Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 12
betur
SparnaAur
er töfreiorO nútímans.
Það er sparnaður að
kaupa stóru flöskuna
af Pride, en minni
flaskan af Pride nægir
litlu heimili um langan
.jOHNSONs/
tima, því Pride endist I
lengur.
AÐALUMBOÐ:
Mdlarinn h.{.
:
!
I
Hitler ásamt Evu Braun við „arnarhreiðrið" í Berechtesgaden.
5DOLF HITLER
Bróðir minn Adolf Hitler — 2.
Móðir Adolfs Hitlers var kúguð af bitrum
og hóglífum eiginmanni. Hún sagði syni sín-
um sögur af hvítum fákum og djörfum ridd-
urum, og sagði honum, að hann gæti náð
hvert sem hann vildi í lífinu, ef hann hefði
einungis hugrekki til þess ... Adolf var
sjálfur alltaf foringinn í leikjum drengjanna,
en honum leizt ekki á blikuna, þegar hann
klifraði of hátt upp í eina trjákrónuna ...
I þessari grein segir Paula Hitler frá hinni
dularfullu „Frau Elsa“, sem kom fyrst'inn
í Iíf hans eftir fyrri heimsstyrjöldina, kon-
unni, sem Hitler aldrei gleymdi___
Eftir Paulu Hitler.
Sá maður var ekki til heima hjá okkur, sem
gat haft hemil á skapi Adolfs, þegar hann var
lítill. Við kontirnar á heimilinu auk þeirra
kvenna, sem komu í heimsókn til okkar, urðum
að ausa yfir hann smjaðri og dekri, og Adolf
lét sér alit þetta lynda, einungis vegna mömmu.
Þegar Adolf vildi eignast eitthvað, brást það
varla, að hann eignaðist það, jafnvel þótt
hætta yrði þá við að kaupa eitthvað, sem var
heimilinu bráðnauðsynlegt.
Ég man, að mamma hafði einu sinni gefið
honum svört, Iiá og uppreimuð stígvél. Dreng-
irnir í skólanum striddu honum vegna þessara
stígvéla. Hann hljóp fokvondur heim, reif af
sér stigvélin og tróð þeim inn i einhvern afkima.
— Ég vil ekki eiga þau. Ég vil ekki ganga i
þeim! hrópaði hann. — Ég vil eiga stígvél eins
og hinir strákarnir, annars fer ég ekki oftar i
skólann.
— En þau eru alveg ný og prýðisgripir, sagði
mamma. — Þau eru Hka dýr, og við höfum
ekki efni á því að kaupa ný stígvél.
— Þá verð ég heima, þangað til þú gefur mér
önnur, sagði Adolf ákveðinn. — Og ég borða
ekki fyrr en ég er búinn að fá þau.
Síðan þrammaði hann upp á herbergið sitt og
skellti á eftir sér. Mamma stökk strax upp á
eftir honum. Hann lá og grét i rúminu, og þeg-
ar ég kom upp til hans með mat á bakka, sló
hann i bakkann, svo að allt féll á gólfið.
Manuna átti ekki meiri peninga, til þess að
kaupa stígvél, en ég og hálfsystkin min höfð-
um sparáð saman nokkra skildinga, sem við
höfðum upp úr því að gæta barna og þvo upp
hjá nágrönnunum. Mámma tæmdi sparibauka
okkar og keyjiti handa Adolf stígvélin, sem hann
óskaði eftir. Þetta fyrirgaf ég henni aldrei.
Þegar Adolf flutti lil Múnchen, hætti mamma
að 'annast liann — og hálfsystir mín og dóttir
hennar, Greta, komu í stað hennar.
Allar líkur eru á því, að Adolf hafi á ævinni
aðeins elskað eina konu innilega og alvarlega,
cins og mgður elskar, sem vill eiga sér konu.
Iiessi kona var Gréta Raubal. Tilfinningar hans
i garð mönnnu voru allt öðruvísi. Ég held heldur
ekki, að hann hafi elskað Evu Braun, eins og
hann elskaði Gretu.
12
T. h.: Foringinn er dapur á svipinn. Hér eru
feður og mæður fallinna hermanna að tala við
hann.