Vikan


Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 3
Þegar ung stúlka trúlofast, — 6 hún þá at5 slita kunningsskap við alla karlmenn, sem hún hefur þekkt? Þetta er spurning, sem margar stúlkur vilja gjarnan fá svar við. Hér kemur bréf frá Guðrúnu: Vinur minn og ég höfum þekkzt i tvö ár, og ætlunin er, að við giftum okkur innan skamms. Áður en ég kynntist honum, þekkti ég pilt, sem nú er búsettur erlendis. Við skrif- umst á, þvi að við vorum góðir vinir. Nú heimtar vinur minn, að við hættum þessum bréfaskriftum, — segir, að ég sé aðeins að gefa piltinum undir fótinn með þessu. Hann er vist hræddur um að vera talinn rola, ef hann bann- ar mér þetta ekki. Það gagnar ekkert, þó að ég segi honum, að ekkert sé' á milli þessa pilts og min nema vinátta, svo að nú hef ég fallizt á að hætta að skrifa. En ég verð að segja, að mér finnst vinur minn mjög ósanngjarn, — eða hvað finnst þér? Með fyrir fram þakklæti fyrir svarið, Guðrún. Svar: Ég tel, að vinur Guðrúnar hafi engan ritt til að heimta, að hún sliti alveg sambandi vlð þennan pilt, sem hún skrifast á við. Ekkert væri skemmtilegra en hann yrði sameiginlegur vinur þeirra beggja. Vinátta er alltaf dgrmset, og i þessu tilfelli gœti hún orðið eign ykkar allra. Við vitum ekki nema pilturinn, sem er- lendis bi)r, sé einmana. Kannski eru þessi bréf að heiman honum mikils virði, og fundist mér illa gert og ástæðulaust að svipta hann þeim einungis vegna eiginqirni unnustans, — þvi að ekki mundi hann hafa neitt á móti þessnm bréfaskriftum, ef það væri stúlka, sem i hlut ætti. Með kveðju, Aldis. Skrautritun og erlend blðð. Mig langar til að vita, hvort Þú getur gefið mér upplýslngar um, hvort einhvers staðar hér á landi sé hasgt að læra að skrautrita. Og ef svo er, hver kennir bað? Einnig langar mig til Þess að vita, hvort bú getur útvegað mér utanáskrift til einhvers útbreidds dag- blaðs i Ameriku og Englandi eða Þýzkalandl. Með Þökk fyrir mjög skemmtilegt lestrarefni siðustu vikifrnar. Dedda. Ekki veit ég neinn annan stað, þar sem kennt er að skrautrita, en Handíðaskólann hér i Reykja- vík. Þar er kennd alls konar leturgerð, — e« skrautritun með garnla laginu má nú kallast komin úr tizku. 1 hverju erlendu blaði má finna smáklausu, þar sem getið er ritstjórnar, aðseturs og utanáskriftar. Og þar sem úrval erlendra dagblaða er á boðstólum í flestum bókabúðum, ráðlegg ég yður að athuga þessi blöð, þvi að þá getið þér líka eflcmst fundið, hvert þeirra Vientar yður bezt i þessu sambandi. VIKAK 1 I 1 ! ! ! ! I ! ! ! ! ! ! ! ! ! Jónas Jónsson frá Hriflu er ekki blindur aðdáandi nú- tímalistar og nýtizku hús fara mjög í taugarnar á hon- um. Kennir hann þau við hómark alls Ijótleika, Nes- kirkju, og nefnir hinn nýja stíl einu nafni „Neskirkju- stíl“. Einu sinni ræddi Jónas um það, „að Pálmi heitinn Hann- esson átti sér ekki fastan samastað meirihluta rekt- orsára sinna og varð að hrekjast úr einu leiguhús- næðinu í annað. Það kom þó að lokum, að ráðamenn f þjóðfélaginu sáu, að ekki mátti við svo búið standa og byggðu hús yfir rektor suð- ur í móunum. En þeir þurftu auðvitað að hafa það f Nes- kirkjustíl, sko, og húsið var svo ljótt, að Pálmi dó“. Gkkur finnst tilhlýðilegt að birta hér mynd af „Konu með kött“ eftir Sigurjón Ólafsson, af því að Jónas og „Neskirkju- listin“ er í dálkinum til hægri. Myndin er höggvin í grá- stein, og mörgum finnst hún allt að því hneykslanlega ljót. Konan getur að vfsu ekki talizt fögur eftir venjulegum skilningi, en náttúrleg stæling hefur alls ekki vakað fyrir listamanninum. Nú er myndin komin á Listasafn ríkisins. Kona með kött Þau ætla að fara að skemmta sér, blessuð hjón- in. Þau eru að verða allt of sein, því að krakkarnir svo seint. En nú herða sig með og „meikið“, hann kannski við vangann á henni, eftir að hann var búinn að sápa sig? Yið skulum vona, að skemmti sér vel. V R KA \ Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gfali Sigurðsson (ábm.) Auglýsingastjóri: Áabjörn Magnússson Framkvæmdast j óri: Hilmar A. Kristjánsson Verð i lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, simi 15017 Prentun: Prentsmiðjan Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. Seinni part sumars eru haldin stórmót erlendis, og garparnir ferðast á milli landa til að taka Þátt í þeim. Það er nú orðið opinbert leyndarmál, að þeir beztu Þiggja að launum stórfé, þótt Þeir eigi að heita áhugamenn. Myndin er frá byrjun í 1500 m hlaupi i Þýzkalandi, en þar sigraði hinn frábæri, þýzki hlaup- ari Valentin á 3:40,2 mín., en annar varð Hermann, landi hans, á 3:40,9. - •:.* I r.— 7. r* J ** Sumariö er búið Þó að almanakið segi, að enn sé sumar í nokkrar vikur, þá er það þó f raun- inni búið, og jafnvel er hæpið að gera ráð fyrir sumarveðráttu, úr þvf að september er kominn. Hér sunnan lands hefur sum- arið. verið heldur sólarlft- ið, og mörgum finnst sorg- legt, hversu munurinn á sumri og vetri er lítill. Þeir vilja heldur harðan vetur og sólríkt og hlýtt sumar. Stúlkan á myndinni er sænsk og er að sóla sig í einum af görðum Stokk- hólms. Þar er hitinn stund- um óþægilega mikill, og þá er gott að bregða sér f kalda sturtu. Konur I Marokkó eru óðum að leggja niður gamla siði og taka upp aðra eftir evr- ópskum fyrirmynd- um. Blæjurnar eru að hverfa frá andlit- unum, og þær vilja jafnrétti við karl- menn. Kóngurinn í Marókkó á Þrjár dætur, og hin elzta (til vinstri) er mikil kvenréttindakona og heldur auk þess æs- ingaræður gegn Fransmönnum. — Sæll ver þú, Sandy, hvað ert þú að gera hér? — Ég er f brúð- kaupsferð. — En hvar er konan þín? — Hún varð að vera heima og gæta verzlun- tirinnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.