Vikan


Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 5
fremur kaupa, segjum tuttugu flöskur af bjór tU aö gleðja góöa vini en eina flösku af víni. Og miklu yrði þaö kvöld skemmtilegra eh víndrykkju- kvöld. 1 húsi viö Ægisgötu hefur Ölgerð Egils Skalla- grímssonar aðsetur fyrir skrifstofur sinar. Þar hitti ég aö máli Tómas Tómasson forstjóra, sem ræddi við mig litla stund. Auðséö er, að allar umræður um ölframleiðslu hafa engin áhrif haft á Tómas. Hann vinnur sitt verk af samvizkusemi og gagnrýnir alls ekki stjórn þessara mála, en lætur í ljós það álit sitt, að — léttir drykkir, hvers konar gosdrykkir, eru miklu hættulegri blandaðir vlni en sterkt öl. Það held ég. Við framleiðum og seljum mjög mik- iö af gosdrykkjum, og mest fer það magn sem blanda með sterkari drykkjum. Unglingum þykir ölið vont, og þaö verður aldrei tizkufyrirbæri meðal kvenfólks aö drekka bjór. — Fyrir hvaða aðila bruggið þiö sterkan bjór? — Aðallega fyrir erlendu sendiráðin. Að visu sendum við nýlega sýnishorn af Export-bjór til íslenzka sendiráðsins í Moskvu, en sendiráðin okk- ar mega kaupa bjór. Við seljum ekki svo mikið af bjórnum til Keflavíkur, herinn flytur inn mest- megnis þaö magn, sem hann notar, og þá dósabjór. Viö setjum ekki bjórlnn á dósir. — Það kvað vera miklum eríiðleikum bundið fyrir almenning að íá þennan bjór ykkar? — Já, fyrir almenning. Við framleiðum sterkan bjór undir eftirliti. Sérstakur fulltrúi frá dóms- málaráöuneytinu er viðstaddur, þegar viö erum að setja á flöskur. Jafnvel þeir af starfsmönnum okkar, sem annast þann starfa, geta ekki fengið sér sopa, — ég hef lagt blátt bann viö því. Þó geri ég ráð fyrir, að suma langi gjarnan I hress- ingu, enda ekki óeölilegt. Bruggun annast þýzkur sérfræðingur, mjög fær í sinni grein. — Er nokkur von til þess, að almenningur i landinu geti á næstunni keypt bjór? — Veit það ekki, ekkert bendir til þess. Ég held, aö það væri æskilegt. Fólk mundi drekka meira af léttu en sterku öli. Það er út af fyrir sig einkennilegt, að ef maður ætlar aö fá sér vin, þarf hann að kaupa heilflösku, — fyrir. nú utan það, að vín verkar æsandi á flesta. Bjórinn, hæfilega sterkur, er róandi og hollur. Dr. Helgi Tómasson, sem var reglumaður hinn mesti, taldi bjór hressandi og nærandi. SjáiÖ t. d. ÞjóÖverja. Þetta er mikil bjórdrykkjuþjóö, kannski ein mesta í heimi. Hún er hraust, andlega og likamlega. ViÖ megum alls ekki gleyma því, aö sumu fólki er ekki hægt að bjarga, — það fer í hundana, hvort sem er. — Hvað munduð þið framleiða sterkan bjór, ef leyfi fenglzt? — Hér væri heppilegast að brugga 3,2% bjór, almenningur hefur ekkert við sterkara aö gera. — Er þaö fjárhagslegur gróði fyrir ðlgarðina að brugga þennan sterka bjór? — AUs ekkl. Elns og ðg sagði i upphafh «r þa(5 faglega miklu ánægjulegra að bmgga starkt flH en veikt. Við framleiðum ekki nema nokkra tugi þúsunda flaskna á ári. — Og ölgeröin gengur vel? — Já, það er auövitað hjá okkur eins og annars staðar, — við þurfum að gjalda rikissjóði stóran hluta af tekjunum. En þetta er skemmtilegur iön- aður. ölgerðin hefur verið heppin meö starfsfólk. Elzti starfsmaður okkar á 46 ára starfsferil aö baki og fjölmargir yfir 30 ár. Þetta mun rétt hjá Tómasi. Fyrirtækið hefur verið heppiö með starfsfólk, en fáir vilja vinna lengi á sama stað, ef húsbóndinn er ekki góður, og aö vera góöur húsbóndi er list, aðeins gefin greindum mönnum. Þegar ég seinna sama dag heimsótti sjálfa öl- gerðina í fylgd meö Tómasi Tómassyni yngra, var fyrst setzt inn á skrifstofu verkstjórans, Jóseps Helgasonar, sem kom umsvifalaust meö þunnan bjór. Siðan leiddu þeir mig upp og niður stiga, um rangala marga og sýndu mér helztu tæki ölgerðarinnar, sem notuð eru við framleiðsluna. Hvernig pilsner og annað til drykkjar er framleitt, verður ekki rakið i stuttri blaðagrein, enda ekki á færl nema beztu manna að skilja þann leyndar- dóm. Fyrirtækið býr viö mikll húsnæðisþrengsli, en öllu er þar vel íyrir komið. Mér er sagt, aö bruggaður hafi verið sterkur bjór á stríðsárunum fyrir herina, svonefndur Polar Ale. Styrkleiki hans var 4,5%. Þegar ég spyr, hvar sterki bjórinn sé geymdur, brosir Tómas yngri. — Ég skal fara með þig þangaö á eftir, en þú mátt ekki láta þess getiö, hvar það er. Annars liggur hér, i þessu herbergi, sterkur bjór í ámum, en verður brátt settur á flöskur. Tómas opnar lágar dyr, og við göngum inn í kalda geymslu. Þar eru margar tegundir öls i ám- um, — maltöl, pilsner og sterkur pilsner. Það er auðvelt að sjá, hvar sterki pilsnerinn er geymdur, þær ámur eru með lás fyrir. Litlu seinna ókum við af staö og komum innan stundar á staðinn, þar sem sterki bjórinn er af- grelddur., Ég er kynntur fyrir hávöxnum, grann- leitum mánni, hann er gamall starfsmaöur ölgerð- arinnar, heitir Jóhannes Éliasson. Hann hefur í sínum fórum eina lykilinn, sem til er aö geymsl- unni. Ég horfi á manninn með lotningu, en hann er hvergi uppnæmur. — Það má leyfa ykkur aö sjá inn I helgidóm- inn, kímlr hann, röltir á undan okkur aö óásjá- legum dyrum. Þetta eru fyrstu dyrnar. Svo kom- um viö inn í gang, og þar nemur Jóhannes staöar fyrir utan aörar dyr og sterklegar. — Hér er það, segir hann og mundar lykilinn. Ég held niðri í mér andanum, það marrar I dyr- unum, og á móti kemur loft, blandaö sérkennl- Framh, á bls. 26. Og þetta eru nú öll ósköpin. Stwrri er lagerinn ekki af „AfU sterka“. Meiriparturinn fer til wadirátnni. Jóhannes hefur eina lykilinn, £• a»1 tí ! nv -i A Kinniravmcltinni Tómas Tómasson, yngri, við ámurnar þar sem „Egill sterki“ gerjar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.