Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 20
AlþýðublaSið og Vísir komu nú út,
og var sú skoðun látin í Ijós, að tví-
mælalaust stæði hvarf ívars I sam-
bandi við bankaránið. 1 báðum blöð-
unum var sagt frá kröfu Þeirra
Hlíðarhúsafeðga og gefið til kynna,
að Ivar myndi sjálfur hafa sótt það
í bankann, sem hann þóttist eiga hjá
landssjóði. Var honum borin sagan
furðu vel, talað um fríðleik hans,
hreysti og afrek í hernaði, bæði í
Afríku og Brazilíu. ,
Veður þetta hið ólma hélzt ekki
lengi. Og þrem dögum siðar fluttu
blöðin fregn frá Patreksfirði, um að
sprek úr skipi hefði rekið á Barða-
strönd, og var getið til, að þetta væri
úr Hafgolunni. Átti að senda þennan
reka samdægurs til Patreksfjarðar
og síðan með skipi til Reykjavíkur,
er átti að koma við á Patreksfirði
næsta dag. Jafnframt var sagt frá,
að leit væri hafin að fleiri menjum
um það, að Hafgolan hefði farizt,
inn með öllum Breiðafirði norðan-
verðum.
Upp úr þessari leit hafðist Þó ekki
neitt. En menn þeir, sem gætt höfðu
Hafgolunnar fyrir Ivar, báru það, að
tréfata með kaðalhandtaki, og eitt-
Sagði ég henni frá viðskiptum minum
við lögregluna.
Við vorum fyrir löngu búin að tala
okkur nákvæmlega saman um hvernig
við ættum að haga okkur fyrir rétti,
hvort i sínu lagi, og eins ef annað
eða bæði yrðu dæmd. En okkur hafði
ekki grunað, að svo gæti farið, að
grunur félli á mig, vegna kunnings-
sk'apar mins við Ivar. Nú lögðum við
niður fyrir okkur hvað gera skyldi,
ef ég yrði dæmdur eftir líkum, og
var einn þáttur í þeirri ráðagerð, að
Sjöfn færi utan, og þurfti þess með,
til þess að koma undan nokkrum
hluta af hinum nýja Hlíðarhúsa-auð.
Ég held að aðalorsökin til þessara
ráðagerða hafi verið sú, að við þurft-
um að hafa eitthvað fyrir stafni, eitt-
hvað að vera að ráðgera og starfa,
og að minnsta kosti kom mér það
aldrei til hugar í alvöru (hvað sem
Sjöfn hefur álitið), að svo gæti farið,
að ég yrði dæmdur vegna viðkynn-
ingar minnar við Ivar.
Einn dag stóð í blöðunum, að lög-
reglan hefði fengið fullar sannanir
fyrir þvi, að gangarnir, sem grafnir
höfðu verið niður úr skúrnum við
Hafnarstræti 18, og Austurstræti 6,
hærður eða dökkur, og svaraði hún
að hann væri mjög svartur. Hætti
þá lögreglan að spyrja hana, og
þakkaði fyrir upplýsingarnar. En
konan sem hélt að nú væri lögreglan
loksins komin á sína skoðun, fór
ánægð í burt.
Einn dag, er ég kom inn á Heitt
og kalt, heyrði ég menn vera að tala
um það, að Ivar frá Hlíðarhúsum
hefði sézt á gangi hér í Reykjavík.
Seinna um daginn heyrði ég þetta
víðar. Daginn eftir sagði Morgunblaðið
frá þessari fregn, og það með, að
nafngreindur maður hefði hringt til
lögreglunnar, og sagt henni, að hann
hefði séð Ivar. Síðar hefði maðurinn
komið upp á lögreglustöð og staðfest
þetta.
Næstu viku voru hinir og aðrir
alltaf að þykjast sjá ívar. Ein kona
greip í handlegginn á honum á Lækj-
artorgi, og hrópaði á lögregluna sem
var rétt hjá, að taka hann. En það
vildi svo vel til að lögregluþjónninn
sem þarna var staddur, sem var Sig-
urður Gíslason, þekkti manninn, og
sagði konunni mjög kurteislega að
hún væri vitlaus. Þetta var ekki Ivar
frá Hlíðarhúsum, heldur Björn Blön-
dal löggæzlumaður. Það voru þó
einkum menn með skegg, sem menn
héldu að væri Ivar.
Maður norðan af Akureyri benti
lögreglunni á mann sem gekk á göt-
unni, og sagði að sér sýndist hann
vera líkur Ivari frá Hlíðarhúsum, en
þetta var þá Jón Helgason prentari.
Menn voru nú aimennt farnir að álita
þetta vitleysu ,að Ivar hefði sézt hér,
enda hafði strax frétzt frá spíritistum,
að þeir hefðu náð sambandi við Ivar.
en ófullkomnu þó. Hefði hann sagt
að sér væri kalt, og var það skilið
svo að hann hefði farið í sjóinn.
