Vikan


Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 13

Vikan - 06.08.1959, Blaðsíða 13
Adolf var haldinn stjórnmálametnaði, en ég Iieid ekki, að hann hafi langað til þess að vcrða •einræðis'herra. Menn hafa velt þvi fyrir sér, hversvegna hann hafi hatað Gyðinga svo rn'jog og viljað helzt lmrrka lit allan kynstofninn. Mjög fáir vita, að þetta átti rætur sínar að rekja til Gretu. Þangað til mánuði áður en liann ætlaði að giftast, liélt ég að hann væri heill á geðsmun- um. Hann var haldinn stjórnmálametnaði, en þessu er þannig farið með marga menn. Adolf gat litið veitt Gretu, og liún vissi það. Hann vann sér sorglega lítið inn, en hann geymdi alltaf hluta af laununi sínuni. Greta, sem vann i verksmiðju sparaði einnig. Skemmtanir þeirra kostuðu lítið, og oftast sátu þau heima á kvöldin. Adolf sætti sig við þetta einfalda lif. Þarna átti hann heima. En þannig var þvi ekki farið með Gretu. Hún öfundaði alla, sem sátu i glæsilegum bilum, kon- úr i dýrum samkvæmiskjólum með dýrmæta gimsteina, og innst inni óskaði hún jæss, að hún yrði einhverntíma ein þeirra. Eg veit ekki, hvort hún talaði nokkurn tíma um þetta við Adolf, en móðir hennar sagði eitt sinn við mig: — Ég efast um að þau verði hamingjusöm saman. Adolf getur ekki gefið Gretu það sem lnin vill: dýrindis föt, gimsteina og gleðirikt lif. Hann er ekki af þvi taginu. Hann getur ekki gefið henni annað en lítið hús, nokkur börn og sama gráa hversdags- leikánn og ég fann, þegar ég giftist. Fyrir það sem Adolf sparaði saman, œtlaði Ég man vel eftir þvi kvöldi. Það var kalt, og mér brá í brún, þegar Adolf kom í lieimsókn. Hann var ekki vanur að koma, nema þegar hon- um leið illa. — Greta, sagði hann biturlega. — Hún er dáin. Ég sagði ekkert þvi að mig skorti orð. — Hún skaut sig. Maðurinn lofaði að giftast henni, en sparkaði henni og börnunum út á göt- una. Einhverntíma ætla ég með guðs hjálp að launa þessum manni mannúðarleysi hans. Ég kyrki hann með eigin höndum. Adolf sagði þetta hávaðalaust, en af svo miklum hita, að mér varð ekki um sel. Ég vissi, að sá sem hafði táldregið og yfirgefið Gretu var Gyðingur. Ég veit einnig mætavel, að örlög Gretu réðu því, að Adolf varð hinn bitri og forherti maður, sem allir óttuðust. Adolf náði sér aldrei eftir áfallið við dauða Gretu. Hann sór þess að hefna sín — og ég vissi af reynslu, að þetta var ekki innantóm hótun, heldur einlægur ásetningur hans. Bróðir minn reyndi alltaf að breiða yfir tr.ú sína á yfirnáttúrulega hluti, en allt frá barns- æsku vissi ég, að hann aðhylltist mjög, það sem liann kallaði „svartagaldur". Hjátrúin réði lifi hans. Einu sinni fór hann ekki i skólann i tvo daga, vegna þess að hann hafði, með einhverjum dularfullum hætti fengið vitneskju um, að skól- inn myndi brenna, eðá eitthvert annað óhapp myndi koma fyrir. Þegar ekkert gerðist, sagði hann mömmu, að það væri vegna þess að hann hefði ekki verið í skólanum jæssa tvo díiga. OQ KONURN5R Kleópatra er dæmi máttar konunnar ... Menn skilja aldrei konur né meta__ hann að kaupa lítið hús og innanstokksnluni handa þeim Gretu. Þremur vikum áður en gilt- ingin átti að fara fram, komu þau til mín: — Ég er svo hamingjusamur, sagði liann. — Nú er heimilið næstum tilbúið handa Gretu. Það vanl- ar ekki annað en nokkra smáhluti. Greta var mjög aðlaðandi stúlka, há, grönn og Ijóshærð. Þegar ósköpin dundu yfir, varð Adolf svo mikið um, að hann náði sér aldrei eftir það. Ríkur kaupsýslumaður hafði tekið eftir lienni í verksmiðjunni og bað eigendann um að kynna stúlkuna fyrir sér. Greta var mjög upp með sér, þegar hann bauð lienni út um kvöldið í glæsileg- um bil. Hún gleymdi strax Adolf. Hún sá ekki annað en risastóran bílinn með einkabilstjóran- um