Vikan


Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 11
aftur upp á stjórnpall til að fara á vörð, fylgdi snati honum fast eftir, fór gegnum stýrishúsið inn i kortaklefann og siðan upp stigann upp á efri stjórnpaJl og staðnœmdist við áttavitaskýi- ið. Þá virtist hann vera kominn á leiðarenda og lagðist ánægður niður i einu horninu og lét fara vel um sig. Það leyndi sér ekki, að hér var gamali sæhundur á ferð. Og átján daga klauf Hanley öldurnar á norð- urhluta Kyrrahafs. Dag eftir dag reyndu yfir- menn og aðrir af skipshöfninni að hæna hund- inn að sér, en árangurslaust. Iiann lét sig ekki. Hann leyfði þeim að visu að klappa á kollinn á sér, en sýndi engin merki um ánægju við það. Þegar hann var ekki „á vakt“ með Kildall, lá hann við káetudyr skipstjórans og fór niður einungis til að éta. Þegar sást til lands á Honsjú-ey, hnusaði laumufarþeginn af landgolunni og starði án af- láts til landsins fram undan. Eftirvænting hans fór vaxandi, er Hanley hélt áfram fram hjá brimgarðinum við Jókónama og lagðist við fest- ar fram undan tollbúðinni. Hanley var nú kom- ið i höp fjöldamargra annarra vöruflutninga- skipa, sem biðu affermingar. Þegar Kildall var að lita eftir farminum, tók hann eftir þvi, að hundurinn var sem á nálum. Annað veifið dinglaði hann rófunni, og nasir lians skulfu, er hann starði á hin skipin. Næsta skip var gufuskipið Simaloer frá Niðurlanda- skipafélaginu, en það var að afferma timbur — eins og Hanley. Tlanley snerist nú með sjávarfallinu og sneri brátt skut sinum að hollenzka skipinu, sem nú var i um það bil þrjú hundruð metra fjarlægð. Hnndurinn beindi allri athygli sinni að þessu skipi. Hann hljóp aftur á og reis á afturlappirn- ar við borðstokkinn og þefaði út i loftið með sivaxandi eftirvæntingu og æsingi. Þá sá Kildall róðrarbát leggjast upp að Simaloer, og stukku tveir menn frá skipinu um horð i hann, og sið- an var róið i áttina til tollbúðanna. Leiðin þang- að lá rétt fram lijá skutnum á Hanley, þar sem snati stóð. ' Hundurinn horfði á þetta og ýlfraði lágt, en ámáttlega. Brátt fór hann að þeytast fram og aftur meðfram borðstokknum í feiknaæsing og gelti scm óður væri. Þegar farþegarnir i róðrar- bátnum heyrðu geltið, litu þeir upp á skipið og báru hendur fyrir augu, þvi að sól skeiu á móti. Þeir rýndu upp á borðstokkinn á Hanley. Allt í einu spratt annar þeirra á fætur og tók að æpa og veifa höndunum i ákafa. Hann gaf róðrarmanni merki um að nema staðar og sló á bakið á félaga sinum í fagnaðargeðshræringu. Æsing hans var engu minni en liundsins. Þegar báturinn lagði nú upp að kaðalstiga á Hanley, varð hundurinn svo ólmur af æsing, að liann stökk í sjóinn. Hinn hrópandi maður dró liann þegar um borð i bátinn og faðmaði hann að sér, rennblautan, eins og hann hefði heimt elskaðan vin úr helju. Hundurinn ýlfraði af gleði og sleikti hann í framan. Það var ekki um að vill- ast, hér höfðu fundizt aftur liundur og hús- bóndi. Þessir endurfundir laumufarþegans litla og húsbónda hans urðu nú aðalumræðuefni skips- hafnanna á báðum skipunum. Það kom nú i Ijós, að hundurinn hét Hektor og eigandi hans, W. H. Mante að nafni, annar stýrimaður á Simaloer, hafði á sinu skipi einmitt sömn skyldustörfum að gegna og Kildall á Hanley. Áður en Simaloer fór frá Vancouver, hafði skipið orðið að Ieggjast annars staðar i höfninni til þess að taka kol fyrir ferðina, á meðan Hektor var í landi að viðra sig fyrir langferðina. Mante leitaði hans dauðaleit um alJa liöfnina, en tókst ekki að finna Hektor í hinni stóru höfn nægilega tímanlega fyrir brottfarartima skipsins, — og Simaloer sigldi þvi án hans. Hvaða leyndardómsfull eðlishvöt var það, sem stjórnaði Hektori, er hann leitaði skipulega að farkosti, sem gæti borið hann yfir hafið til síns elskaða húsbónda? Og hvernig gat hann valið rétt skip úr fjölda skipa? Gat hann fundið það á eðli farmsins í Hanley eða einliverju öðru, að skipið hafði sama áætlunarstað og skipið hans? Svörin við þessum spurningum verða aldrei annað en ágizkanir þeirra, sem vissu, hvað gerðist. $ h & o*. œ % ,ya \ú» r>* f'í „Hele Nones |oruon“ Jórunn Kristiansen frá Moss í Noregi varð landi sínu til