Vikan


Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 14
Hér hafið þið lúxus-baðherbergi með tvíbreiðu baðkeri, sturtum og snyrti- borði. Þvílíkt og annað eins er ekki við hæfi hins almenna borgara, en ekki sakar að vita, hvað hægt er að gera, hafi menn efni á því. . J Á hinni miklu Æ húsa- og hús- W búnaðarsýn- ^ ingu H55 í Sví- þjóð, sumarið 1955, sýndu Svíar þetta baðherbergi. Þar er venjulegt bað- ker með sturtu í veggnum fyrir ofan og hægt að draga fyrir. Þar er einnig sjálfvirk Westing- house-þvottavél og þvottavaskur. Á veggjunum eru Mosaik-veggflísar. í íbúðum, sem byggðar hafa verið á síðari árum, skipar baðherbergið veglegan sess, hérlendis sem erlend- is. Það þykir jafn sjálfsagður hlutur og eldhús og sverfnherbergi. Stærðin er að sjálfsögðu mismunandi og fer eftir stærð íbúðarinnar og efnahag þess sem byggir. Amerískir milljónerár hafa það gjarna eins og myndin til vinstri sýnir: Stóran sal með löngum snyrtiborðum og nuddbekkjum. En snúum okkur fremur að einhverju því, sem hagkvæmara er fyrir al- menning. Hér á landi tíðkast að hafa salerni og bað saman og fer oftast vel. Þjóðverjar og raunar fleiri hallast að ,því að hafa lítið, aðskilið sal- erni. Svíar hafa mikið velt fyrir sér hinni hagkvæmu hlið þessa máls og í sýningaríbúðum, sem byggingarsamtök hafa komið upp, hafa þeir haft þvottavélar og aðstöðu til frágangs á þvotti með baðinu, en salernið sér. Þannig er þessum málum háttað; sumir hafa þetta þrennt saman, en aðrir sitt i hverju lagi. Sjálft baðið er aðallega með þrennu móti: Venjulegt baðker, setker eða sturtubað. Sturtur ryðja sér æ meira til rúms og finnst flestum það ólíkt þrifalegra bað, en liggja i skolpinu af sjálfum sér í baðkeri. rfXfSfí&L Einstaka vel lagaður vaskur, spegill og vegg- Ijós í baðherbergi. Mosaik-flísarnar á veggn- um eru marglitaðar og geta farið mjög vel. Þær hafa fengist í verzlunum hér. Baðherbergi af venjulegri gerð, nema hvað hér eru tvær handlaugar — ekki vitum við til hvers. Á veggjunum eru svartar postulínsflisar. Til hægri sjáið þið þýzkt baðherbergi, sem er óvenjulegt að því leyti, að vegg- irnir eru klæddir með olíubornum viði. Hvað það endist lengi skal ekki dæmt um hér, en óneitanlega lítur það vel út. f þessu baði er ekki baðker, heldur ein- ungis sturta inni í endanum og plast hengi dregið fyrir. Ef baðherberg- ið er rúmgott, er þægilegt að hafa þar koll til að geta sezt og baðvogina má ekki vanta. Oft má koma fyrir sturtu, þar sem aðeins er baðker fyrir. Þá er nauðsyn- legt, að koma fyrir hengi úr plasti, sem fell- ur innan á bað- kerið. mm ÉSl! . ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.