Ólafur við Faxafen:
hluta dags, og margt fólk á götunni,
og byrjuðu þeir sem næstir voru, strax
að hlaupa upp að Arnarhvoli, og eftir
stutta stund dreif fólkið þangað úr
öllum áttum, því að fregnin um að
ívar væri tekinn. flaug um göturnar
eins og eldur í sinu.
En það, sem skeði á lögresdustnðinni.
var þetta: Lögregluþjónarnir komu
æðandi með fangann inn á lögreglu-
varðstofu með sama dugnaði og þeir
höfðu gripið hann.
„Hvað gengur á, drengir?" spurði
Guðlaugur, sem var á verði.
„Það er Ivar frá Hlíðarhúsum; við
erum búnir að ná honum," svöruðu
þeir.
„Þeir eru vitlausir, manndjöflarn-
ir,“ sagði fanginn.
„Blessaðir takið þið undir eins
handjárnin af manninum, piltar,"
sagði Guðlaugur, og um leið byrjaði
ógurlegur hlátur meðal lögreglu-
mannanna, er þarna voru staddir, sem
þessir tveir lögregluþjónar, sem voru
að koma, skildu ekkert í.
Hláturinn var svo mikill, að menr,
komu þjótandi út úr öðrum skrif-
stofum Arnarhvols, Skipaútgerð ríkis-
ins, Skrásetningarskrifstofunni, og
viðar að, og þegar þeim var bent á
Ivar frá Hlíðarhúsum, sem hafði ver-
ið handtekinn, byrjuðu þeir að hlæja
líka.
Seinast var fanginn, sem hafði ver-
ið all-reiður, líka farinn að hlæja.
Ákærandinn ruddist nú lafmóður
inn um dyrnar, og þegar hann sá
fangann, hrópaði hann:
„Það var ég sem þekkti hann. Það
var mér að þakka að Ivar var tekinn.“
Kváðu þá við nýir hlátrar, en einn
af þeim sem viðstaddir voru sagði:
„Þetta er ekki Ivar frá Hlíðarhús-
hvað fleira smávegis, sem komið var
með, væri úr Hafgolunni. Töldu því
allir hana hafa farizt. En þetta var
engln sönnun, því að þessu hafði getað
skolað útbyrðis, án þess að skipið fær-
ist, og við Sjöfn hélt ég því fram, að
Hafgolan myndi hafa riðið storminn
af, þvi að ég var íljótur að finna, að
henni féll sú skýring betur. Færði
ég svo ákaft margar líkur fram, að
hún hálft i hvoru trúði mér.
Ég ætla að segja hér frá samtali,
er fór fram milli okkar, ekki einu
sinni, heldur hvað eftir annað. Sjöfn
spurði: „Ertu sannfærður um, að
Hafgolan hafi ekki farizt?" „Já, ég
er alveg sannfærður," svaraði ég,
„Og um, að Ivar kemur fram seinna.“
Og ég reyndi að telja sjálfum mér
trú um að svo væri, en annað slagið
fannst mér ég vera að ljúga, og ég
elnsetti mér, að þetta skyldi þá vera
eina lygin, er ég færi með við Sjöfn.
35.
MENN ÞYKJAST SJA ÍVAB.
Það var einn morgun rétt um hálf-
um mánuði eftir Hvítasunnu, að
hringt var á dyrnar hjá mér. Hélt ég,
að það væri drengur að bjóða mér
Morgunblaðið eða Nýja dagblaðið,
en svo var ekki, og varð ég dálítið
hvumsa við, er ég opnaði dyrnar og
sá, að það voru tveir lögregluþjónar,
er báðu mig (og Þó með hæversku),
að klæðast i snatri og koma á lög-
reglustöðina með þeim. Ég var spurð-
ur þar um ýmislegt viðvíkjandi ívari,
og um hvað ég vissi um ferðir hans.
Ég var ekki lengi á lögreglustöðinni
I þetta sinn. Ég gekk þaðan niður á
skrifstofu. Var þfi Sjöfn þar komin.
væru báðir stuttir. Næði sá fyrri ekki
nema lítið eitt inn undir bifreiða-
verkstæði Páls frá Þverá, en hinn
síðarnefndi tæplega út í Austurstræti.
Það væri því enn með öllu óvíst hvað-
an grafið hefði verið, og þætti lög-
reglunni miikls vert að komast eftir
því, þar eð hún byggist við, að ein-
hver þeirra, sem unnið hefði að banka-
ráninu, hefði einhvern tíma sézt þar
í grennd.
Blöðin fluttu nú eftir þetta daglega
fréttir um bendingar, er lögreglunni
hefðu verið gefnar um grunsamlega
skúra í miðbænum, við Vesturgötu,
já, meira að segja hafði lögreglunni
verið bent á skúr innarlega á Njáls-
götunni, sem sérlega liklegan til þess
að þaðan hefðu göngin verið grafin
ofan í Landsbanka.
