Vikan


Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 25

Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 25
GÓÐUR FÉLAGI. Framhald af bls. 9. hana sem mest hann mátti. Dag einn varð Ingrid hugsað til þess, að hún hai'ði ekki séð Bo i .næstum hálfan mánuð. Og þegar hún varð samferð einum skólafé- laga Bos heim úr skólanum, spurði hún um liann eins og af tilviljun. — Bo! Hann hefur verið með lungabólgu og verið mj‘g þungt haldinn. Vissirðu l)að ekki'? lúð vor- uð samt vön að vera talsvert sam- an. En nú er hann á batavegi. Einar kom til hans i gær með bók og dá- lítið af ávöxtum og blómum, sem við höfðum sparað saman fyrir. En hér skiljast leiðir okkar, ég er á leið til hárgreiðslukonunnar. Bless- uð! Ingrid var mjög hugsandi á eftir. Hún hefði átt að fara heim að lesa. Gert var í Stokkhólmi i heimsókn lijá ættfólki sinu, svo að hún .varð nð lesa um daginn. En þrátt l'yrir góð áform sín, var Ingrid samt innan stundar komin inn í eldlmsið, þar sent Gert og Bo bjuggu. Konan, sem opnaði fyrir henni, ljómaði öll, þegar hún sagðist vera komin til þess að heimsækja I.undgren. — Pað var sannarlega fallega gert af yður — hann er svo ein- mana. Ég hef litið til hans öðru hverju, en hann þarfnast auðvitað ;yngri félaga. Ingrid lagði nokkur blóm og sæl- gæti á bakka og barði að dyrum hjá Bo. Henni brá illilega, þegar hún sá, hve horaður liann var orðinn. Þegar hann kom auga á hana, Ijóm- aði hann af ánægju, en síðan sagði hann: — Þú hefðir ekki átt að koma, Ingrid. — Því ekki það, Bo? sagði Ingrid róleg og lagði bakkann á litla borð- ið við hliðina á rúminu. — Bæði geturðu smitazt, þetta byrjaði nefnilega með inflúenzu, og auk þess getur þetta komið sér illa fyrir þig. Þú rnanst hvernig Gert hagaði sér síðast. — Gert skildi ekki hvernig mál- unum var háttað. — Hvaða ástfanginn maður hefði gert það? Ég hélt Iiara, að jafn skyn- samur maður og Gert Vik myndi sjá, hversu hlægilegt ]>að var að vera afbrýðisamur vegna min, sem get á engan hátt verið honum til ama, hvað það snertir. — Hversvegna er ykkur Gert illa hvor við annan, Bo? __ Að vera ástfanginn i söniu stúlku, kann sjaldnast góðri lukku að stýra. — Áttu við, að þú sért ástfanginn í mér, sagði Ingrid undrandi. — Ég hélt að við værum bara vinir. __ Þú getur ekki annað sýnt mér en vináttu, þar sem þú ert ástfangin í Gert en ég ann þér meira en allt annað i heiminum. __ Ég verð að fara núna, sagði Ingrid hraðmælt og reis á fætur. __ Er það vcgna þessarar játn- 'ingar minnar? — Auðvitað ekki, sagði Ingrid, en hún vissi, að hún myndi aldrei geta umgengist Bo eins og áður, nú þeg- ar hún vissi, að hann elskaði hana. Ingrid hafði ekki hugsað um það hvað timanum leið, og þessvegna starði hún undrandi á Gert, sem stóð i dyragættinni og beit á jaxl- inn, þegar hún kom út. __ Ertu kominn svona snemma? stamaði hún. — Já, og að því er virðist, kem ég á mjög óheppilegum tíma. Þú laumast þá til' þess að heimsækja Bo, þegar þú veizt, að ég er ekki heima. Ingrid var orðin náföl. — Ég kom hingað, vegna þess að mér var sagt, að Bo væri veikur. Og nú vil ég að þú biðjist fyrir- gefningar fyrir það sem þú sagðir. Þá skal ég reyna að gleyma því, sem þú sagðir, vegna þess að þú ert ef til vill afbrýðisamur. — Já, svo að þú ætlar að reyna að gleyma því sem ég sagði. Mikið afskaplega ertu mikJll höfðingi, sagði Gert háðskur. — Og ég á greinilega lika að gleyma hegðun unnustu minnar, sem hegðar sér eins og henni sýnist. Nei, stúlka min, ég biðst engrar afsökunar i