Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 4
Hundadagakonungur í Albaníu
Fyrir nokkrum árum brá yfirvöld-
unum í Vestur-Þýfkalandi lieldur
illilega í brún, þegar maður nokk-
ur i Vestur-Berlín reyndi að koma
á fót nýjum stjórnmálaflokki. í
sjálfu sér var þetta ekki í frásögur
færandi, því að sótt var um að fá
að mynda sex þúsund nýja flokka
á árunum 1946—1956.
Það var undirskriftin á umsókn-
inni, sem kom yfirvöldunum til þess
að reka upp stór augu. Undir bréfið
liafði skrifað „Otto I. fyrrverandi
Albaniukonungur".
Umsóknin var bersýnilega send í
fyllstu alvöru, var skrifuð á úrvals-
pappir með Albaníufána í einu horn-
inu og kórónu í hinu. En þý/ku yf-
irvöldin vissu ekki betur en ár og
aldir væru síðan nokkur Albaníu-
konungur liefði búið i Þýzkalandi.
Eftir nánari eftirgrennslan kom það
upp úr kafinu, að Otto Albaníukon-
ungur hafði raunar aldrei verið til.
Maðurinn, sem umsóknina hafði
sent, hlaut að vera genginn af göfl-
unum.
En þessi „Otto I. uppgjafakonung-
ur“ var síður en svo úr sögunni hér
með, og maður sem kynnti sér málið
nánar, rakst um síðir á mann ná-
lægt sjötugu, sem bjó í vesældarlegu
húsnæði í hliðargötu, þar sem
ófagurt var um að litast. En mað-
urinn var bæði stoltur og reigings-
legur.
— Ég ætlaði að finna Otto Witte,
sagði David Gille undirforingi.
Otto Witte reis á fætur og hneigði
sig. — Gjörið svo vel að setjast,
sagði hann, — og ég bið yður vin-
samlegast að kalla mig „Yðar há-
tign“.
Gille vissi í fyrstu ekki hvaðan
á sig stóð veðrið, og þóttist viss um,
að maðurinn hlyti að vera snarvit-
laus. En þegar hann hafði talað við
gamla manninn i tíu mínútur, var
hann alls ekki viss um hvor þeirra
væri vitlaus, því að Otto Witte
sannaði, að hann hefði í rauninni
einu sinni verið Otto I. Albaniu-
konungur — i fimm ógurlega sólar-
hringa, sem hel'ðu orðið hverjum
heilbrigðum manni hin voðalegasta
þolraun.
Og Otto Witte hafði gert meira en
að vera kóngur i l'imm dægur. Á
hinni atburðaríku ævi sinni hafði
hann komizt í kynni við meira en
flestir geta státað sig af. Ævi hans
er einna líkusl furðuævintýri eða
lygasögu.
Þegar hann varð Albaníukonung-
ur árið 1912 hafði hann — en hann
var þá skráður í þýzka manntalinu
sem listamaður — lent i fjölmörg-
um ævintýrum, en sérstaklega voru
það tveir atburðir, sem urðu minn-
isstæðir. Samkvæmt yfirlýsingum
Bonn-stjórnarinnar, eru kröfur hans
sem fyrrverandi Albaníukonungur,
á rökum byggðar, þótt hann hafi
reyndar orðið konungur vegna ein-
staks áræðis og dirfsku, sem langt
má til jafna.
Um þessar mundir eru liðin 150 ár frá valdadögum Jörundar
Hundadagakonungs á íslandi. Hann er raunar ekki einn um
þvílík afreksverk og skal hér greint í'rá öðrum ævintýramanni,
Þjóðverjanum Otto Witte, sem lék þennan leik í Albáníu. Hann
krafðist þess að vera kallaður „Yðar hátign“ og opnaði ein-
ungis bréf, sem voru stíluð „Hans hátign Otto konungur“. Það
gekk á ýmsu þessi fimm dægur, sem hann réði yfir Albaníu
— og 368 hjákonum í kvennabúri sínu.
■e 7 /I J, o g®
H.
lí h
vj?
ij/ J
4