Vikan


Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 24

Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 24
Samvinna og skólanám. i 24 P'ramh. aj bls. 9. eftir sumarmánuðina er szuneigin- leg uppskera þeirra allra. Þeir finna ekki mjög til hennar, meöan á verkinu stendur, en við námið kemur hún fram og lamar skerpu og framsækni. Likamsþreyta og andleg áreynsla fara illa saman. Þetta kemur hart niOur á nemend- um, sem eru enn í vexti, því aö öll líkamsáreynsla gengur miklu nær þeim en fullorðnum mönnum. Eftir erfiöa sumarvinnu kemst 16—17 ára unglingur ekki á skrið í námi fyrr en undir jól, og jafnvel stúd- entar, sem koma þreyttir og magr- ir úr sumarvinnunni, fara ekki aö lesa af fullu kappi fyrr en eftir jól. Þessi verkþreyta, sem lamar námsviljann um stundarsakir, hef- ur stundum alvarleg eftirköst. Margur unglingur reynir að losna viO sleniö með því að neyta hress- andi lyfja, tóbaks, áfengis og jafn- vel annarra hættulegri eiturlyfja. Þessi leið verður því greiðfærari sem hin vinnandi íslenzka skóla- æska hefur furðulega mikil fjárráö. Aðrir taka þreytuslenið sem eðli- legt ástand, sætta sig við það, að námsárangurinn verði lítill, og festast þannig í slæmum venjum. Þessar neikvæðu hliðar sumar- vinnunnar dyljast æði-mörgum. Margir foreldrar, sem árlega verða fyrir sárum vonbrigðum af námi barna sinna, virðast hafa tröllatrú á því að drífa þau í erfiðisvinnu strax eftir skólaslit, þó að afrakstur hennar gangi fyrst og fremst til þess að afla unglingum óhóflegra vasapeninga. Súrmetí. Framh. af bla. 11. köldum stað. Einnig má sjóða hvalinn dálítið lengur og skera í bita. Hellið síðan svolitlu soði yf- ir bitana. Látið stífna, og súrsið. Súrir sundmagar. Þvoið sundmagana skafið vel, og sjóðið í 15—20 mín. Takið þá upp, hellið yfir þá köldn vatni, og kælið, eða látið þá kólna f dálitln af soðinu, sem þá hleypur saman um þá. Þegar þeir eru orðnir kald- ir, eru þeir súsaðir í skyrmysu. I Að súrsa svið og lundabagga o. fl. Þeim skal raða köldum f hreint og vatnsþétt ílát, hella síðan f það sýru, helzt mjólkursýru (skyr- mysu), þar til flýtur vel yfir. Sé enginn blóðmör eða lifrarpylsa haft með í ílátinu, er sýran orðin of dauf, þegar komið er fram á miðjan vetur. Skal þá skipta nm sýru eða flytja saman f tnnnn sviðin, landabaggana og slátrið. Súrsað júgur. Skerið júgrið í 2—4 hluta eftir stærð. Skerið upp í spenana, og útvatnið júgrið í 1—2 daga. Skipt- ið oft um vatn til þess að ná mjólkinni. Sjóðið júgrið í 1_3 klst., og kælið. Suðutíminn fer eftir tegund og aldri skepnunnar. Súrsið júgrið f skyrmysn. Á sama hátt má sjóða og súrsa heilbrigð lnngn, hrútspunga o. fL PIMIMAVIIMIK Björn Moe, Knut Wold og Harald Johansen, allir í Vestre Gausdal, Norge, við stúlkur 16—17 ára. Karin Johansen, Prins Haraldsv. 5 B, Gjö- vik, Norge, við pilta 15 ára. EgiJ Hyldmo, Storás, Norge, við pilta, 16 ára. Eilif Iíarlsen, Elvegárd, Skjo- men i Ofoten, Norge, við stúlkur 15 ára. Ove Enger, Hemnes i Höland, Norge, við stúlkur 16 ára. Ingebjörg Kyllo, Tyholt alle 13, Trondheim, Norge, við pilta og stúlkur, 18 ára. Elin Aune, Boks 250, Bodö, Norge, við stúlkur 14—-15 ára. Knut Heier- sen og Arnt Waaler, Ask st., Norge, við pilta og stúlkur 15 ára. Ég skil ekki konur. Framh. af bls. 16. höfðum rifizt stundarkorn eins og hanar, batt hún skyndilega endl á samtalið: — Eg vil ekki hlusta ó þig lengur, þú getur eins farið á stund- inni. Eg varð bálreiður. Mér fannst það ekki viðeigandi að leika mig svona grátt, þótt okkur yrði sundurorða. Auk þess þoli ég ekki duttlungafullar konur. — Eg skal segja þér eitt, sagði ég, og án þess að hugsa mig um tvisvar skellti ég henni yfir hnén á mér og rak henni Þrjú vel úti látin högg á bakhlutann, — ekki hörð, en é- kveðin! — Svona á að íara með ótemjur, sagði ég. Síðan liöu tveir mánuðir, og ég varð að skrifa 14 auðmýkjandl bréf, senda henni þrjá konfektkassa, rósa- vendi og ilmvatnsglas, Chanel nr. 5, — en það er klæðnaður Marilynar Monroe I rúminu, — áður en hún vildi lita við mér. Þegar við hltt- umst loks, lýsti Sanna yfir þvl, að ef ég hegðaði mér aftur eins og þrjót- ur, væri þessu öllu lokið. Sem sagt, ég skil ekki konur. Ég er hræddur um, að ég skiljl Sðnnu aldrei fyllilega. Ég þori að sverja, að hún sagði einu sinni, að hún fengi gæsahúð, þegar hún heyrði orðið rómantík. Svo kom það eitt sinn fyrir, að við leiddumst 1 gegnum skóg- inn eftir skuggsælum stíg. Þegar við vorum að tylla okkur á bekk vlð litla tjörn, gægðist tunglið fram úr skýjunum og speglaðl sig I spegll- sléttu vatninu. — Sjáðu, hvislaði Sanna, — karl- inn í tunglinu er að horfa á okkur! — Já, hvað ertu a öglápa, sagði ég og kastaði steini út t vatnið. FarOu með þetta smetti Þitt. Sanna vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. — Annan eins durt hef ég aldrei á ævi minni séð, sagði hún. Ég var svo mikill kjáni að gera mér vonir um, að þú mundir loksins biðja min i allri þessari sælu. Ég -bjargaðl mér til allrar ham- ingju úr þessum vanda. Ég flýtti mér að telja henni trú um, að ég hefði aðeins verið að reyna að dylja til- finningar mínar, og þessu lauk með þvl, að hún gaf mér jáyrði sltt. En það er ekkl hlaupið að þvt að skilja konumar. Sanna hefur alltaf fyrlrlltlð glæsilegar brúðkaupsveizl- ur, og þegar vlð trúlofuðumst, sagði hún, að englnn gætl fenglð hana til þess að Idæðast yflrborðelegtun

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.