Vikan


Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 21

Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 21
veiöar uppi í Kjós, hafði sjálfur skoð- að skúrana á lóðinni nr. 5. Hafði hann þá tekið eftir, að í öðrum skúrn- um náðu gólfborðin ekki þvert yfir gólfið, heldur voru þau samsett, hér um bil í miðjum skúrnum. Lét hann rifa borðin þar upp, fyrst vinstra meg- in, og var þar ekkert að sjá nema mold, síðan hægra megin, og komu þá í ljós pokar úttroðnir með heyi. Þeg- ar þeir voru teknir upp komu þar stigaþrep, og síðan gangur, er náði út undir Austurstræti, og beygði síð- an austur eftir strætinu. En þegar þau voru komin nokkuð nærri Lands- bankanum, voru þau hrunin saman, og var ekki að efa, að hér var gang- urinn, sem bankaræningjarnir höfðu farið út um með gullið. Nokkrum dögum seinna kom í blöð- unum, að allur gangurinn hefði verið rannsakaður nákvæmlega til Þess að reyna að finna fingraför. Hefðu fundizt nokkur, en flest þeirra væru eftir Jón gamla, sem hefði verkstæði þarna á lóðinni. Hann hefði sem sé komið að, þegar lögreglan var að opna göngin, og farið með henni ofan í þau, og af því hann var gamall, myndi hann oft hafa stutt hendinni við vegginn. Þó virtist á einum stað vera far eftir þumalfingur, sem ekki væri fingur Jóns. Þegar ég las þetta síðasta, þurrkaði ég með klútnum yfir ennið á mér, þar sem ég sat við morgunkaffið inni á Bjössa. Það hafði allt í einu orðið rennblautt af svita, þótt mér hitnaði ekki. 37. EG VERÐ SMEYKUR. Þegar ég las um fingraförin, þótt- ist ég vita að þau væru eftir mig. Ég hafði dálítinn tíma ekki notað neina hanzka. Síðar hafði ég, að ég hélt, þurrkað vandlega allan þann hluta af göngunum, er við vorum þá búin með. en þarna var þá samt fingrafar eftir mig Mér kom allra- handa vitleysa til huear, til dæmis að hrufla mig á þumalfingrinum, fara síðan til læknis og segja, að ég hefði meitt mig á hjóli. F.n hvernig yrðu fingraförin. þegar fingurnir greru? Yrðu þau ekki alveg eins? Ég sá að þetta var fjarstæða. og hætfi að hugsa um það, en við Siöfn ræddum fram og aftur þessa ný.iu hættu, er komin var á leið okkar, en okkur kom saman um að hér væri ekki um annað að ræða en að biða étekta. Hálft í hvoru gerðum við ráð fyrir að þetta væri vitleysa. fingrafar þetta hlyti samt sem áður að vera eft- ir Jón gamla, þó það væri eitthvað öðruvísi en hin. En þó að undarlegt megi virðast, kom hvorugu okkar til hugar. að fleiri gætu komið til greina en við Jón gamli. Um miðnætti var ég einn á skrif- stofunni í Miólkurfélagshúsinu, og hafði opna hurðina út á ganginn, af því að mér fannst Þungt loft. Heyrði ég bá hljóð, sem ég í fyrstu ekkert skildi, hvað var. Og til marks um, hve taugaóstyrkur ég hef verið orðinn um þessar mundir. er Það, að ég svitn- aði er ég heyrði það. Dibh. dibb. dibb, dibb, dibb. dibb. dibb. hevrðist ót.t, og títt. Ég heyrði bað færast inn eftir ganginum, sem er langur. en þegar það virtist komið hér um þil alveg nð dvrunum hjá mér. hætti bað Ég hevrði lvkli stungið i skráargat.. og hurð onnast ng lokast ,Og rétt á eftir hevrði ég bungt fótatak í ganginum: bað var maður sem kom gangandi inn eftir göngunum. Svo var barið á hurðina. sem var næst minni hurð, og i Því að hún var onnuð hevrði ég mann segja: ..Frt.u búin að bíða lengi, elskan mín ?“ Ég skiidi bá að maðurinn. sem barna hafði skrifstofu. var að hitta vinkonu sína ng hafði feneið henni Ivkilinn. en hún hafði tifað svona iinurt inn eanginn af hræðslu við, að einhver sæi hana. Morguninn eftir greip ég blöðin með áfergju. Það voru langar greinar þar um málið, en ekekrt um, eftir hvern fingrafarið væri. En þegar ég nokkru eftir miðdegisverð kom út á götu. heyrði ég Jón Villa blaðasala hrópa: ,,Nvtt í bankamálinu. Maður- inn sem fór á Hafgolunni með Ivari frá Hliðarhúsum." Ég flýtti mér að kaupa Alþýðu- blaðið. sem hann var að selja Þar stóð. að lögreglan væri búin að sjá. að fingrafarið. sem fundizt hefði i eöneunum, væri eftir mann er héti •Tón Simon Sigurðsson, og væri oftast kallaður Jón Simon. Maður þessi hefði verið mjög drykkfelldur; hefði upprunaleea