Vikan


Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 10

Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 10
-?• * *<?6l & , WÞ'f í Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl): Þessa viku skaltu hafa augun opin og láta ekki góð tækifæri ganga þér úr greipum. Þú munt af hreinni tilviljun kynnast rosknum manni eða konu, og tú munt ekki sjá eftir því að hafa kynnzt honum Ohenni). Það kemur síðar i ijós. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Hætt er við, að þú takir að þér verk þessa viku, sem verður þér algerlega ofviða. Heimsóknin, sem þú færð um helgina, kemur sér fremur illa, en þú mátt ekki ætlast til þess, að lífið leiki sífellt við þig. Eftir mánudaginn fer að rofa til. Heillatala 7, og er hún afar mikilvæg þessa viku. TvíburamerMÖ (22. maí—21. júni): Vegna mikilla anna þessa viku gefst þér ekki tækifæri til þess að sinna áhuga- málum þínum sem skyldi. Þú verður fyr- ir talsverðri gagnrýni þessa viku, en taktu hana ekki of illa upp, þvi að vafalaust átt Þú hana skilið. Reyndu heldur að breyta betur. KrábbamerkiÖ (22. júní—-23. júlí): Loks- ins munt þú uppskera ávöxt iðju þinnar siðustu vikur. Að því er virðist, ert þú allt of tortrygginn og nýtir ekki góð tækifæri. Þessi sífellda tortryggni getur orðið þér bagaleg með tímanum. Á laugardag muntu lenda í næsta furðulegu ævintýri, LjósmerkiÖ (24. júlí—23. ágúst): Það biður einhver eftir bréfi frá þér með ó- þreyju. Þér ætti ekki að verða skota- skuld úr því að setjast niður og hripa nokkrar línur. Það getur orðið þér heilladrýgra en þig órar fyrir. Þú skalt ekki lifa um efni fram þessa viku og fara í hvívetna spar- lega með fjármuni þína. Meyjarmerkiö (24. ágúst—23. sept.): Þú virðist ætla að verða óvenjuuppstökkur og önuglyndur þessa viku, og hætt er við, að þú skeytir skapi þinu á alsaklaus- um mönnum. Þú skalt fara að hugsa til þess, hvað þú eigir að gera við tómstundir þínar í vetur. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt): Fyrri hluta vikunnar skaltu umfram allt nota til þess að hrinda áformum þínum í framkvæmd, því að ekki blæs byrlega síðari hluta vikunnar. Ef einhver býður þér aðstoð sína, skaltu taka því með þökkum. Allt bendir til þess, að talan þrir verði ákaflega mikil- væg þessa viku. Drekamerkiö (24. okt—22. nóv.): Vikan verður dapurlega tíðindalítil, nema hvað mánudagurinn býður upp á óvænt at- vik, sem snertir þig óbeinlínis, en mun verða þér afdrifaríkt síðar meir. Þú skalt samt ekki láta dapurleika hversdagsins á þig fá, því að allt bendir til þess, að i lok vikunnar fari að rofa til. Heillalitur grænt. Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Þú reynir að gera góðkunningja þínum greiða, — líklega um helgina, — en hætt er við, að góðvild þín verði misskilin og tekið illa upp. Ef þú ætlast eitthvað mikið fyrir þessa viku, skaltu ekki leita ráða ann- arra.'heldur hrinda áformum þinum í framkvæmd á eigin spýtur. Heillatala 3. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): IJm helgina verður þér hrósað mjög fyrir eitthvert athæfi þitt. og það átt þú fylli- lega skilið. Þetta getur orðið til þess, að einn kunningi þinn falli i skuggann, en þú skalt gera allt, sem í þinu valdi stendur, til þess að rétta hlut hans. Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Þér býðst einstakt tækifæri þessa viku, en hryggilegt er að þurfa að segja Það, — þú misnotar það herfilega einungis vegna fljótfærni þinnar. Þú skalt hugsa þig um tvisvar, áður en þú ræðst í stórræði næst. Fiskamerkiö (20. febrúar—20. marz): Reiddu þig ekki um of á kunningja þína, og láttu dómgreind Þína ráða, því að allt bendir til þess, að þú einn sért fær um að ráða fram úr verkefni því, sem þú færð í hendur. Annars virðist allt ætla að leika í lyndi fyrir þér pessa viku, og þá einkanlega um helgina. Heillalitur blátt eða fjólublátt. w o o © © « Þetta er sagan um Hektor, hundinn liúsbónda- holia, sem með undarlegum hætti gerðist laumu- farþegi til þess að ná aftur fundi heittelskpðs liúsbónda sins. Sögu þessa sagði upphaflega Ivennetli Dodson, höfuðsmaður í flota Banda- ríjanna, i blaðinu Gliristian Science Monitor, en hér birtist liún stytt. Dodson hefur verið tuttugu og fimm ár til sjós og starfaði í flota Bandaríkjanna í síðustu heimsstyrjöld. Hann er einnig rithöfundur. Hann segist fyrst hafa heyrt söguna um Hektor, fjórfsetta laumufarþegann, fyrir þrjátíu og fjórum árum. Fyrir skömmu gelck hann úr skugga urn sannleiksgildi hennar með því að tala við yfirmennina á skipunum tveimur, sem lcoma við sögu, og mundu þeir vel þennan einkennilega atburð og staðfestu frásögu hans í hvivetna. Harold Ivildall, annar stýrimaður á vöruflutn- ingaskipinu Iianley, kom fyrstur auga á hund- inn. SJíijjið, sem var eign Admiral-Oriental- skipaféJagsins, var eitt af fimm gufuskipum, sem verið var að ferma í liöfninni í Vancouver 20. apríl árið 1922. Hann var að ganga frá keðj- um frammi á, þegar hann leit upp frá starfi sínu og sá stóran, slétthærðan völskuhund lcoma um borð eftir landgöngubrúnni. Þegar hundur- inn var kominn á skipsfjöl, stóð hanu grafkyrr og svipaðist um allar þiljur og sperrli eyrun. Hann þefaði af nýsöguðu timbrinu í lilöðum á þilfarinu og af lcornpokunum, sem verið var að ferma i síðustu lestina. Síðan sneri liann aftur í land og liélt um borð í næsta skip, en i það var verið að skipa eplum, hveiti og furustofn- um, sem áttu að fara til Englands. Þarna þefaði snati einnig af farminum og fór snuðrandi um þil.jur og skipsrúm, en skokkaði að svo búnu hægt í land. Þessar rannsóknarferðir virtust svo skipuleg- ar og ákveðnar, að Kildall fór nú að verða for- vitinn. Næst sá hann liundinn fara um borð i vöruflutningaskip, sem átti að flytja pappírs- lcvoðu til hafna á austurströndinni. Og þannig sá hann hundinn rannsaka hvert skipið á fætur öðru á sama hátt. En þar eð Kildall mátti nú ekki vera að því að slóra lengur, því að skip lians var að leggja úr höfn, sneri hann sér aftur að vinnu sinni og gleymdi þessu með öllu. Síð- degis sama dag hélt skip hans úr höfn í hina löngu ferð til.Tapans. Snemma næsta morgun urðu menn varir við hundinn, þar sem hann lá á mottu fyrir utan káetudyr skipstjórans á Iíanley. Hann hafði stol- izt um borð,' án þess nokkur yrði hans var, ogl^ gerzt laumufarþegi. Skipstjórinn, sem var hundavinur, sýndi honum bliðu, en það var eins og snati hafnaði vináttuhótum hans. Kildall og fleiri af skipshöfninni reyndu einnig að laða hann að sér, en allt var það unnið fyrir gýg. Hundurinn var stoltur i fasi og sýndi engin gleðilæti. Hann gelck fram og aftur um þiljur og hnusaði af söltu sjávarloftinu. Þegar Kildall seinna þennan sama fyrsta morgun fór niður til að borða, elti hundurinn hann og staðnæmdist við eldhússdyrnar, þar sem hann virtist biða einhvers með eftirvænt- ingu. Og lcokkurinn gaf honum vænan matar- bita, sem hundurinn gleypti í sig, eins og sjálf- sagt væri. Þegar Kildall að lokinni máltið fór

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.