Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 21
Var hann ekki fastari í sér en ])að,
að við gátum losað liann með rek-
um, og kom stundum fyrir að dálítið
hrundi inn á okkur.
Töluvért hafði nú safnast fyrir af
litlu kössunum fullum af sandi og
mold, Hlóðum við þeiní upp næst
stærri dyrunum i ytri skúrnum.
Einn dag konm þau boð frá J.,
að næst þegar veðrið væri vont,
ættum við að raða kössunuin á lóð-
ina fyrri framan skúrinn, og var-
ast að hafa liávaða við það verk.
Skildi ég að það átti að velja vonda
veðrið til þess, að siður yrði tekið
eftir því, að þarna væri verið að
vinna um nótt. Nú vildi svo til að
einmitt næstu nótt var livassviðri
og dynjandi rigning, og framkvæmd-
um við þá þetta verk, sem ekki var
þægilegt í svarta myrkri.
Við hættum nokkru fyr en venju-
lega þessa nótt, og var ég kominn
á fætur um klukkan tvö næsta dag.
Mætti ég þá Helga með fjórhjólaða
vagninn, og þekkti ég kassana á
vagninum lijá honum. Það voru
sand- og moldarkassarnir, sem ég og
grimumennirnir tveir höfðum fyllt.
Um klukkustund síðar gekk ég nið-
ur að höfn. Sá ég þá aftur Helga á
ferðinni með sandkassa, og sá að
liann fór með þá út á Löugubryggju.
Nokkru siðar gekk ég þar framhjá
og sá að kassarnir voru yzt á
l»ryggjunni, austanmegin.
Næstu nótt var ég einn við vinn-
una. En að henni lokinni gekk ég
eins og svo oft áður meðfram liöfn-
inni, og báru fæturnir mig (eða var
það forvitnin?) út á Löngubryggju.
Bjóst ég við að kassarnir væru þar
enn, þvi að ég hafði ekki séð neitt
skip bætast við það eina skip, sem
lá þar, sem var saltskip, sem al'
einliverjum orsökum ekki hafði ver-
ið byrjað á að skipa upp úr fyr en
þennan sama morgun. En mér til
mikillar undrunar, voru kassarnir
allir liorfnir. Hvað hafði orðið uin
þá? Höfðu þeir verið settir í mótor-
bát?
Hvað er orðið um Jón
á Klapparstígnum?
Þennan liálfa mánuð liafði ég að-
eins einstaka sinnum séð Sjöfn. Hún
kom nú ekki eins oft á Borg og
áður.
Daginn eftir var enn ný fyrirskip-
un: sein var að rýma til í fremri
skúrnum, en láta fulla sandkassa
vera næsta dag ofan á fjölunum,
sem voru yfir stigaopinu.
Þessa nótl vánn Guðmundur með
mér, og gerðist ekkerl markvert.
Daginn eftir gleymdi ég að gá i
pósthólfið (ég hafði gáð á skrif-
stofuna, en þar voru engin boð til
min).
Ég fór til vinnunnar á venjuleg-
um tima, og strax er ég kom inn í
klefann, fann ég megnan sótthreins-
unar-jþef, og virtist sem að allsherj-
ar sótthreinsun hefði farið fram í
skúrnum, stigaþrepunum og göng-
unum, en allra sterkastur virtist
mér þefurinn i stigaþrepunum, og
hafði rerið kalkað í samskeytin
milli borðanna.
Ný sending af kössum var kom-
in, og hún svo stór, að skúrinn var
langt til fullur, og var ég i vand-
ræðum með að koma frá því, sem
var við vegginn milli skúranna, svo
ég gæti komizt i innri skúrinn, og
sandkössunum varð ég að hlaða upp
þar. Ég var einn við yinnu þeasa
nótt.
