Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 10
HrútsmerkiS (21. marz — 20. apr.): Þér
fer flest vel úr hendi, sem þú tekur á
þessa viku, og heppni þin verður alveg
einstök. Þö kann að vera, að fimmtu-
dagurnn verði þér ekki til mikilla heilla,
og þess vegna skaltu varast það að leggja út í
stórræði að óhugsuðu máli þann dag. Þú ferð í
stutta ferð, líklega með flugvél.
Nautsmerkiö (21. apr. — 21. maí): Ekki
liggur fortíð þín ljós fyrir, og að því er
virðist fara þeir, sem fæddir eru undir
þessu merki öfganna á milli. Annað
hvort græða þeir mikla peninga eða
verða fyrir óvæntum fjármálahnekki. — Þú munt
fá óvænta heimsókn — líklega verður það kona
— en láttu gestinn ekki glepja þig.
Tvíburamerkiö (22. maí — 21. júní): Þú
ert of dreyminn og lætur ímyndunarafl
þitt hlaupa með þig í gönur. Reyndu
að vera sem mest úti, en klæddu þig
samt vel. Ef til vill verður þú ástfang-
inn þessa viku, en sú ást á sér ekki djúpar rætur.
Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí):
Skapið verður ekki sem bezt þessa viku,
en það kann að rætast úr því seinni
hluta vikunnar. Sennilega verður þú
mikið heima við, enda er það þér fyrir
beztu eins og stendur.
__ Ljósmerkiö (24. júlí — 23. ág.): Líkur
iUM eru á giftingu í fjölskyldu þinni, sem
kemur öllum á óvart. Það verður allt
fgB i uppnámi í kunningjahóp þínum — og
líklega mun það stafa af.þessari gift-
ingu. Líklega verður einnig skyndilega breyting á
högum þínum þessa viku,
MeyjarmerkiÖ (24. ág. — 23. sept.): Þú
átt eftir að tapa peningum þessa viku,
ef þú ferð ekki gætilega. Fyrir alla
alla muni skaltu forðast peningaspil.
Kunningjahópur þinn er of lítill —
reyndu að kynnast fleirum, svo að þú forpokist
ekki og farir á mis við lifsins gæði.
Vogarmerkið (24. sept. — 23. okt.):
Hætta er á hjónabandserjum, sem eiga
ekki djúpar rætur. Ökvænt fólk ætti að
fara að öllu með gát í samskiptum sín-
um við hitt kynið. Þú ert helzt til
bjartsýnn og væntir þér of mikils.
Drekamerkiö (24. okt. — 22. nóv.):
Happatalan þín verður 3 þessa viku.
Karlmönnum verður föstudagurinn til
mikils láns —ef til vill mun þeim græð-
ast peningar. Fórnfýsi þín er virðing-
arverð, en þú ert sjálfum þér verstur. Starfsfé-
lagi þinn mun hætta fyrra starfi sínu, og þú munt
sakna hans mjög.
Bogmaöurinn (23. nóv. — 21. des.):
Forðastu neyzlu áfengis eins og eitur.
Líklegast mun þér græðast talsvert fé,
þótt þú eigir engan þátt í því sjálfur.
Þér er villugjarnt og þú lítur ekki á
hlutina sanngirnisaugum. Fyrri hluta vikunnar
hættir þér við skapillsku, en stutt ferðalag getur
hæglega breytt því til batnaðar.
Geitarmerkiö (22. des. — 20. jan.): Þú
getur sjálfum þér kennt um þetta slen.
Þú ert í sannleika sagt latur. Þú telur
sjálfum þér trú um, að þú hafir allt
of mikið að gera, en þú tekur bara
starfi þínu ekki réttum tökum.
Vatnsberinn (21. jan. — 19. febr.):
Taktu ekki mark á þessum slúðursög-
um, sem ganga um vin þinn. Þessa viku
munt þú skipta þér eitthvað af opin-
berum málum, jafnvel koma sjálfur
am opinberlega. Farðu þér hægt og reyndu að
Eirvega allar stórákvarðánir.
Fiskamerkiö (20. febr. —■ 20. marz):
Sjúkrahús kemur eitthvað við sögu, en
ekki er víst, að þú leggist sjálfur inn
á sjúkrahús. Eitt er víst, að heilsan verð-
ur ekki með bezta móti. Því meira sem
þú ferðast þessa viku því betra. Þú hefur góða
dómgreind en hættir til að reiða þig of mikið á
loforð og góð orð annarra manna.
'Pi
o
o
Það er sagt að manneskjan megi ekki án ]jcss
vera að trúa og tilbiðja. Það kvað ekki skipta
svo miklu máli á hvað er trúað, því að ef trúin
er sterk og tilbeiðslan einlæg, þá verður hún
innri styrkur og lifsuppspretta, sem ekki má
án vera.
Það eru heldur engin takmörk fyrir því, hvað
manninum getur dottið i hug að trúa á.
Til dæmis trúir konan niin á móðurbróður
sinn, hann Jón Friðjón.
Ég hef ekki í eitt skipti heyrt hana ákalla guð
almáttugan né fara með bænarkorn eða sálm-
vers. F.n ég hef margsinnis heyrt hana segja
sem svo:
.Ta, hann .Tón Friðjón. Ekki á hann sinn líka.
Ég veit ekki hvar við værum stödd ef við ætt-
um hann ekki að.