verið sjómaður, og flækzt bæði utan lands og innan og út úr drykkjuskap og óreglu, lent hér í Þjófnaðarmálum fyrir eitthvað t.veim, þrem árum. Hann hefði verið hér nokkru eftir nýárið. og sézt hér eitthvað fram eft.ir vertíð. en siðan hefði hann horfið Hefði verið haldið þá, að hann hefði farið til útlanda. en svo myndi ekki hafa verið, heldur myndi hann hafa unnið að ganga- greftinum með Ivari frá Hlíðarhús- um og farið með honum á Haf- golunni. Eitt hefði lögreglunni samt þótt undarlegt, og það var, að í fyrstu virtist sem enginn hefði séð hann all- langan tíma áður en bankaþjófnað- urinn var framinn, t. d. enginn af hinum venjulegu félögum hans, sem voru vanir að sjá hann daglega á Barnum. Jæja, hugsaði ég, hann hét þá Jón Símon, gangagesturinn okkar, sem Jón gamli kom í vígða mold á svo tildurslausan hátt. En við þetta rifjaðist upp fyrir mér atvik. Ég hafði fundið tómar tóbaks- dósir, þegar við fórum að grafa upp sandinn, sem hrunið hafði á ganga- gestinn, og orðið honum að bana. Af því að ég mundi að dósirnar, sem ég hafði fundið í vasa gestsins voru öðruvísi, (þessar voru dálítið sér- kennilegar vegna þess hve flatar þær voru), þá taldi ég víst, að sá sem farið liefði burt með ganga-gest- inn. (eða Þeir sem gert hefðu það, því ég gerði helzt ráð fyrir, að þeir hefðu verið fleiri en einn), ættu dós- irnar og geymdi ég þær. Löngu seinna ,er ég var búinn að kynnast Hlíðarhúsa-Jóni, mundi ég einu sinni eftir dósunum og spurði hann hvort hann hefði ekki týnt dósunum sín- um, en hann tók þá upp stórar silfur- dósir, sem hann sagðist hafa átt I þrjátíu ár. Ingólfur frá Hlíðarhúsum hafði gefið honum þær. Ég sagði honum frá dós- |,' unum, er ég hafði fundið, og gat hann til að ganga- gesturinn hefði átt þær, en mér þótti það ótrúlegt að hann hefði verið með tvennar dósir. Jón sagði aftur á móti, að sér þætti það afar sennilegt, þvi sá maður, sem ekki kynni bec- ur að meta tóbak en það, að hann gengi með tómar dósir í vasanum, honum væri trúandi til Þess að ganga með tvennar tómar dósir á sér. Eftir þetta viðtal hugsaði ég mér, að ég skyldi henda dósunnum, en nú þegar ég las þetta i Alþýðublaðinu, datt mér í hug að ég myndi sennilega aldrei hafa gert það. Fór ég þvi rakleitt upp á skrifstofurnar i Mjólkur- félagshúsinu, og gáði í draghófl, sem ég mundi eftir að ég hafði séð dós- irnar í. En þær voru þar ekki. Ég leitaði í öllum draghólfum, en fann þær hvergi. Ég hlaut að hafa hent. þeim, bó ég myndi ekki eftir þvi. 38 EINKENNILEG ATVIK OG AFLEIÐINGAR ÞEIRRA. Dagarnir liðu. Það kom ekkert nýtt í ljós í bankamálinu, en margt annað bar til tiðinda, eins og gengur, og fólk var farið að hætta að tala um þetta mál. Við Sjöfn vorum farin að halda, að hættan væri liðin hjá. Það var komið íslenzkt og bjart (og í þetta sinn rigningarlaust) sumar. Við Sjöfn héldum sama hætti, að hittast ekki á almannafæri. Við settum okkur vana- legt mót fyrir sunnan Hafnarfjörð, milli Kaldárssels og Valahnjúka, og fórum i tveggja og þriggja daga ferðir um óbyggðir Reykjanesskagans. Ferðir þessa rvoru afar skemmti- legar. Við vorum aðallega að elta hreindýr með ljósmyndavélum, og vor- um oft heila daga að skriða, milli ieitanna, til þess að nálgast þau. Er þessi „veiði" engu síður örfandi en að elta hreindýr með byssum, og get ég vart hugsað mér skemmtilegri störf. Við höfðum ekkert tjald, því við ætl- uðum til bygða, ef veður breyttist, en við fengum altaf gott veður. Við höfð- um ekki annað með okkur en það, sem við gátum haft í bakpokanum, og sváfum , hraunmosa á nóttunni. NiSurlag i næsta blaOi. ORKA - HfSGlfH við ^..Ðéktrtui' Polish Foreign Trade Comp- any for Electrical Equipment Ltd. Warszawa, Czackiego 15/17, Poland. Símnefni: ELEKTRIM WARSZAWA. GETA BOÐIÐ: Jafnstraums rafsuðuvélar og rafsuðuspenna. Gjörið svo vel að leita nánari upplýsinga hjá: Pólska Sendiráðinu, Hofsvallagötu 55, Reykjavík, ísland. NÁN Og STÖRF VCaldhreinsað ÞORSKA UFSA irsi í hinum þægilegu flöskum frá okkur sem fást í flestum lyfja- og matvöru- búðum. 1YSI H.F. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.