Daginn eftir gáði ég i póstliólfið,
og var þar þá þykkt bréf og ritað
utan á það til mín með ritblýi. Ég
opnaði það, en innan í þvi var ann-
að umslag. Ég þurfti að rifa upp
þriðja umslagið áður en ég komst að
innihaidinu, sem var bréf og seðíar,
aðallega scðlar, því þar voru 930
krónur, (af þvi það var þessi Al-
þingistala, er mér hún minnisstæð).
Bréfið var á þessa leið: „Er
skyndilega kallaður á burt, og með-
starfsménn yðar líka, sém vinna á
nóttinni. Haldið áfram þangað lil
gangurinn er 50 metrar, en bíðið
þá átekta, hafið þér ekki heyrt frá
mér áður. Sýnið mestu gælni. .1.“
Bréf þetta var hripað upp með
blýanti, eins og utanáskriftin, og
sýndist mér að þetta myndi liafa
verið gert í mesta flýti. Peninga-
uppliæðin benti líka á að hún væri
það fé, sem .1. liafði við hendina,
þegar hann ritaði bréfið. Hvað var
orðið um J. Hafði hann orðið að
fiýja i hili?
Ég var nú einn við vinnuna á
hverri nóttu. En ég hafði einhvern
samstarfsmann, sem vann.á daginn,
])ví kassarnir með sandinum voru
negldir aftur og fluttir fram á hverj-
um degi, en ég bar þá nú ekki nema
rétt upp fyrir stigaþrepin. Smátt og
smátt var fært þannig til i skúrnum,
að auðvelt var að komast að efni,
sem þurfti að nota, og greiður gang
ur að þvi að bera fram fullu kass
ana, og raða þeim upp i þann enda
skúrsins, sem næstur var útidyr-
unum.
Eina nótt þurfti ég að byrja vinn-
una á því, að bera upp alla kassana,
er ég liafði fyllt nóttina áður, en
ekki var það venjuleg aðferð min,
þvi ég bar venjulega upp jafnótt.
Varð ég nokkuð þreyttur af að bera
þá svona upp alia í einni lotu, og
niun sú þreyta hafa valdið þvi, að
ég gáði ekki að mér þegar ég fór
að moka sandi i nýja kassa og
hrundi sandstálið á mig sem var
fyrir endanum á göngunum. Fékk
ég dálítið slæma þj'ltu, og flumbr-
aði mig að auk. Lenti sandurinn of-
an á fótunum á mér, hérumbil upp
að hnjám, þar sem ég lá flatur, og
þurfti ég því að brjótast nokkuð um,
áður en ég varð laus. Kenndi þetta
mér að sýna þarna liina mestu
gætni.
Nóttina eftir að þetta varð, kom
ég á venjulegum tima i mjóa sund-
ið. Ég staldraði við þar eins og vani
minn var, til þess að gæta' þess að
enginn væri nálægur. Fannst mér
þá ég heyra, að einliver væri inni
á afgirtu lóðinni, og var ég fyrst
að hugsa um að fara ekki inn. En
við nánari athugun sá ég, að mér
myncti það óhætt, þar eð algert
myrkur væri undir hálfþakinu. En
ég batt til vara klút fyrir andlitið
fyrir neðan augun, og studdi iiægt
á tvinnakeflið og fór inn með mestu
gætni.
IJver var þarna á ferð? Var það
samstarfsmaður minn eða njósnari?
Eða var það bara þjófur? Mér fannst
það ekki geta verið samstarfsmað-
ur minn, því hann lilyti að vita að
ég (eða réttara sagt: einnver félagi
lians) væri að koma á þessum tíma,
og hann ætti þessvegna ekki að vera
þar.
Framhald í nœsta blaSi.
MERKI OIÍKAR
TRYGGING YÐAR
Þær vélar, sem endurbyggðar eru hjá okkur, eru nieð „merkiplötu“ sem tilgrein-
ir öll mál á þeim slitflötum sem endurnýjaðir hafa verið, og hvenær verkið var
unnið.
ATH.: Endurbygging- vélarinnar kostar aðeins brot af verði nýrrar.
önssnn
BRAUTARIIOLTI 0 — SÍMAR 19215 — 15302.
VTKAN
21