Vikan


Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 13

Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 13
> M* " Ttí% mmmm Lettur stoll í forstofu með loðnu áklæði. Danskur skrifstofustóll úr eik, klæddur leðri. Þýzkur hægindastóll úr hertu efni, klæddur svamp- sessu. Samstæða, sófi og tveir stólar eins, — sýmmetrfsk og þreytandi uppstilling, sem sést æ sjaldnar. Bandarískur hægindastóll með lausri svampsessu. Húsagerð I Brasilíu í ;Suður-Ameriku búa þróttmiklar þjóðir, og þar er víða vaxandi menning og athafnalíf. Rio de Janero er af mörgum talin ein fegurst borg í heimi, með drifhvftum, nýtízkuhúsum meðfram strönd og bröttum fjallshlfðum. Húsagerðar- list Brasilíumanna er djörf, og þeir eru óhræddir við smávegis tilraunir. Hér sjáum við hluta af einbýlishúsi skammt frá Sao Paulo, og þar hafa flestar erfða- kenningar verið látnar lönd og leið. Það fylgir ekki sögunni, hvað húsið kostaði, en reynslan hér hjá okkur er sú, að hvað Iítið, sem brugðið er út af vanalegu byggingarlagi, margfaldast allur byggingarkostnaður, vegna þess að byggingar- iðnaðarmenn „eru ekki vanir að gera þetta svona.“ trukknum á öræfaferðalaginu. Og milljónerahjónin sögðust sko ábj'ggilega mundu segja frá því, þegar þau kæmu heim, hvað íslendingar væru gestrisnir, og það mundi ábyggilega mörgum, sem þau þekktu, þykja skrítið að koma hingað. Svo við þurfum ábyggi- lega ckki neinar Danablækur tilþessað segja okkur neilt um það, að við getum fengið hingað ferðafólk. Sjóskvísan í tjörninni MÉR FINNST menn vera vitlausir að finnast eitthvað athugavert við það að setja upp mynda- styttu af iiafmey í tjörnina. Og það er einsog livert annað gap að lialda því fram, að þetta inegi ekki, afþvíað við íslendingar þekkjum ekki neitt svona sjóskvísur. Ég man ekki betur enað einhver hafi sagt mér, að það hafi einmitt verið á svona marfisu, sem Sæmundur fór heim frá Húll, þegar hann sótti um jobbið í kexinu og fékk það. Og þó þetta sé náttúrlega einsog liver önnur þjóðsaga, þá sýnir hún samt, að menn hafa þó kannazt við, að svona sæfljóð væru til i gamla daga. Ég man eftir því, þegar ég kom til Iíaup- mannaliafnar, þá var einmitt svona sæskvisa sitjandi á steini, eittafþví fyrsta, sem maður sá við innsigldnguna, og þó Danir hafi kannski aldrei verið neitt sérlega góðir útí Islendinga, sem ég er reyndar alveg vissum, að þeir hafa ekki verið, þá eru menn sammála um, að þeir séu smekkmenn. Hitt er líka tómt píp að halda því fram, að hafmey eigi ekki að sitja í tjörninni, afþviað vatnið i henni sé næstum allt úr skólpröronum í Háskólahverfinu. Þetta finnst mér ekki koma málinu neitt við, enda veit það hver maður, sem ekki er orðinn blautur á perunni, að það flæðir iika inn i tjörnina á stórstraumsflóðum. Og ef — menn vilja endilega hafa þessa hafmey i ein- liverju sambandi við vatnið, sem hún situr á steini útí, þá er vandinn ekki annar en sá að láta hana gera einsog litla strákinn i gosbrunn- inum í Hellisgerði. Einu mótbárurnar, sem mér finnst vera eitt- hvert vit i, i sambandi við þetta, eru þær, að kriurnar muni setjast á hafmeyna og óhreinka hana. En þá er bara að láta Kjartan brunavörð, sem er landsfrægur fuglavinur hvort sem er, sprauta vatni á kríurnar og lirekja þær hurtu af hafmeynni. Þá mundu ldka óhreinindin skolast hurtu af henni um leið, og þetta gæti verið bæði skemmtileg og nytsöm æfing fyrir slökkviliðið. Ég held nefnilega, að þetta pip um, að þessi vatnaskvísa eigi ekki að vera í tjörninni, stafi bara afþví, að menn nenni ekki að hugsa. Gamla úthverfið og ráðhúsið OG AFÞVÍAÐ maður er að tala um tjörnina, sem er alveg ábyggilega mesta prýði Reykjavíkur, þá er ég hundraðprósent vissum, að menn eru með þvi, að það skuli vera farið að bora oni forina á tjarnarbotninum tilþessað vita, hvað djúpt þarf að grafa fyrir ráðhúsinu. Sumir eru náttúrlega með eitthvað múður um, að þeir ætli að byggja ráðhúsið við norðurend- ann á tjörninni tilþessað tryggja það, að mið- bærinn verði alltaf, þar sem hann er, og verðið á lóðonum þar og Morgunblaðsliúsinu og öðrum húsum, sem lielztu bubbarnir eiga, lækki ekki í verði. Ég fæ ekki séð, að það væri eitthvað unnið við það að byggja ráðhúsið heldur annar- staðar, tilþessað aðrar lóðir og önnur hús, sem stæðu nálægt þvi, hækkuðu lieldur í verði. Og ég er Idka alveg vissum það, að gamli mið- bærinn, sem er nú eiginlega að verða að út- hverfi, mundi næstum alveg leggjast niður, ef ráðhúsið yrði ekki byggt þarna, þvi menn mundu ekki koma þangað, vegnaþess hvað göt- urnar eru lélegar og húsin ljót, nema þeir ættu þangað eitthvert erindi, sem ekki væri hægt að rækja annarstaðar. Og ég er einmitt vissum, að það er vegna þess, sem Gunnar og þeir vilja ekki, að miðbærinn, sem nú er orðinn að elzta úthverfinu i bænum, leggist niður, vegnaþess hvað hann er ljótur og óþægilegur, að þeir vilja endilega láta byggja ráðhúsið þar, sem öllum, sem segjast hafa vit.á því, finnst vitlaust að láta byggja það, — en ekki vegna þess, að það græði einhverjir áþví, að það sé þar. Bara að renta sektina EN ÞAÐ er til fullt af fólki, sem er alltaf jarm- andi útaf því, að aðrir skuli græða, og oftastnær eru það menn, sem ekki nenna að græða pen- inga sjálfir eða eru hræddir um, að þeir verði óvinsælir af þvi að gera það. Ég þekki mann, sem var dæmdur í mörg hundruð þúsund króna sekt um daginn fyrir fjáröflun. Ég spurði liann, hvort hann ætlaði ekki að áfrýja dóminum, en svo vitlaus sagðist hann ekki vera. Þá mundu þeir bara hækka sektina. Hann sagðist ætla að semja um borgun á henni á fimm árum og ávaxta peningana svo skart á timabilinu, að þegar hann borgaði þess- ar mörg hundruð þúsund krónur, þá ætti hann þær allar eftir. Og ef þeir sektuðu sig svo fyrir það, þá skyldi hann fara alvegeins að, og hvað oft, sem þeir sektuðu sig fyrir okur, þá skyldi hann alltaf hafa undan, svo þeir næðu sér ekki, svo skart skyldi hann renta sektarpeningana. Og ég hlusta ekki einusinni á menn, sem eru með eitthvað gap útaf þvi, að aðrir séu rikir, vegna þess að það eru oftastnær menn, sem hafa nennt að verða það.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.