Vikan


Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 12

Vikan - 01.10.1959, Blaðsíða 12
Tylltu þér niður. .. Þýzkur ,letistóll‘ með háu baki og höfuðpúða. Fóta- skemill fylgir. Óhœtt er að fullyrða, að stólar hafa allt- af verið háðir duttlungum tízkunnar. Þó eru að sjálfsögðu á þeim nokkur aðalein- kenni, sem ganga eins og rauður þráð- ur gegnum allar breytingar og breytast lítið. Hið veigamikla atriði í nútíma-hús- búnaði að láta efnið njóta sín £ hinni upp- runalegu mynd, hefur haft áhrif á gerð hvers konar stóla upp á síðkastið. Bólstr- uðu báknin með silkidamaskáklæðinu eru horfin af sjónarsviðinu nema hjá rosknu fólki. í staðinn ber mest á léttum stólum úr harðviðargrind með áklæddum svamp- sessum. Við sjáum líka sjaldnar þessar há- tíðlegu samstæður, en þeim mun oftar einstaka stóla eða sófa sinn af hverri gerð. En þá reynir á smekkvísina, svo að ekki verði óskapnaður úr. Vikan birtir hér myndir af nokkrum gerðum nýrra stóla, sem fram hafa komið með nágranna- þjóðunum. Hér er heimili frá Bessendorf, sem er frægur, danskur híbýlafræðingur. Hún velur þann kost að hafa stól- ana sína af breytilegri gerð, og heildarsvipurinn er einstaklega viðfelldinn. Stóllinn næst til vinstri er svonefndur „eggjabikar". Þess háttar stólar hafa öðlazt miklar vinsældir á síðustu árum. Danskur vinnu- stóll eftir einn af þekktustu hús- gagnaarkitektum í Danmörku. Hann hefur vakið at- hygli um allan heim fyrir margra hluta sakir. Form- ið er óvenjufágað, reyklituð eik og bastþræðir. Stóll- inn er mjög léttur og kemur vel að bakinu. Réttast að reka Kanana heim ÍSLENDINGAR eru alltaf að gera grín að þvi, sem þeir hafa ekki hugmynd um, livað er, og mest af því, að þeir treysta sér ekki tilað gera það sjálfir. Ég þekki útlendinga, en ég hef held- ur aldrei heyrt neinn af þeim gera grín að því, sem hann veit ekki, hvað er erfitt. Og ef ég væri Eyjólfur Jónsson, þá mundi ég hundsa þetta pakk, næstþegar ég reyndi að synda yfir Ermarsund, og ekki heldur láta neinn vita, þó ég kæmist yfir. Það væri mátulegt handa þessu dóti, sem er með gaspur um það, sem það hefur ekki hiigmynd um, hvað getur verið erfitt, og veit ekki einu sinni, lxvað þjóðarmetnaður er, hvað þá lieldur meir. Það er ég líka viss um, að það var bara tilþess- að minnka íslendinga i augonum á heimsblöð- onum, sem Danir ætluðu að láta Grétu Andersen synda hvíldarlaust yfir Ermarsund fram og til baka. Og mér finnst það að minnstakosti ekki til þess fallið að styrkja lýðræðið á íslandi, að Bandaríkjamenn skyldu bjóða henni 5000 doll- ara fyrir að gera það, því það er sko alveg klárt mál, að það var ekki til annars enað gera Is- lendinga litla i augonum á útlendingum. Ég þekki gamlan sundmann, sem var svo sár útaf þessu, að hann talaði um það við mig, að það væri réttast að reka Kanana heim. Og ég segi fyrir mig, að þó ég sé ekki neitt á móti Atlantshafsbandalaginu eða .Bandaríkjonum, þá var ég illa sár útaf jiessu lika. En mér fannst, að áðuren við færum út i svoleiðis öfga, ættum við að reyna, hvort við gætum ekki safnað 5000 dollurum tilþessað bjóða Grétu Andersen fyrir að synda ekki yfir fram og til baka. Og gamli sundmaðurinn sagði, að það væri alveg satt. Þetta yrðu ekki nema 200 jnisund krónur á svörtum, og hann væri viss um, að það væri leikur að safna þvi, og ef fjársterkir aðilar fengjust ekki tilað leggja það fram, þá væri ekk- ert annað en að láta blöðin skapa þjóðareiningu um málið. Nú fór það líka svoleiðis, ,að Gréta synti ekki yfir Ermarsund fram og til baka, þó ég viti náttúrlega ekkert um það, hvort henni hafa verið borgaðir fimm þúsund dollarar fyrir að gera það ekki, og luin hafi bara borið því við, að veðrið væri svo vont. En mér finnst að minnstakosti óþarfi að halda áfram að vera alltaf að gera grin að Eyjólfi og segja, að hann eigi að hætta þessu og reyna heldur við Fischer- sund næst. Gestrisni við millana ÞAÐ ÞARF lieldur ekki neinar Danablækur tilað segja manni það, að íslendingar geti orðið mikil ferðamannaþjóð, og það er óþarfi að vera að bjóða liingað einhverjum ferðaskrifstofugæjum þaðan tilað vera með eitthvert píp um það. Það vita það allir, sem nokkurntíma hafa litið i biað, að næst á eftir íslendingasögonum og jarðhitanum erum við íslendingar einmitt fræg- ir fyrir náttúrufegurð og gestrisni. Og útlend- ingar, sem koma hingað, segja frá því heima hjá sér, hvað við íslendingar séum gestrisnir, svoað aðra langar að koma hingað lika. Ég þeklti amerísk milljónerahjón, sem komu hingað i sumar tilþessað ferðast um öræfin, afþvíað þau voru búin að frétta um náttúru- fegurðina þar, en þau sögðu, að þeim hefði ekki dottið i hug, að við værum líkt því eins gestrisnir einsog við værum. Og þau sögðust svo sannarlega skyldu segja frá þvi, þegar þau kæmu lieim. Það voru engin alminleg herbergi á Borg- inni eða City Iiotel þegar þau koinu, svo þeim voru útveguð tvö samliggjandi herbergi útí bæ. Þegar þau komu svo dauðþreylt lieim úr rign- ingunni í öræfaferðalaginu á trukknum, þá komu hjónin, sem þau bjuggu hjá, með viski- flösku og buðu þeim að drekka úr henni með sér. Og þegar þau sögðust vera hálfslæpt eftir ferðalagið á trukknum i rigningunni, þá sagði maðurinn, að þau skyldu ekki vera að þessu. Hann ætti nóg viski. Svo slapp ameríska konan frá þeim, þegar hún var búin að drekka tvo sjússa, og komst i rúmið. Og konan á heimilinu dó, þegar þau voru húin úr tveimur fiöskum. Og þá sagðist ameriski milljónamæringurinn lílca hafa sofnað í stólnum, afþví hann var hálfþreyttur eftir ferðalagið. Og svo var húsbóndinn á heimilinu aila nóttina að vekja amerisku konuna tilþessað hlúa að lienni, afþví hann var svo hræddur um, að hún hefði orðið innkulsa i rigningunni á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.