og öfundina i augum þeirra, sem hana sáu. Þetta var allt eins og draumur. Ilún fór út að borða með manninum, og ])egar hann lofaði hcnni dýrmætri íbúð, þjónustufólki, demöntum og öllu því, sem peningar gátu keypt, lét hún tilleiðast. Stuttu siðar settist lnin að i luisi sínu, þar sem hún lifði í hóglífi og alls kyns lystisemdum. Greta hélt, að allir draumar hennar um ævintýraprinsinn væru nú orðnir að raunveruleika. Auðjöfurinn lofaði að giftast henni, en það gerði liaiin aldrei. Þegar Adolf kom til hennar og reyndi að telja hana á að koma aftur lil sín, neitaði hún að taka á móti honum og bað þjóninn að segja honum, að elcki mætti ónáða hana. Á meðan hann sat og beið, kom elskhugi hennar og vísaði honum á dyr. f stað þess að ala Adolf barn, eignaðist hún barn með eískhuga sínúm og átti von á öðru. Maðurinn varð leiður á Gretu, eins og mönnum er tamt, þegar stúlkan kemur þannig fram, og kastaði bæði henni og barni á dyr. í fyrstu reyndi hún að hafa börn sín hjá sér, en hún vann ekki nægilega mikið inn, svo að hún varð að senda þau á barnahcimili. Síðan varð hún götunni að bráð og varð smám saman drykkjusjúklingur. Árið 1031 batt citt skamm- byssuskot enda á vesælt líf hennar. Önnúr kona átti rikan þátt í lífi Adolfs. Nafn hennar finnst ekki i sögu styrjaldarinnar, nema það finnist i einhverjum leyniskjölum. Þessi kona var aðeins þekkt undir nafninu „Frau Elsa“. Fyr- ir nokkrum hundruðum ára, hefði liún verið út- nefnd sem galdranorn og hefði þegar verið brennd á báli. Adolf kynntist henni einnig eftir fyrri heimsstyrjöldina. llún sagðist vera æðsta gyðja hinnar ævafornu galdralistar og auk þess stjörnuspekingur sem réði yfir miklum dular- krafti. Hún hélt þvi fram að hún gæti séð fyrir óorðna hluti. Þegar bróðir minn slapp úr fang- elsinu í Landsberg, sagði nornin honum, að hann yrði í náinni framtíð æðsti maður Þýzka- lands. Og Adolf trúði henni statt og stöðugt. Siðan aðhafðist hann næstúm ekki neitt án þess að leita fyrst ráða hjá Frau Elsa. Sama mátti segja um fyrstu ár heimsstyrjaldarinnar. Hann þrjóskaðist meira að segja oft við að fara að ráðum hershöfðingja sinna en fór heldur eftir þvi, sem Frau Elsa hafði lesið í stjörnunum. Haldið var í óliklegustu herferðir, einhngis vegna þess að Frau Elsa hafði séð, að þær yrðu til heilla. Jafnvel þegar hún sendi þýzku her- sveitirnar inn i Rússland, þar sem þær máðust svo til út, trúði Adolf þvi eftir sem á.ður, að lienni gæti ekki skeikað i spádómum sinum. Frau Elsa las á hverjum degi í stjörnunum fyr- ir Adolf. En dag einn kom hún ekki. Og þegar hann fór til hennar, lil þess að komast að því, hvað stjörnurnar segðu, var hana hvergi að finna. Þá vissi Adolf, að komið var að leiðarlok- um: Þetta var einni viku áður en hann og Eva Braun fundust látin í Berlím Ég get ef til vill sagt eitt Frau Elsa til hróss: Bretar mega vera henni þakklátir, því að ef dæma má af orðum Adolfs sjálfs, var ]iað hún, sem fékk hann til þess að senda lið til Rússlands i stað þess að halda yfir Ermasund og ráðast á England. — Stjörnurnar segja, að sjórinn muni verða rauður af Þjóðverjablóði, og líkin munu liggja svo þétt milli Frakklands og Englands, að liægt verður að ganga yfir sundið þurrum fótum... sagði Frau Elsa Adolf. — Reyndu ekki að ráðast á England. Það verður ekki annað en dauði og tortiming. Framhald á bls. 26. Þessi kona heitir María og nýlega varð það lýð- um ljóst, að hún hafði verið ein af ástkonum Hitlers. Systir Hitlers, Paula Hitler, lýkur hér ummæl- um sínum um ýmislegt í fari einvaldsins, sem kann að koma ýmsum einkennilega fyrir sjónir. Gréta Raubal, sú sem Hitler elskaði heitast allra kvenna. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.