Ekki man ég til hess að hún hafi i nokkurt
skipti kippt sér upp við það nð heyra guðs nafn
gálauslega lagt við hégóma.
F.n ég er viss um að hún gengi af göflunum
"f einhverjum yrði á að nefna Jón Friðjón í
hennar eyru, öðru visi en með fullkomnustu
virðingu.
•Tón Friðjón er piparsveinn, húsgagnamálari
að atvinnu, langur og mjór, grindhoraður. nef-
skakkur og úteygur.
Hann kennir daglega til okkar, Tætur svo Títið
að tylla sér í bezta stólinn okkar og biður ekki
með að kveikja i digrum bognum pipu — sterti,
sem fyrir löngu er orðinn iiiuti af honum sjálf-
um og ber þvi fremur að skoða sem iíffæri en
utanaðkomandi hlut.
TTann lætur pípuna taka dýfur uppundir hölk-
inn við og við og siðan fljóta til haka i freyð-
andi munnvatninu.
— Viltu ekki kaffibolla Jón Friðjón, segir
kona mín jneð vingjarnlegri lotningu.
— Jú, ójú. Ég skal biggja kaffi, segir hann
hressiiega og lætur ekki lertda við orðin tóm,
þvi að sex til átta kaffibollar er hað minnsta
sem hann gerir sig ánægðan með.
Hann er ræðinn mjög og flugmæiskur. og ekki
barf maður að hiusta lengi á hann til þess að
heyra að liér talar maður, sem veit ailt um
alia hlnti. milli himins og iarðar oa er ekki i
neinum vafa um livernig öiiu verði bezt hagað
á bvi svæði eins og það leggur sig.
Sannfæringarkrafturinn er svo magnaður,
vissan svo örugg, að það væri hreinasta hneyksli
að láta sér detta í hug að efast eða hreyfa mót-
mælum.
En ef svo ólíkiega skyldi vilja til að til sliks
Smásaga
eftir Einar Kristjánsson
kæmi, þá er Jón Friðjón ekki lengi að afgreiða
viðkomandi persónu.
Þú berð ekkert skynbragð á þetta, segir hann
slutt og iaggott og það eru röksemdir lians og
dómsúrskurður, sem ekki þýðir að áfrýja.
Hann hefur alveg sérstaklega mikinn áhuga
fyrir hinni vesöiu tilveru okkar hjónanna og
leggur ráðin á hvernig henni verði skárst hag-
að i einu og öllu, því að auðvitað veit hann
alltaf upp á hár hvernig bezt er að snúa sér i
hverju máli og mæta hverjum vanda.
Látið ykkur ckki detta í liug að fara i leik-
húsið til að sjá þennan leik, sem nú er verið
að sýna, sagði hann.
Þetta er nauðaómerkileg þvæla eftir einskis-
verðan höfund.
Það var skítt að þið skylduð ekki heldur sjá
þetta sem leikið var næst á undan. Það var
sannarlega þess vert. Ég var eiginlega alveg að
því kominn að bjóða ykkur á þann lcik, en það
varð nú eitthvað til þess að koma i veg fyrir
það, og var ég þó búinn að panta miðana og
auðvitað á beztu sætum.
Nei, varstu virkilega svona vænn Jón Friðjón,
sagði þá kona mín. Það var cinmitt þessi leik-
ur sem mig iangaði svo óstjórnlega mikið að
sjá. Alltaf veiztu hvað mér kenuir bezt, hélt
hún áfram og lék við hvern sinn fingur, rétt
eins og hún liefði þegar verið á leiknum og
skemmt sér sfórkostlega.
Það kemur ekki til mála fyrir ykkur að fara
norður í land i sumarfríinu, sagði Jón Friðjón.
Nei, Krísuvíkin er það eina sem vert er að
sjá á þessu iandi, og ]iangað skuiuð þið fara
og ekkert annað ef þið viljið fylgja mínum ráð-
um. Þar er nú ioftslag sem gerandi er að anda
að sér maður. Ef bíllinn minn iiefði verið i
iagi iiefði ég ekki séð cftir að skjóta ykkur
þangað. En það hittist nú svo illa á að hann er
ekki tilkippilegur i langferðir í svipinn.
★ Það eru fleiri nornir í Evrópu
★ en í allri Afríku.
Glæpamálasérfræðingarnir við alþjóðalögrcgluna INT-
ERPOL vinna ekki aðeins að málum eins og hvítri þræla-
sölu, úraníumsmygli, morðmálum, ránum og stórsvikum,
heldur vinna þeir einnig að málum, sem ætla skyldi, að
ekki væru umfangsmikil nú á dögum: lögreglan á sem
sagt í baráttu við galdramenn og nornir! Fjöldi seið-
fólksins eykst með hverju ári í Evrópu, og í dag cru
fleiri í Evrópu en allri Afríku.
HROLLVEKJANDI ATHÖFN.
Það er komið undir miðnættj. Tunglið er í fylllngli,
og reynir að þrengja daufum bjarma sínum gegnum
skýjaþykknið. Hópur manna hreyfist hljóðlaust eftir
auðum götum. Þeir eru með sverð! Og þeir draga á eftir
sér sjúkt, stynjandi fólk. Fylkingin mjakast hægt í átft-
Evrópn í viðjum hjútrúur
VIKAN