lietta sinn, þvi að nú er nóg komið, og nú er það ég, sem set skilyrðin. — Skilyrðin? endurtók Ingrid skilningssljó. — Já, einmitt. Ég krefst þess að þú heitir mér því að tala aldrei við Bo, hvorki i návist minni cða eins- lega. Ingrid leit á hann og hrukkaði ennið. Var þetta í rauninni sá Gert, sem hún hafði haldið að hún elsk- aði, sem stóð þarna og setli henni úrslitakosti? Það var eins og liann væri henni skyndilegá ókunnur. Og hvers krafðist hann af henni? Lofa þvi, að hún skyldi aldrei tala við Bo! Bo, sem elskaði hana. Skyndi- lega varð Ingrid hugsað til ástúðar þeirrar, sem hún hafði séð i aug- um Bos. Ástúðar, sem var fremur tilbeiðsla en ágirnd. Bo elskaði hana, en liann krafðist einskis af lienni. Hugsunin um slíka ást gerði liana bæði auðmjúka og stolta. Það var eins og hún væri ekki verð þess- arar ástar, en hún vildi reyna að verða það. Ilún lyfti höfðinu og horfði beint framan i Gert, þegar hún sagði: — Ég get ekki heitið þér þvi, Gert. Mér þykir mjög vænt um Bo. — Og samt viltu halda þvi fram, að það sé ég en ekki hann, sem þú elskar. — Ég hélt ég elskaði þig, Gert, en þú hefur sjálfur opnað augu min fyrir mistökum mínum. Ég sá ekki sólina fyrir ljómanum kringum þig og fjölskyldp þina, og ég hef ruglað aðdáun og daðri saman við sanna ást. — Ég er sem sagt sleginn út af ónytjungi eins og Bo Lundgren, sagði Gert háðskur, og Ingrid fann, að hann var fremur reiður en særð- ur og örvæntingarfullur. Án þess að segja orð, sneri hann sér við og gckk inn á herbergi sitt. Þegar liann hafði lokað á eftir sér, fór Ingrid aftur inn til Bo. — Hversvegna ertu komin aftur, Ingrid? sagði Bo ákafur. — Til þess að segja þér, að þú hafðir rétt f>TÍr þér, þegar þú sagð- ir, að þetta stáss ætti ekki við mig. Ég vil vera góður félagi eiginmanns míns, og nú veit ég livaða maður það verður. Þú, Bo! Það var ekki ást, sem ég bar lil Gerts, heldur forvitni og hégómagirnd. Ástin er helguð þér, Bo, og vegna hennar gat ég ekki svikið þig, þegar ég var heðin um það. Bo réti hönd sina að henni án þess að niæla orð, og hún lagði liönd sina í liönd hans, og brosti bliðlega. Orð voru óþörf, vegna þess að augnatillit Bo sagði betur en nokkur orð, hversu heitt liann unni henni. EVRÓPA 1 VIÐJUM HJÁTRÚAR. Framhald af bls. II. svikamáli, þar sem „nornir“ drógu fé frá hinni ríku ekkju Donna Vittoria í bænum San Manede í Fortohéraðinu. Ekkjunni var sagt, að hún gæti fengið að sjá sál manns síns, ef hún æti vissa ávexti (sem voru auðvitað ekki beinlínis ódýrir — en ávextir, sem nornirnar gátu aflað). Donna Vittoria borgaði, og með kvikmyndavél sýndu nú svik- ararnir hinn látna eiginmann í kastalanum nótt eina í niðamyrkri. Þegar „eiginniaðurinn" bað konu sína að láta nornirnar fá kastalann, gerði hún það á stundinni, en Interpol skarst að lokum í leikinn og fletti ofan af öllu! Bóndinn Peter Meier í Ober-Golds- bach í Suðurbayern trúði því statt og stöðugt, að hús hans væri umsetið af nornum. Þess vegna negldi hann fyrir dyr og glugga á húsinu sínu. Hann og systir hans, Zenzi, tíu ár- um eldriý lifði upp frá þessu ömur- legu lífi. Þau bjuggust við því að verða myrt á hverri stundu af ein- hverri norn, sem hafðist við í nám- unda við húsið. Lögreglan varð loks að brjótast inn til þeirra með valdi og koma þeim undir læknishendi, en þau hafa aldrei þorað að segja lækn- inum frá því, hver lét ósköpin dynja yfir þeim — og þau lifa enn þann dag í dag milli vonar og ótta! KAUPIÐ GALDRAGRIPI YÐAR í NEAPEL. Á hverju sumri halda þúsundir