Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 19
BARNAGAMAN
Strdkurínn sem dt i hipp rið trollið
Saga cftir Helgu Laxdal.
Það var einu sinni bóndi, sem átti
þrjá syni. Hann var fátækur, gamall
og veikburða, en drengirnir þungir
til vinnu. í nánd við bæinn var stór
og mikill skógur. Þar vildi hann láta
drengina sína vinna að skógarhöggi,
cn þeir voru tregir til. Loksins tókst
honum að nudda þeim elzta af stað.
En þegar hann kom í skóginn og var
farinn að höggva eitt gamalt og fúið
tré, kom til hans ógurlegt tröll.
„Ef þú heldur áfram að höggva í
ntínum skógi, skal ég sjá um að þú
verðir ekki ellidauður!" sagði tröll-
ið. Þegar strákurinn heyrði þetta,
kastaði hann frá sér öxinni og hljóp
heim eins og fætur toguðu.
hræðslunni og hlaupunum sagði
Þegar hann náði sér aftur af
hann frá því scm fyrir hann hafði
borið í skóginum.
En gamli maðurinn sagði að hann
væri ekki hugrakkari en héri, aldrei
hefði hann látið tröllin hindra sig
frá verki, þegar hann var ungur.
Næsta dag fór næstelzti sonurínn
af stað. En það fór á siimu leið.
Þriðja daginn vildi yngsti sonur-
inn reyna sig.
„Það held ég sé til nokkurs,“ sögðu
eldri bræðurnir, „þú scm alltaf hefur
legið við hlóðirnar ataður í ösku
og óþverra/
Strákur svaraði fáu, en lngði af
stað með malpokann á þakinu.
Þegar hann var búinn að höggva
um stund, korn tröllið og sagði: „Ef
þú heggur í mínum skógi lengur, þá
verður þú ekki cldri cn þú erl orð-
inn.“
En strákur lét sér hvergi bregða.
Hann tók ostbita úr malnum, kreisti
svo mjólkin rann úr honum og
sagði:‘ „Ef þú þegir ekki eins og
steinn skal ég taka þig og kreista
hvíta steini hérna.“
„Elsku, bezti, vægðu mér,“ hróp-
eins og ég kreisti vatnið úr þessum
aði þursinn sem leízt nú ekkí á blik-
una,
„Þá skal ég hjálpa þér að höggva
skóginn.“
Með þeím skilmálum þyrmdi
strákur þursanum og svo h.tuggu
þeir til kvölds.
Þegar kvölda tók bauð þursinn
st.rák heim til sín, „því ég á skemmra
heim en þú,“ sagði hann. Strákur
þáði boðið. Þegar þeir koniu heim
i bergið þar sem þursinn bjó, fór
strákur að srekja vatn, en þursinn
að gera upp eldinn á meðan. En
vatnsföturnar voru svo slórar og
þungar að strákur gat ekki valdið
þeim.
„Hvað ætli ég sé að sækja vatn
í þessar fingurbjargir," sngði hann,
„ég fer og sækji brunninn með því
sem í Iionum er,“ sagði liann við
þursann.
„Nei, nei, fyrir alla iiiiini,“ sagði
þursinn og varð nú ekki um sel,
„kveik þú eidinn, en ég skal sækja
vatnið því brunnínn má ég ekki
missa."
Þegnr þursinn var koininn með
vatnið var pottur settur á hlóðirn-
ar. En þegar grauturinn var soðinn
sngði strákur: „Ef ég má ráða, þá
förum við í kappát.“
Þursinn var fús til þess, því át
var íþrótt, sem honum var lagin.
Strákur tók malpokann og hengdi
liann framan á sig, milli fata en lét
opið nema við hálsmálið.
Síðan settust þeir til borðs og
byrjuðu að háma í sig. En strákur
jós helmingi meiru í malpokann, en
sjálfan sig. Þegar pokinn var orð-
inn fullur dró hann sjólfskeiðung
upp úr vasa sínuni og risti á hann
svo grauturinn vall allur út. Hélt
hann vo áfrani að éta ein og ekkert
hefði í skorisl.
Þrgar þeir liöfðu étið góða stmid.
sagði þursinn: „Nó er ég þrotinn."
En strákur kvaðst ckki vera hálf
saddur.
„Farðu að eins og ég,“ sagði hann,
„og ristu þig á kviðinn og þá get-
urðu étið eins og þig Iystir.“
„Er það elcki sárt?“ spurði þurs-.
inn, en strákur kvað það vera ó-
karlmannlegt að kveina sér. Þá tók
þursiun stóra sveðju, risti sig á kvið-
inn og lét þar líf sitt.
En strókur tók allt það gull og
gersemar seni hann fann í hellin-
um og liélt hróðugur heim. Upp frá
því var aldrei skortur í Garðshorni,
og þólti jafnan mikið til stráks
koma.
Svo er ætíð ef íncnii láta ekki
bugast þegar á nióti blæa.
Sögulok.
Sendandi:
Ungfrú Helga Laxdal, 15 ára,
Túnsbergi,
pr. Svalbarðseyri,
S.-Þing.
Ps. Varðandi það, livað ég æt/la
að verða þegar ég er orðin stór segi
ég: Engin veit sína ævina fyrr en
öll er!
VIKAN
19