Við Sjöfn skemmtum okkur vel við
þessar frásagnir. Ein þeirra var þó
bezt. Nýja dagblaðið sagði frá konu,
sem tekið hafði sér far innan úr Við-
ey til þess að benda lögreglunni á
skúr einn, er þar stæði nokkuð frá
öðrum húsum. Sagðist hún þráfald-
lega hafa séð Ivar frá Hlíðarhúsum
i nánd við skúrinn, og vera viss um,
að þaðan myndu göngin í Landsbanka-
kjallarann vera grafin. Varð hún
mjög stygg við það, er lögreglan virt-
ist vera treg við að leita þarna að
gangopunum. Hún var spurð hvort
hún væri nú viss um að þetta hefði
verið Ivar frá Hlíðarhúsum, sem hún
hefði séð, og sagðist hún myndu geta
svarið, að svo hefði verið. En þegar
hún var beðin um að lýsa honum, þá
gat hún ekki sagt neitt, nema það,
sem fitti við flesta. Lögreglan spurði
hana þá, hvort Ivar hefði verið ljós
En einn dag var hringt á lögregl-
una, og henni sagt að koma viðstöðu-
laust niður að húsi Garðars Gísla-
sonar, því að Ivar frá Hlíðarhúsum
hefði farið inn til Daníels dyravarðar í
Stjórnarráðinu. Sá sem hringdi var
maðurinn sem fyrstur hafði látið lög-
regluna vita, að hann hefði séð Ivar.
Sagðist hann vera búinn að ganga
eftir Ivari um mikinn hluta borgar-
innar, en hvergi hafa séð lögreglu-
þjón; það væri meira andskotans
hneykslið.
Tveir lögregluþjónar fóru í bifreið
þangað sem beðið var um, og í því
þeir stöðvuðu bifreiðina við Stjórnar-
ráðsganginn, við hús Garðars Gísla-
sonar, og komu út úr henni, kom
ákærandinn þjótandi til þeirra og
benti þeim að Ivar væri að koma.
Báðir lögregluþjónarnir voru nýir í
stöðunni og ókunnugir, en þótti mat-
ur vera í Því að verða til þess að
grípa Ivar. Um leið og maðurinn ætl-
aði að ganga út á Hverfisgötu, gripu
þeir því í hann sinn hvorum megin og
skelltu á hann handjárnum (því það
var betra að hafa vaðið fyrir neðan
sig með svona menn), keyrðu þeir
hann á svipstundu inn I bifreiðina,
og ruku af stað með hann.
Ákærandinn ætlaði að komast í bíl-
inn með þeim, en komst ekki vegna
ákafa lögregluþjónanna. Hann hljóp
Því á eftir bifreiðinni og kallaði í
hvern mann er hann mætti, að Ivar
frá Hlíðarhúsum væri tekinn. Af því
að bifreiðin sneri til vesturs, fór hún
niður Hverfisgötu og Kalkofnsveg og
hjá sænska frysthúsinu til lögreglu-
stöðvarinnar, og elti ákærandinn hana
niður að Söluturni. Þetta var seinni
um, asninn þinn, þetta er hann Þor-
valdur Ólafsson frá Arnarbæli."
36.
LÖGREGLAN KEMST Á
RÉTTA SLÓÐ.
Um þessar mundir komst lögreglan
að því, að það var sami maðurinn,
sem tekið hafði á leigu skúrana i
Austurstræti 6 og Hafnarstræti 18;
sem sé Bandarikjamaðurinn John Mill-
er. Daginn eftir að þetta kom í blöðun-
um, var lögreglan látin vita, að það
hefði einnig verið þessi maður, sem
hefði verið umboðsmaður Mr. Stúarts
nokkurs, er tekið hefði á leigu skúrana
og lóðina bak við Austurstræti 5. Brá
lögreglan þá við, braut upp skúrana
og leitaði þar. Barði hún alls staðar
í veggina og gólfið, en fann ekkert
grunsamlegt. Blöðin skýrðu frá þvi,
að lögreglan hefði yfirheyrt Jón
Jónsson (kallaður Hlíðarhúsa-Jón),
sem hefði katla og prímusaviðgerð
5 skúr á sömu lóð. Hefði hann eftir
beiðni John Millers gert ýmsar breyt-
ingar á skúrnum, þar á meðal smíðað
þrjá klefa, og séð um fyrir Miller,
að símar voru lagðir þar inn, vatns-
leiðsla og rafmagn. Síðar hefði hann
engan mann séð þarna á lóðinni, nema
Helga nokkurn ökumann, sem hefði
verið* að flytja vörur, bæði þaðan og
þangað. Helgi ökumaður hafði einnig
verið yfirheyrður, og sagði hann að
Bandaríkjamaðurinn hefði fengið sig
til þess að flytja vörurnar, og borgað
sér fyrirfram hundrað krónur. Féll
engnin grunur á þessa menn.
Tveim dögum eftir þetta fluttu
blöðin enn nýja fregn. Hermann lög-
reglustjóri, sem verið hafði við lax-
20
VIKAN