ferðamanna til Abate, lítillar borgar við útjaðar Neapelborgar, til þess að fara til spákvenna þar . . . Auk þess sem spákonur spá, er einnig hægt að fá þar keypt þar ást- arlyf — dularfullt grænt duft, sem veldur eilífri æsku og önnur „áhrifa- mikil“ og eftirspurð nornalyf. Flestir fara til hinnar gömlu og hrumu Madre Antonia Melorate, því að því er haldið fram, að hún sé öflugasta nornin í Neapel. Interpol berst gegn þessari hjátrú harðri hendi, en lögreglan segir: — Nornir vorra daga eru skrattanum kænni og okkur veittisl afar erfitt að fletta ofan af þeirn, vegna ótrú- legrar einfeldni almennings. ÉG HEYRÐI GRÁTIÐ. Framhald af bls. 9. sinnar. IbúSin var ekki tilbúin enn, annars liefði iiabbi getað verið þar með stúlkunni I stað þess að kúldr- ast inni í bakherberginu. Þeini gal ekki verið rótt innanbrjósts þar, vegna þess að k’ona lians átti einnig lykil að stofunni. En þegar hún býður konum lieim til sín, eru þau óhult. Og það til svo mikilla muna, að faðir hennir hafði blístrað og brosað áður en hann fór að heiman, auk ]>ess sem hann hafði reynt að innræta dóttur sinni nokkur góð orð um hegðun og siðferði. Enga unga menn inni i svefnherberginu liennar. Stúlkunni var svo kalt, að hún skalf. En liún vildi ekki standa upp, vildi ekki fara heim. Ilún vildi ekki sjá föður sinn framar, og ekki móð- ur sina heldur. Framar ölhi ekki móður sína. Hvað átti liún að segja við móður sina? Átti liún að ljúga með föður sínum? Hverju gat ég svarað Iienni? Að þetta komi fyrir, komi oft fyrir — að lijón hætti að elska livorl annað. Að það komi stundum fyrir að fólk giftist án þess að elska hvort ann- að. Að móðir hennar hali ef til vill vitað, hvað faðir hennar var að gera. Að þetta væri ef til vill i fyrsta sinn. Að faðir hennar myndi vafa- laust fara frá ungu stúlkunni. Að maður yrði að taka lifinu nieð sálarspekt. Ógilt sautján ára stúlka á ekki að fá að vera ein með þeim, sem hún er ástfangin í. Hún lieldur, af sá fyrsti, sem hún verður ástfangin i, verði án nokkurs vafa lífsföru- nautur hennar. Og ef til vill verð- ur hún ástfangin í lionuni alla ævi, ef ást hennar verður ekki fyrir of miklum vonbrigðum. Við höfum setið saman á gólfinu og þagað og skolfið af kulda. Ég kem ekki orðunum, sem ég ætlaði að segja, út úr mér. Að til sé ást, sönn, trygg ásl, sem ekki þekki sviksemi og lygar og launung, eilií ást, og það sé nægilegt að trúa á hana og reyna að lifa samkvæmt þeim lögum, sem hún setur mönn- um. Ég gat ekki sagt þetta, vegna þess að ég hef alltaf efast um sann- leiksgildi þessára orða sjálf. Hún leit niður og grúfði andlitið i höndunum aftur. Þá heyrðum við gengið upp stigann og síðan heyrð- ist lágur rómur ungs nianns. Hann kom inn, hár drengur i leðurjakka og þröngum buxum. Hann gekk til liennar, og hún reyndi ekki að lirinda lionum frá sér. Hún hallaði höfði sinu að öxl hans og tók aftur að gráta lágt. Ilaiin lyfti henni upp og þrýsti henni að sér. Við gengum niður stigann út i rigninguna og námum staðar fyrir utan bygging- una og kvöddumst. Þau héldu fast hvort utan um ananð þegar þau gengu niður eftir votri göturmi. 3 nœsla blaði ★ 1 íyrstn ainn lil Reykja- víkur. Vikan og fleiri aðilar bjóða til Reykjavíkur hjónum utan af landi, sem aldrei höfðu komið til bæjarins áður. 2 myndaopnur frá dvöl þeirra „syðra". ★ Séra Bjarni í aldarspegli. ★ 4 herb. íbúð í f jölbýlishúsi. ★ Viðtal við Björn R. Ein- arsson. ★ Nemandi í hárgreiðslu kvenna. VTKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.