var.“ „Einmitt. Hafið þér nokkurn tíma verið í fang- elsi áður, Duke?“ Hljómlaust. ,,Já.“ „Hversu oft?“ Vitnið kyngdi og leit út undan sér. „Sjáum til — tvisvar, nei þrisvar í ríkisfangelsi — og ég man ekki hvað oft í hófcaðs.“ „Hvernig stendur á því, að þér sögðuð mál- sækjendum frá þessu svona fljótt?“ sagði ég. „Hvað eigið þér við?“ stamaði vitnið órór. „Spurðuð þeir yður, eða fóruð þér til þeirra ?“ „Þeir spurðu mig. Mér skilst að þeir hafi verið að yfirheyra fanga, síðustu dagana.“ „Hver spurði yður?“ Vitnið leit á Claude Dancer. „Þessi litli, sköll- ótti náungi, sem situr þarna. Prancer eða Dancer, held ég hann sé kallaður.“ Mætti ekki með sanni segja, Miller, að ef eng- inn hefði spurt yður, hefðuð þér aldrei sagt neinum frá þessu?“ Ég hélt niðri í mér andanum og beið svarsins. „Nei. Ætli það. Ég hef nógar áhyggjur fyrir.“ „Til dæmis áhyggjur út af þvi að þér bíðið nú -dóms í íkveikjumálinu ?“ „Ja, já.“ „Og auðvitað var ekkert minnzt á þennan yfir- vofandi dóm, þegar þér töluðuð við Prancer eða Xiancer ?“ Claude Dancer hálfreis á fætur, en dómarinn j'gldi sig og benti honum að setjast. „Nei, ekki orð.“ „Og auðvitað var yður ekki lofað neinu?“ ,,Nei.“ „Og auðvitað. Duke, hugsuðuð þér ekki neitt um þennan yfirvofandi dóm i íkveikjumálinu, þegar þér sögðuð málsækjendum þessa sögu, sem þér hélduð að gæti ef til vill komið þeim að gagni?“ Claude Dancer þaut aftur á fætur, og í þetta ■sinn starði dómarinn á hann, þar til hann settist. „Nei, datt það ekki í hug.“ „Þakka yður fyrir, Miller,“ sagði ég. Það ríkti dauðaþögn í salnum. Allir kviðdóm- ■endur forðuðust augnatillit mitt, og ég leit skjótt undan. Ég kallaði á undirforingjann sem vitni, og hann neitaði statt og stöðugt að hafa talað við Duke Miller um hádegið né nokkurn tíma. Nei, hann hafði aldrei sagt eitt orð um að leika á kviðdómendur né neitt í þá átt. En þetta var tæplega frambærilegt, og ég gat varla áfellzt kviðdómendur fyrir að trúa þessu ekki. Meðan Mitch hélt lokaræðuna fyrir málsókn- ina, endurómaði hinn skaðlegi vitnisburður sið- asta vitnisins í huga mér. „Guð minn góður,“ hugsaði ég. „Getur þessi eigingjarni hermaður okkar hafa verið svona heimskur ?“ Mér varð óglatt og lokaði augunum. Var allt starf mitt og Parnell allar þessar vikur unnið fyrir gýg? Var málstaður okkar að hverfa eins og ský fyrir sólu? Þegar komið var að lokaræðu minni, var ég algerlega niðurbrotinn. Ég hugsaði í sífellu um það, að ég yrði að minnast á vitnið úr fangels- inu. Gat ég á nokkurn hátt sagt eitthvað sem dygði ? Ég komst loks að því. „Og þá erum við kom- in að fanganum okkar,“ sagði ég, „Duane Miller, fangelsisgesti, íkveikjuvargi, og afbrotamanni, sem málsóknin kemur fram með í lok þessa morðsmáls." Ég dró andann djúpt. „Heiðruðu kviðdómendur, ég veit naumast hvað ég á að segja við ykkur. Það er enginn vafi á því, að framburður þessa manns getur kippt fótunum imdan málstað okkar, ef honum er trúað.“ Ég sneri mér að undirforingjanum, sem sat niðurlútur. „Ég ætla ekki að eyða orðum í það að minnist á hversu ósennilegt það er, að Manion undirforingi hafi svo mikið sem lagt lag sitt við slíkan mann, svo að ég tali ekki um að segja honum frá svo mikilvægum staðreyndum sem þeim, sem fanginn vill halda fram að séu sann- ar.“ Ég bandaði út höndunum. „Tími minn er næst- um á þrotum," hélt ég áfram. Flestir kviðdóm- endur búast við og þyrstir í mikilfenglegt mál- skrúð í lokaræðunni, og ég þagnaði og hugsaði um stund, siðan lét ég móðan mása. „Getið þið fengið af ykkur að auka böl þessa hrjáða manns? Að fela þessum rétti dóm yfir höfði hans, að leggja mannorð hans sem her- manns í rúst, sneyða hann öllum tekjum?“ Ég þagnaði. „Hversu mikið böl ætlið þið að láta þennan Barney Quill skilja eftir í kjölfari sínu? Hefur liann ekki valdið nægum glundroða á ævi sinni? Getið þið fengið af ykkur að láta Barney Quill valda enn einum óskundanum úr gröf sinni?“ Ég hneigði mig alvarlegur í bragði og gekk að borði mínu. Undirforinginn sat enn og starði fram fyrir sig. Ég heyrði óljóst tifið í raf- magnsklukkunni bak við mig. Strafi minu var lokið, og ég var þreýttur, þreyttur.... Einhver hristi mig. Það var komið myrkur „Svona, Polly, þá er kviðdómurinn kominn. Þeir hafa loksins komist að niðurstöðu.“ Það var Pranell, sem sló laust á hökuna á mér. „Svona nú — loksins er komið að því. Dómarinn og allir biða." Það ríkti mikil spenna í réttarsalnum, og það var eins og þykkur hjúpur hvíldi yfir honum, daufur og drungalegur. En skyndilega lifnaði yfir öllum, svo skyndilega, að það var næstum óþægilegt. Dómarinn lyfti hendinni. Þrátt fyrir mann- fjöldann, bergmálaði rödd hans eins og salurinn væri auður. „Ég vara viðstadda við þvi að gripa á nokkurn hátt fram í fyrir formanni kvið- dómsins," lýsti hann yfir alvarlegur í bragði. Siðan komu kviðdómendur inn. Hjartað hopp- Framh. á bls. 18. POLAR I VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.