sóma í Universe-keppninni fyr- ir að vera nijög greind stúlka, og það þykir næstum því óvanaleg uppbót á þessu stigi. Jórunn á miklum vinsældum að fagna í Nor- egi, og þó hefur henni enn sem komið er ver- ið hlíft við því að „syngja á frönsku fyrir kúabændur“. Þessi mynd birtist fyí'ir nokkru í norsku blaði, og ef vel er að gáð, sést, að Jórunn er með Loftleiðatösku meðferðis. Nú fer að liða að annatímanum hjá ykkur rökurunum .. . — Hvers vcgna segirðu það? Þegar vetrar og samkvæmislifið kemst i al- gleyming .. . — Margir halda þetta, segir Páll, en reyndin er önnur. Aðsóknin er einna mest i sólslcininu á sumrin, en ekki i skammdeginu, hvað svo sem samkvæmislifinu liður. Hvernig iná það vera? — t sókskini og góðviðri tjaldar fólk þvi bezta, sem til er. Menn klæðast beztu fötum sinum, og þá leiðir af sjálfu sér, að snyrtingin verður að vera í samræmi við það, og menn láta klippa sig og raka. Öðru máli gegnir i hriðarveðri og slyddu i skammdeginu; þá klæðast menn hversdagsfötum, oft af lakara tagi, og verða kærulausari um snyrtinguna. Þarna kemur fram einn þáttur þeirra sálrænu áhrifa, sem veðurfarið hcftir á fólk almennt. Hvernig er það, Páll, — livort láta miðaldra menn eða ungir sér annara um útlit sitt? — Um ungu mennina er það að segja, að það er tizkan, sem hjá þeim ræður mestu. Ef einhver frægur rokksöngvari tekur upp á þvi að ganga með sitt hár og illa rakaður, þá telcur tals- verður fjöldi ungra manna það eftir honum ■— og eins ef um hið gagnstæða cr að ræða. Þó eru þeir talsvert rnargir af yngri kynslóðinni, sem láta smekk sinn ráða meira en tizkuna og ganga alltaf vel klipptir. Um eldri menn er það að segja, að fáum er annara um útlit sitt en þeim, sem eru komnir um eða yfir þri- tugt og allt að hálfsextugu. Úr því fara menn hins vegar að hirða minna um, þótt þeir séu ekki nýklipptir, — þó ekki allir, þvi að sumir viðhalda fyllstu snyrtimennsku i útliti fram á elliár. Hvernig starf er það að vera rakari? — Það er gott starf, og ég er dáldtið hissa á því, að það skuli ekki vera eftirsóttara af ung- um mönnum, þvi að það veitir þeim — margri iðn fremur — tækifæri til að gerast sjálfstæðir og sjálfs sín húsbændur. Það er mun ódýrara og auðveldara að koma sér upp rakarastofu en prentsmiðju eða járnsmiðju, svo að einhver dæmi séu tekin. En verður það ekki lýjandi til lengdar? — Það læt ég allt vera. Rakarar þurfa vit- anlega helzt að 'cggja stund á einhverja tóm- stundaiðju sér til hressingar — eins og reynd- ar flestir aðrir, sem liafa með höndum fast og einhæft starf, — og velja hana þá með tilliti til þess, að liún bæti þeim upp fastastarfið. Útivist, einkum á sumrin ... Og viðskiptavinirnir, — hvernig eru þeir? — Um þá get ég aðeins sagt allt hið hezta. Þeir eru kurteisir og kunna yfirleitt vel að meta góða þjónustu .Maður kynnist mörgum, sér til ánægju og góðs, og eignast ekki aðeins góða viðskiptavini, heldur og góða og trygga vini. Og ég get bent á það sem dæmi um, hvernig rakarar una sér i starfinu, að faðir minn, Sigurður Ólafsson, sem stundaði rakara- iðnina lengst af ævinni, hefur látð þau orð falla, að ef hann væri ungur nú og mætti velja um iðn. þá mundi hann hiklaust gerast rak- ari .. . Þú minntist á, að rakarar þyrftu að liafa einhverja tómstundaiðju með höndum. — Það er kannski of nærri gengið að spyrja, hver sé tómstundaiðja þin? — Það kemur nú ekki sérlega vel við það, sem ég sagði, því að ég hef hingað til notað flestar minar tómstundir til lesturs, enda þótt ég hefði vitanlega haft bezt af þvi, likamlega að minnsta kosti, að hreyfa mig eitthvað úti við. En nú er ég búinn að kaupa mér veiði- stöng, hvað sem meira verður. Ertu ekki húinn að reyna hana — og veiði- sæld þina? —- Ég get varla sagt, að ég sé búinn að reyna stöngina, en þó dró ég þrjár allvænar bleikj- ur um helugina. En veiðisæll, liygg ég, að ég sé svona i meðallagi — og kannski vel það. Og það er áreiðanlega ekki nein hjátrú, að menn séu misjafnlega fisknir. En það er önnur saga og kemur að minnsta kosti ekki rakaraiðninni við ... — Þetta er alvey einstakur var&hundur, sem hann á. VTKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.