Vikan


Vikan - 04.06.1959, Page 27

Vikan - 04.06.1959, Page 27
Sól og heilbrigð augu Það vill svo heppilega til, að það er sem stendur í tízku að nota sól- gleraugu. Sem stendur er litið á. þetta sem ómissandi hluta velklædds fólks. Guði sé lof, verður að segja, því að þannig komast menn hjá alls kyns óáran, sem annars myndi sækja á óvarin augun. Fyrir fáeinum árum áleit ungt fólk það hreint og beint veimiltítu- legt, ef menn settu upp sólgleraugu, þegar þeir lásu, fóru í sólbað eða gengu í snjóbirtu. Afleiðing of sterks sólarljóss get- ur orðið roði og erting á augum. Það er erfitt að halda þeim opnum, og þegar augun hlaupa upp, getur það orðið til þess, að maðurinn verður nokkurs konar ljósmyndavél. Ljós- geislarnir brotna gegnum linsu aug- ans, og myndin birtist á nethimn- unni. Þaðan flyzt myndin til sjón- armiðstöðvar heilans, það er að segja meðvitundin skynjar myndina. Ef birtan er of sterk, getur þetta ert og jafnvel skaddað nethimnuna. Flestir hafa reynt að safna ljós- geislum gegnum linsu og beina brennipúnktinum að bréfsnepli. Eft- ir örstutta stund kviknar í bréf- sneplinum. Það er á vissan hátt næstum hið sama sem gerist, þegar nethimnan er oflýst. Þegar við skynjum skyndilega mikla birtu, sjáum við ekkert eitt andartak, einkum ef komið er út næstum algerlega óvinnuhæfur. Auk þessarrar bólgu, getur of sterk birta haft skaðleg áhrif á sjónina. Stundum heyrum við börn gorta sig á því, að þau geti horft beint í sólina. Þetta skyldi enginn leika eft- ir. Þetta þolir enginn, án þess að skerða sjónina. Við vitum öll, að t. d. þegar sól- myrkvi er, verðum við að setja upp dökk gleraugu •— helzt svört — ef við ætlum að horfa í sólina. Einmitt þegar þannig stendur á, hættir mönnum til þess að horfa of lengi í sólina með berum augum, en þetta getur orsakað sjónskerðingu ef ekki blindu. Við hafið endurvarpast sólin af haffletinum. Ef horft er lengi á haf- flötinn í mikilli birtu, getur þetta haft í för með sér augnabólgu, sem getur leitt til sjónskerðingar. Til þess að skilja hættuna, verða menn að gera sér ljóst, að augað er SPAUG Wessel hafði orkt nokkrar vísur og hafði borgarstjóri einn tekið þær til sín. Sagði hann því einu sinni svo að Wessel heyrði: „Wessel þekktist á því, hvað hann hefur löngu eyru.“ „Það getur nú verið,“ svaraði Wessel, „að eyrun á mér séu heldur löng, eftir þvi sem mannseyru ger- ast; en yðar eyru eru aftur á móti nokkuð stutt, þar sem um asnaeyru er að ræða.“ úr niðamyrkri. Allir þekkja það, þegar ljósin frá bíl um hánótt birt- ast skyndilega, en það veldur algerri stundarblindu. Einnig að vetri til er hættulegt að skýla ekki augunum í snjó og mik- illi sól. Hinir óteljandi ískrystalar endurvarpa ljósinu — krystallarnir eru eins og fjöldi spegla. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að ganga með dökk gleraugu, þegar ferðazt er í snjóbirtu. Heimskautafarar hafa þrásinnis orðið snjóblindir, ef þeir hafa týnt gleraugum sínum. Nú á dögum, þegar vetrarferðir eru næsta algengar og margir stunda vetrar- íþróttir, ber öllum að ganga með dökk gleraugu. Þau eru ómissandi hluti ferðabúnaðarins. Við erum næstum öll fædd með tvö heilbrigð augu. Það er algerlega undir okkur sjálfum komið, hvort við varðveitum þau eða ekki. Einu sinni þegar kona Wessels var að skamma hann fyrir það, að hann kæmi fullur heim á kvöldin, sagði hann: „Kæra kona, það er af ein- tómri ást til þín að ég drekk, því að þegar ég er fullur sé ég þig tvöfalda." Wessel hafði sagt um kona eina, að hún væri ekki þess verð að hrækt væri á hana. Honum var stefnt fyrir rétt og var þess krafizt, að hann tæki orð sín aftur. Þetta gerði Wessel með þessum orðum: „Ég tek hér með ummæli mín aftur; ég sagði að kona þessi væri ekki þess verð, að hrækt væri á hana; en nú er hún einmitt verðug þess." RÆSTIÐ MEÐ AFHA RAFHA ryksugan er smíðuð með vinnusparn- að fyrir yður í huga. Hún hefur fótstýrðan rofa, svo þér þurfið ekki að beygja yður við að setja hana af stað eða stöðva hana. Slang- an er fest og losuð með einu handtaki. Sér- staklega smíðuð áhöld fyrir ailar hugsanlegar aðstæður fylgja henni. r" - í i/erá kr. 2,520.00 H.f. Raftækjaverksmiðjan HAFNARFIRÐI - SÍMAR: 5DD22 DS 5DQ23 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.